Vikan


Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 35
t augu hennar til þess að sjá, hvort þetta hefði valdið sársauka. En sjúkdómurinn hafði enn ekki náð hámarki. — Hugsaðu! Biddu til guðs, að þér megi batna. Ginklofinn hefur verið sigraður. Svo sat hann þegjandi og horfði á hana, og herti handtakið þegar vöövarnir kipptust til i hálsi hennar og herðum. Þannig sat hann alla nóttina og horfði. Það var eins og hundrað milljón ár væru liöin áður en birta tók á gluggann. Hugur hennar, sem kvalirnar höfðu skerpt, brá fljótt við hverri breytingu. Augun voru á ferð og flugi fram og aftur, rétt eins og til að nota allan þann kraft sem stirðnaöur ltkaminn réð ekki yfir. Eftir þvf, sem nýi dagurinn leið, fann hún, að sjúkdómurinn elnaði. Hann færðist eftir þind- inni, og hörundiö varð flatt, þurrt og hart eins og krossviður. Vatn, sem hellt var á tennurnar í henni og svo morfín, var það eina, sem hún gat tekið við, sér til styrktar. Hún fékk krampa ööru hverju, og þegar vöðvarnir afmynduðust, urðu þeir sárir á öllum jöörum. Læknirinn sat yfir henni, að ör- fáum minútum undanteknum. Andlitið á honum var liká tekið, munnurinn kipraður af þjáningu, rétt eins og hann lifði sjálfur til- finningar hennar. Onnur nótt kom og enn sat hann þarna og horfði. Hún sagði viö sjálfa sig, að nú væri hann að biða eftir dauða hennar. Hann hafði veriö hennar dauði. Það var hann, sem hafði staðið milli hennar og heimsins, og nú stóð hann millihennarog lifsins. Hana langaði til að öskra hatrið sitt framan i hann, en orðin urðu að bergmáli innan viö tanngarðinn i henni. í hans eyrum voru þau andmæli gegn kvölunum og þá þaggaði hann niöur i henni með morffni. Einu sinni þegar hann opnaði varirnar á henni til þess að koma vatni inn á milli þeirra, sagði hann: — Þetta er mér að kenna, Rósa elskan. Ég heföi átt að sjá það strax. En ég hélt, að þessi hálsverkur stafaði af byltunni. Henni datt i hug, að þessi með- aumkunarorð hans væru ekki annað en lygi. Hann haföi klúðraö þessu af ásettu ráði. Og til þess aö ráða hana af dögum. Hann hafði myrt hana. Hún mundi deyja og hann bera hærri hlut, eins og hann hafði alltaf gert. Kvalirnar héldu henni i viðjum og dauðinn keflaði hana. Hún gat hvorki barið frá sér né æpt. 1 niðamyrkri næstu nætur, snerti hann við henni og sagði: — Ég hef elskað þig, Rósa . Það var hans sök, að hún hafði aldrei losnað út úr skóginum. Það var honum að kenna, að stór- borgirnar vissu ekki, að hún væri til. Hann, þessi klunni og bjáni, hafði sogið úr henni allan mátt. Sjúkdómurinn var nú kominn niður i fætur á henni og þeir orönir álika stirðnaðir og væri hún dauö. Enn kom dagur og enn sat hann hjá henni, horföi og beið. Henni fannst sem grimmd hans væri samskonar og grimmdin i hennar eigin huga, sem tók til sin lif hvers likamshluta, sem dó. Enn kom dagur. Það hætti að snjóa og sólskinið brauzt inn I herbergiö. Handleggirnir á henni voru orðnir krépptir og hver minnsta hreifing gerði hverja taug að glóandi ívir. Stundum fór læknirinn frá henni, en kom strax aftur, sat og horfði. Meðaumkun- in I svip hans, þjáningin i daufum augunum, var ekki annað en lygi, sagði hún við sjálfa sig — aðeins hluti af ævilöngum svikaferli. En svo var eins og gipssteypa legðist utan um hana og lungun þrýstust inn. Andardrátturinn varð erfiður. Hvert sinn sem hún andaði að sér, leið hún ógur- legustu kvalir. En innan um alla þessa þjáningu, skein hugur hennar skært eins og stjarna. Hún talaði meö lokuðum munninum og lofaöi þvi, að ein- hvernveginn skyldi hún sigrast á honum. Dauðinn kynni að taka hana, en sigurvegari yrði hún samt. 1 eigin augum hafði hún aldrei annað veriö en drottnihg. Dauðinn gat ekki fariö meö stoltið hennar. Enn skildi hann þetta andóf hennar sem mótmæli gegn þján- ingunni og endurnýjaði deyf- inguna, til að létta henni kvalirnar. Hálfmeðvitundarlaus horföi hún á hann ganga út, og svo heyrði hún óljóst til hans I sim- anum. Þegar hann kom aftur, laut hann yfir hana og sagði: — Ég 44. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.