Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.02.1975, Side 18

Vikan - 20.02.1975, Side 18
Þeir héldu rakleitt vestur I HiiOarhúsatorfu, þar sem Hölmfriöur bjó. mmm. i v \ WÉ'- ■ þegar hann sá öll þessi hús, sem stóöu I forinni, einsog þau væru á floti. Strákatorfa geröi þeim sókn og smávaxnir menn æptu á þá: — Sko sveitamennina. Er þaö nú útgangur, og svo grettu þeir sig á þá uppi á klárunum. — Þetta eru götustrákar og rófudorrar, sagöi Ágúst til skýringar. Þeir eru ekkert nema kjafturinn og nú fór aftur aö rymja i Agústi einsog ormi, eöa dreka. Jón sagöi ekkert eftir þaö. Hólmfríöur var úti á reit, þvi fiskurinn var ekki allur oröinn þurr. Þaö seinasta færi meö haustskipinu, sem átti aö koma fullt af salti sunnan frá Krit.Hún tók þeim vel þegar hún kom heim og sagöi margt viö Jón fyrir siöasakir, en hún haföi ekki séö hann fyrr og hún horföi ástúö- lega á alla smérbögglana, og á alla kæfuna, sem var einsog sápa á bragöiö. — Þetta er nú alveg óþarfi, sagöi hún látlætislega. Þú mátt ekki bera þaö á fólk, Agúst Jóns- son, sem þaö fær ekki risiö undir, en svo setti hún könnuna yfir, því þeir hlutu aö vera kaffiþyrstir, og þeir fóru aö koma fyrir hestunum vestur i Miö-Seli. Þar uröu þeir aö vera, meöan þeir Agúst og sonur hans væru i bænum. Inni i bænum var steinoliulykt af uppkvéikjunni. Jóni fannst steinoliulyktin góö fýla og hann stakk oft nefinu I sponsiö á olíu- brúsanum heima I Slagfálka. Þaö logaöi glatt I eldavélinni, þegar þeir komu aftur frá hestunum og hún haföi sett þeim upp saltfisk og nýuppteknar kartöflur. Agúst geröi sér erindi upp i bæinn til aö spyrja um mann, meöan suðan var að koma upp og hann kom fljótt aftur með sléttu- bönd á vörum og hann talaði eftir þaö mestan part i hringhendum og aldýrum kveðskap. Jón fékk ekki dropa af brennivini og Hólmfriöur lést ekki sjá hvaö bróöir hennar hafði komist yfir i kunningjaheimsókninni. Svona haföi þetta endurtekiö sig ár eftir ár, svo lengi sem hún mundi. Þetta var einsog skrifaö stykki, sem fara varö eftir ár eftir ár, án breytinga, og varð ekki hróflaö viö, án eftirmála, fremur en draga mætti úr flughraöa fuglanna. Hólmfrföur bjó ein. Maöurinn hennar hafði brugöiö sér niöur á botn I Faxaflóa út af skútu og var ekki kominn til hennar aftur. Tvö börn voru flogin og breiddu nú fisk suöur i Garöi og komu ekki inneftir nema á stórhátiðum. Hólmfriöur drakk ekki, en þekkti verkstjóra i Milljónafélaginu. Jón var hlédrægur og haföi óvföa komiö. Honum ofbauö finirliö i Hliöarhúsum. Heklaður dúkur á boröinu og sjaldhafnar- munir og myndir voru útum allt. Lika danskar bækur. I þeim var mikiö drukkiö kaffi, sagöi Hólm- friöur frænka hans, eftir konu sem las dönsku. Ágúst Jónsson lék nú viö hvern sinn fingur.Hann kunni vel viö sig I kaupstað. Honum fannst gott aö vera hýr af vini, eftir and- skotans sláttinn, sem fór á sinniö. Hann slangraöi um göturnar, öslaöi forina og æpti á stráka. Jón sagði hinsvegar fátt og augu hans voru ennþá stór. Honum fannst ef til vill aö Reykjavik væri þrátt fyrir allt betri á kortum, en i raunveru- leikanum. Kannske væri himna- riki þá heldur ekki eins gott og á biblfumyndunum heima. Svo haföi hann lika áhyggjur af götu- strákunum og af honum pabba sinum og honum fannst fatasniöiö i sveitinni nú allt i einu vont, þegar hann geröi sér grein fyrir þvi, aö menn geröu aðsúg, aö fólki i heimalituöum fötum. Þeir sváfu saman undir stórri sæng.sem lyktaöi af fjaöraollu og kalki. -Ef þt5 bætir þúsund krónum við matar- peningana, þá höfum við ráð á að skilja næsta ár.' UR EIK , TEAK OC PALESANDER STOFUNNI SKIFF Hiisgagnaverslun sf Reykjavíkur hi. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 18 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.