Vikan


Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 9

Vikan - 31.10.1974, Blaðsíða 9
EINUNGIS VERKFÆRI „En á bak viö lækninguna stendur æöri kraiHur, — andlegur kraftur. Ég er einungis verkfæri hans, sem kemur af staö liffræöilegum breytingum i likama sjúklingsins, þeim breytingum, sem siöan lækna hann.” Þetta segir einn af frægustu anda- læknum Englendinga. Sjá nánar á bls. 32-33. LÝÐRÆÐIÐ i HEIÐRI „Alltstarf i kórnum er mjög lýöræöislegt — þar er enginn söngstjóri, sem segir fyrir um, hvaö syngja skal og hvernig, heldur er rætt um val verkefna og túlkun þeirra á opinskáan hátt i kórn- um, og hver meölimur hefur atkvæöis- og tillögu- rétt um hvort tveggja.” Sjá grein um Eddukórinn á bls. 24-25. ALLIR Á SAMA BÁS „En ég get ekki skipt lifi minu niöur á þennan hátt. Ég er 100% manneskja og gef mig alla á vald vinnunni. Þ.e.a.s. ég verö fyrir áhrifum frá sólar- hitanum, fötunum, sem ég er i, matnum, sem ég boröa, fólkinu, sem ég hitti. Ég hef skoöanir á þessu öllu, þvi þaö hefur allt áhrif á leik minn.” Sjá siöari grein um Barböru Streisand á bls. 16-18. KÆRI LESANDI ,,Án þess að ég hafði tekið eftir þvi,hafði ég sest við hlið- ina á kvenmanni. Ég fann gamla öryggisleysið koma yfir mig sem snöggvast, en þá mundi ég eftir grimunni, sem leyndi þvi, hver ég var, og taugar minar róuðust aftur. Svo tók ég að virða dömuna fyrir mér i laumi. Það var dálitið erfitt að sjá vel út um augnagötin á grim- unni, án þess að það yrði áber- andi, að ég væri að skoða stúlkuna, en þó virtist mér hún vera á minu reki, snoturlega vaxin, og þar sem hún bar að- eins augngrimu, virtist mér hún lagleg, ef dæma mátti eft- ir neðri hluta andlitsins. Mér sýndist hún grönn, og aðeins fyrir neðan meðallag, hvað hæð snerti, en það gerði ekkert til, þvi ég var ekki ýkja hár sjálfur. Ég tók nú að hugsa um, á hvern hátt yrði best að ávarpa hana, þvi ekki þorði ég fyrir mitt litla lif að bjóða henni upp i dans, meðan ekki var fleira fólk á gólfinu. En mér hug- kvæmdist ekkert strax. Ég hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu, þvi það var daman sjálf, sem tók af mér ómakið. Eftir litla stund snéri hún sér að mér og sagði: „Afsakaðu, ekki geturðu sagt mér, hvað klukkan er?”” I 36. tbl. birtist smásagan „Þegar timinn lék á mig” eftir Einar Loga Einarsson. Margir höfðu gaman af þeirri sögu, og nú birtir Vikan aðra sögu eftir Einar Loga, „A grimudans- leik”, sem hefst á bls. 12. Til- vitnunin hér að ofan er tekin úr þeirri sögu. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti Ólafsson, Þórdís Árnadóttir. Otlits- teikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður ólafsdóttir. Ritstjórn, Auglýsingar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsár- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. Vikan 44. tbl. 36. árg. 31. okt. 1974 BLS. GREINAR 2 Gatsby hinn mikli, kynning á næstu framhaldssögu Vikunnar 4 Lénharður fógeti, sagt frá kvik- myndun sjónvarpsins í máli og myndum 15 Hollywood, kynning á nýstárlegri grein um Hollywood, sem birtist í næstu tveimur blöðum 16 Þjóðfélagið er gert fyrir smá- menni, síðari hluti greinar um Barböru Streisand 19 Hljóp 2000 km vegalengd til hús- bónda síns 24 Án þess að vera eintóna, sagt frá Eddukórnum 32 Er það kraftaverk eða loddara- mennska? grein um huglækning- ar SÓGUR: 12 Á grímudansleik, smásaga eftir Einar Loga Einarsson 20 Franski arfurinn, framhalds- saga, sjötti hluti 28 Zara og Zita, smásaga eftir Charles Birkin 34 Handan við skóginn, framhalds- saga, nítjándi hluti og sögulok YMISLEGT: 42 Eldhús Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit 44 Pilsaþytur, tfskuþáttur í umsjá Evu Vilhelmsdóttur 44.TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.