Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 16

Vikan - 20.02.1975, Blaðsíða 16
Morömál r' Agústar Jónssonar Ný skáldsaga eftir Jónas Guðmundsson 1. Kafli Sama og guð Agúst Jónsson bóndi vaknaöi snemma. Venjulega svaf hann lengi frameftir á morgnana á sumrin. Hann gekk ekki að hey- skap. Hann var á móti heyi. Agiist Jónsson bóndi vaknaöi snemma þennan morgun, sem var aö áliönu sumri, komið fram i átjándu viku sumars, og fólkiö var enn tíö heyskap. Hann var fjármaöur. Hey var aöeins handa kúnum, sem voru bæði liöstiröar og geldar, ef borið var saman við kviaæ rnar, sem gengu i smjör- blettum allt sumarið. Ágúst geröi þaö m.est fyrir konuna og hey- foröanefndina að heyja ofan í þessa stórgripi konunnar. Hann var á móti heyi. Fjármennskan var sérgrein hans i búskapnum. Hann stóö sjálfur yfir fé sínu á beit allan veturinn, berhálsaður og með enga vettlinga. Hann þurfti þvi engin hey og honum varö aldrei kalt. Á sumrin fylgdist hann með kv!aánum,sem voru mjólkaðar i færikvlum, ellegar inni, þvi hann vildi ekki láta blása um júgrin. Kviaær, sem hann skar á haustin lögðu sig á ekki minna en f jörutiu pund og skárust með fjórðung mör. Hann lét sitja hjá allt sumarið. t>að gekk á smjör- blettum einvörðungu. Sérgrein Agústs Jónssonar var vetrarbeit. Hann gaf fé sinu það sama og Guð gaf fuglunum á vetrin og sumrin. Annað ekki. Samt féll aldrei mikið hjá honum á vetrin, þegar veðrakalt var. Minna en hjá honum Guði, sem missti oft marga tittlinga i norðan. Heyforðanefndin hataði Agúst. Hún kom hvert haust og miðs- vetrar, til að spyrja um hey- foröana og til að skoöa féð og kúna. Hann var neyddur gegn vilja sinum til þess að eiga fyrn- ingar og hey handa heyforða- nefndinni, þvi hún trúði ekki á vetrarbeit og að sauðfé væri sama ætlandi og fuglum guðs. Agúst varð þvi að heyja hvert sumar handa forðagæzlunefnd- inni. Honum var illa við opinber afskipti af búskaparháttum manna. Ágúst bóndi vann aldrei við annað en sauðfé.Hann stóö yfir fé sinu allan veturinn, berhentur og berhálsaður. Hann lét það sama ganga yfir sig og sauðkindina. Um allt annað var Agúst Jóns- son venjulegur bóndi. Hann barði konuna sina sjaldan að ástæðu- lausu og sótti kirkju reglulega. Hann fann oft smjörbletti i kirkjuferðunum handa fénu. bennan morgun var bjart yfir himninum og hann var lagstur i hauststillur. Guö hafði sum sé gefist upp á vindsperringi sínum og vatnsveðri, og að dröslast með þessi þungu ský sin, si og æ, sem drógust eins og blautar húðir eftir jörðinni. Nú var búið með þaö og hann var lagstur I haust með stillum og bráðum kæmi frost og kartöflu- grösin eins og mykja á svarta moldina. Hann tók ekki upp kartöflur með fólkinu heldur. Hann var fjármaður og fjármenn ganga ekki til vinnu með börnum og stútungskellingum. Ágúst Jónsson var fremur lág- vaxinn og mjór um sig allan. Hann var sköllóttur og hvitur á húðina eins og mél. Hann haföi stóran barka og var liðasver. Sáust innyfli öll og liöamót vel gegnum hvita húðina, sem var eins og strengd á beinin. Mikið var af bláum hárum alstaðar á kroþpnum og skeggrótin var hvöss eins og rifjárn. Enniö var fremur lágt, þótt þaö næöi óslitið frá fjárglöggum augunum aftur á banakringlu, þvi hann var sköllóttur, Smá rönd af hársverði skildi milli höfuðs og búks, aftan frá séð, og það var eins og hann væri með svarta snöru um hálsinn, dags daglega. Hendur voru sterkar og krafs- góðar. Agúst Jónsson, bóndi, tók spariföt upp úr kistu. Heimalituð vaðmálsföt lituð meö sorta og blásteini. Hann tók lika skulda- bréf og peninga upp. Hann ætlaði i kaupstað og rukka inn fyrir jarðarpart og semja um vetrar- forða og sláturféð, sem hann ætlaði að skera i haust heimavið. Þetta gerði hann á hverju hausti, og var þá oft lengi fullur. 1 annan tima drakk hann ekki vin, nema þegar honum var boðið. Fé hans var eftirsótt hjá fjár^ kaupmönnum. Að þessu sinni ætlaði Agúst bóndi að taka son sinn með suður. Jón hafði ekki áður farið suður. Reykjavik var börnum á lfkum stað og himnarfki, þvi það skeði svo margt á himnum og i Reykjávik, sem ekki skeði i sveitinni. Jón hlakkaði þvi til ferðarinnar. Hann var þá sextán vetra. Ágúst bóndi hafði dregið i lengstu lög að taka Jón son sinn með suður. Hann átti svo margt ólært enn pilturinn og var tals- vert litið fjárglöggur. En nú var búið að nauða svo lengi i honum, að hann lét undan, þótt það væri á móti vilja hans. Agúst vildi ekki láta börn sin skemma fyrir sér fylliri. Agúst bjó sig vel af stað. Hann lagði á nokkra hesta og einn hest hafði hann undir smjöri og kæfu- belgjum.Hannvarvanur að gauka smérlúku að Hólmfriði systur sinni, en hjá henni lá hann við i kaupstaðarferðunum sinum. Lika var hann meö soðið sauðaket af bestu sort. Hann ætlaði að leggja ögn á borð með sér og syni sinum. Hann vildi ekki vera upp á neinn kominn. Farið i bogum Þeir komu á heiðina,þar sem landið hallaöist, einsog undir- staöa þess hefði bilað og það sigið niður á eitt horniö. Það voru fáir smjörblettir á heiðinni, en ilmsterk og bragö- mikil grös. Agúst kaus ekki að fara beint af augum niður undir Bringur, sem þó hefði legið beinast við. Hann blimskakkaði auguntim til kinda og þeir fóru í bogum yfir landið, svo Agúst bóndi gæti séð hvernig tvilembunum og ein- lembunum hefði heilsast i lang- vinnu sumarregninu. Honum var það ljóst, að dilkaframganga yrði Guði til lftils sóma þetta haustið. Þeir feðgar töluðu ekkert' saman á leiðinni. Agúst bóndi talaði ekki mikið við fullorðna og enn minna við börn sin. Helst var það þó áður en þau sjálf byrjuðu að tala, að hann ávarpaði þau, en slöan minna. Það var helst að hann talaði við ókunnuga um sauðfé og búfé almennt, en þó sem minnst. Það rumdi venjulega I honum einsog ormi eða dreka, þegar á hann var yrt heima fyrir, og eitt af þvi fyrsta sem börnin lærðu að skilja i mannamáli, var uml hans og rusk. Annað mál var það svo, ef eitthvað kom fyrir féð. Þá kjaftaöi á honum hver tuska. Þeir þögðu þvi á heiöinni, nema þegar Agúst sá til kinda. Sumt féð var orðiö spikað og stóö á blfstri það taldi Agúst mest vera vind i görnunum á fénu. Hélt Agúst þvi fram, að meö þessu væri Guð að reyna að villa sér og öðrum sýn. Svona feitt fé var að minnsta kosti ekki til upp á heiði eftir svona kalt sumar og úrkomusamt, það vissi hann upp á hár. Þetta hlaut að vera ullar- lagið, hugsaði hann með sér, en 16 VIKAN 8.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.