Vikan

Issue

Vikan - 20.02.1975, Page 25

Vikan - 20.02.1975, Page 25
ina. „Við námum staðar — Strindberg lagöi hendina á hand- legginn á mér og leit inn i garð- ínn. Þá sá hann eplatré, sem haföi blómstrað viö hitann af eldinum. Það stóð þarna eins og opinberun innan um öskuna og eyðilegging- una.” Þessi atburður varð til þess, að Strindberg tók að skrifa leikrit sitt Branda Tomtén (Brunarúst- in), sem sýnt verður i sjónvarp- inu á sunnudagskvöldið. Af dag- bók Strindbergs má ráöa, að hann hóf að skrifa leikritið i janúar 1907 og kallaði það þá Varldsvaversk- an. Hann lauk við samningu leik- ritsins i byrjun mars. Leikritið var fyrst sýnt i Intima Teatren 5. desember 1907 og fékk ákaflega slæma dóma gagnrýn- enda. Þá var það aðeins sýnt sjö sinnum. 25 ár liðu, áður en leikritið var metið að verðleikum, en það gerðist ekki fyrr en það var flutt i útvarp i desember 1933. I janúar 1946 setti Olof Moland- er leikritið á svið i Stokkhólmi. Þá skrifaði leiklistargagnrýnandinn Sten af Geijerstamm §vo um sýn- inguna : „Við vissum það fyrir, að Molander er lagið að finna ljóð- rænuna bak við mannfyrirlitning- una. En aðhægt væri að vekja ká- tinu meðal áhorfenda á Strind- bergsýningu, gat engan grunað fyrir....” Siðan hefur leikritið verið sýnt viða um heim, og þykir ekki gefa öðrum leikritum Strindbergs neitt eftir. Norrtullsgatan 14 var i norður- hlutaStokkhólms og þar i grennd- inni var kráin Sista Spiken, þar sem likvagnaeklarnir fengu sér ölkrús á leiðinni úr kirkjugarðin- um, og áður fyrr var siður, að dauðadæmdir menn fengu þar siöustu hressinguna á leið til af- tökustaðarins. Stokkhólmur eins og borginni er lýst i leikriti Strindbergs, er Stokkhólmur aldamótanna, Stokkhólmur bernsku- og æskuára skáldsins sjálfs. 1 leikritinu er lýst heim- komu svia nokkurs eftir þrjátiu ára dvöl vestan hafs. Þegær hann kemur heim, er bernskuheimili hans brunnið til grunna. Hann reikar um æskustöðvamar og minningarnar flykkjast að hon- um. Hann hittir bróður sinn, litar- ann Rudolf Valström, málara, steinhöggvara, stúdent og fleiri, sem hafa ýmist átt heima i húsinu sjálfu, eða búa i nágrenninu. Þennan efnivið notar Strindberg til þess að sýna Stokkhólm aldamót- anna og lif smáborgaranna þar. í samtölum sinum kemst sá heim- komni að þvi, að brunna húsið hefur verið griðastaður afbrota- manna og skúrka. I þessu leikriti Strindbergs nýtur kaldhæðni hans sin ákaflega vel — á stundum er hann næstum gamansamur. Með helstu hlutverk I sýningu sjónvarpsins á Brunarústinni fara Erland Jospehson (eigin- Strindbergsleikritiö á sunnudagskvöldiö. maöurinn I hjónabandsþáttum Bergmans), sem leikur Arvid Valström, þann heimkomna, Jan- Erik Lindqvist leikur Rudolf Val- ström bróður hans, Ulla Blom- strand leikur konu Rudolfs, og með önnur hlutverk fara þau Ar- thur Fischer, Marta Ternstedt, Bengt Eklund, Brittlouise Till- bom og fleiri. Leikstjóri er Hakan Ersgard. John Wayne I ham. Laugardagsmynd sjónvarpsins heitir Leitarmenn og er banda- risk frá árinu 1956. í henni segir frá leit Johns Wayne og fleiri kappa að beljuþjófum, og eins og að lfkum lætur eru indjánar vald- ir að hvarfi kvikfjárins. út úr öllu saman verða náttúrlega bar- dagar og heilmikill hasar. Meðal þeirra, sem drepnir eru i mynd- inni, er Debbie Edwards, sem Natalie Wood leikur. Meðal ann- arra leikara eru Jeffrey Hunter, Vera Milés og Ward Bond. Lifand túndra Fimmti og næstsiðasti þáttur fræðslumyndaflokksins Lifandi veröld, verður sýndur á föstu- dagskvöldið, og heitir hann Lif- andi túndra. Þar er sagt frá túndrunni i Alaska, þar sem allt erhulið snjó á vetrum, og kuldinn er svo mikill, að fátt lifir veturinn af. En þegar vorar, breytist allt, ísinn bráðnarog tundran logar af blómaskrúði. Auk þess er dýralif- ið ótrúlega fjölskrúðugt. Höfund- ur þessa þáttar er Hugh Falkus. Alison Fiske scm Helen i nýjum framhaldstnynduflokki, sem hefur göngu sina á þriöjudagskvöldiö. 8.TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.