Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.02.1975, Side 29

Vikan - 20.02.1975, Side 29
Greinar um stjörnufræöi. Birgir Bjarnason tók saman. Innan sjónhrings, sem er b milljónir ljósára i þvermál, eru 20 stjörnuhvelfingar utan Vetrar- brautarinnar tiltölulega nálægt henni. Þessi hópur er hér kallaöur Staöarhópurinn. Aöeins Vetrar- brautin, Andrómeda og Þrihyrn- ingshvelfing.in M33 eru stórar hvelfingar innan hans. Slika hópa mynda stjörnuhvelfingar I geimnum, og er Staöarhópurinn litill, en oftast eru þeir litlir. Til eru stærri hópar meö allt aö þús- und hvelfingum eöa meira. Séu yfir 50 hvelfingar saman, er talaö um stóran hóp. Menn hafa giskaö á, aö til séu hópar hópa, þar sem e.t.v. allt að 100 hópar stjörnuhvelfinga halda saman i geimrúminu. Slikir hóp- ar gætu dreifst yfir 100 milljóna ljósára svæöi. E.t.v. er Staöar- hópurinn i yfirhóp, sem þekur 40 milljóna ljósára svæöi. Allar þær hvelfingar, sem viö sjáum utan Staöarhópsins, eru aö fjarlægjast okkur, þaö er hægt aö sjá af litrófi hvelfinganna. Þetta skulum viö skýra út frá sól okkar. Hvítur geisli kemur frá sólinni. Hann er hægt aö „brjóta” niöur i liti — svokallaö litróf — meö gleri sem er þristrent. Þegar litrófiö er kannaö, sjást dökkar þverrákir i þvi. Þær stafa frá atómum i yfir- boröi sólar. Auövelt er aö sjá, hvort þessar rákir eru t.d. frá kalsiumatómum og einnig, hvort þær séu á réttum staö I litrófinu. Ef rákirnar eru nær rauöa enda litrófsins en þeim er eiginlegt — þetta heitir rauövik — er þaö vegna þess, aö bylgjumar (geisl- amir) hafa lengst, en þaö þýöir aftur, aö fyrirbæriö, sem geisl- arnir koma frá, er aö fjarlægjast okkur. Þvi lengra sem rákimar eru I átt aðrauöu, þvi hraöar f jar- lægist fyrirbæriö. Þannig er þetta meö stjörnuhvelfingarnar. Þvi daufari sem þær eru, þvi meira er rauövikið, og þvi hraöar fara þær frá okkur. Hinn sýnilegi alheimur er þvi aö þenjast út, fjarlægöin milli allra stjörnuhvelfinganna er stöð- ugt aö aukast. Hugsanlegir athug- endur i hvaöa hvelfingu sem er mundu sjá hiö sama og viö. 1 öll- um áttum væru stjörnuhvelfingar aö fjarlægjast. Þetta er hægt aö sjá meö þvi aö setja punkta á slitna teygju. Punktarnir tákna stjörnuhvelfingar. Þegar teygjan er teygð, fjarlægjast allir punkt- amir hvem einstakan punkt, og þvi hraöar sem þeir eru lengra frá honum. Stjörnuhvelfing, sem er i 50 milljón ljósára fjarlægð frá okk- ur, fjarlægist meö nálægt 1150 km á sekúndu, en hvelfing, sem er I 100 milljón ljósára fjarlægö, f jar- lægist með tvöföldum þeim hraöa, 2300 km á sekúndu. Fyrir hver milljón ljósár reynist rétt að margfalda meö tölu nálægt 23 km/sek. Fjarlægasti hópur hvelfinga er i 5000 milljón ljósára fjarlægð, og hann fjarlægist okkur meö nálægt hálfum ljóshraöa. Einu fyrirbær- in, sem menn sjá fjarlægari, eru dulstirni, sem áöur var á minnst. Ariö 1971 var dulstirniö OH471 uppgötvaö. Tveimur árum seinna var hægt aö birta þaö, sem stjörnufræöingar túlkuöu út frá litrófi þess. Dulstirniö reyndist veta I 12000 milljón ljósára fjar- lægö og fjarlægist okkur meö 90% ljóshraðans. Þetta fyrirbæri er hiö fjarlægasta, sem menn veröa varir við úti i geimnum — og þaö sem meira er — ekki er hægt aö sjá öllu lengra. Sé afstæöiskenn- ingin rétt, veröur aldrei hægt aö sjá stjörnuhvelfingar, sem fjar- lægjast okkur meö miklu meiri hraöa, þvi, er þær ná ljóshraða, mun ljósiö frá þeim aldrei ná til okkar. Menn tala þvi um alheims- legan sjóndeildarhring, sem markast af fráhvarfshraöa stjörnuhvelfinga!* Handan hans eru án efa stjörnuhvelfingar, ómælanlegt geimrúm, sem ekki veröur komist aö meö neinu móti. Hér viröast þvi vera mörk, sem tækni mannsins mun ekki geta yfirstigiö. En hinn spyrjandi hug- ur mannsins mun ekki stöövast viö þessi mörk frekar en önnur. Hvaö er handan þess, sem viö veröum vör viö? Kauövik nokkurra stjörnuhvela. T.v. eru stjörnuhvelfingarnar, en t.h. litróf þeirra. Þvi lengra sem fyrirbæriö er úti i geimnum, þvi hraöar fer þaö frá okkur. — En vill svo vel til, aö þið megiö lána viögeröarmenn? spuröi Stanley. Viögeröarmaöurinn, sem Stanley fékk lánaöan, var stráklingur, vart meira en 18 ára. Hann kom með felgulykil og talaöi stanslaust um veöriö. Þegar þeir voru loksins búnir aö skipta um dekk var klukkan oröin hálf sjö svo hann komst ekki á járnbrautarstöðina fyrr en rétt fyrir sjö. Lára heilsaöi honum kuldalega. Hún var þögul á heimleiðinni, þrátt fyrir útskýringar hans, en þegar þau voru farin aö skála i kampavini heima bliðkaöist hún talsvert. — Svolitil heimkomuhátiö, sagöi Stanley til skýringar. Ég er búinn aö panta bita frá nýja veitingahúsinu I Mount Terrace. Stanley hélt áfram aö mala, og hann gat ekkert gert aö þvi. Eftir svona dag voru taugar hans I einni flækju: — Þetta er svolitiö likt „máltiöum á hjólum”, sem gamlir og sjúkir geta fengiö, en þeir nota portvin I sósuna. Stanley var ekki verulega ánægöur meö útskýringar sinar, en hann vissi, að þetta myndi allt lagast, þegar hann heföi fært henni kjólinn. — Þetta hljómar vel, sagöi Lára. — En hvernig hafa kisurnar þaö? — Eins og ávallt. En aumingja Latur gamli er aö hlaupa i spik. — Hvenær borðum viö? Hef ég tima til aö skipta um föt, spuröi Lára. Stanley leit á sjálfan sig — á buxurnar og peysuna. — Hvers vegna viltu fara aö skipta um föt? — Mér finnst ómögulegt aö drekka kampavin, nema ég sé uppáklædd. Maöurinn frá veitingahúsinu kom, meðan hún var enn uppi á lofti. Stanley lagöi á boröiö, lokaöi siöan dyrunum inn i boröstofuna vandlega, svo Latur gamli kæmist ekki inn og fór upp á loft til aö segja Láru fréttirnar. Hann sá aö hún var komin i gljáandi grænan kjól, alveg eins og þann, sem hann hafði keypt handa henni. Hún brosti til hans þegar hann kom nær. — Hvernig finnst þér? sagöi hún. — Mömmu fannst ég eiga skiliö að fá smágjöf eftir hvernig þú varst búinn að haga þér viö mig Stanley átti erfitt, meðan þau voru aö boröa. — Þú ert óvenju þögull, sagöi Lára. Sannleikurinn er sagna bestur, hugsaöi hann, þvi þaö er hugar- fariösem skiptir máli. — Þetta er skrýtiö... sagði hann. - Hvaö? — Þetta meö kjólinn. Lára leit niöur á kjólinn: — Hvaö meö hann? — Þaö var nefnilega svoleiöis, aö mig langaði til aö gefa þér einhverja ... einhverja fallega heimkomugjöf, og hvaö helduröu, aö ég hafi keypt? — Kjól, nákvæmlega eins og þennan og bleikt undirfatasett viö. Stanley deplaöi augunum. — Hvernig vissiröu þaö? — Latur gamli visaöi mér á þetta. Þú veist, hvaö hann er alltaf vitlaus i bréfpoka. Hann fór auövitaö beint inn I pokann, sem var á gólfinu i fataskápnum. — Hún þagöi andartak, en hélt svo áfram: — Mér fannst hann svo fallegur, þegar ég mátaði hann. — Ég hélt þú heföir sagt, aö mamma þin heföi keypt hann handa þér. Lára brostf: — Ég sagöi, aö hún heföi keypt handa mér gjöf. Þessa nælu — og hún benti á næluna I barminum. Brosið breikkaöi enn, þegar hún bætti viö: — Aö hugsa sér, aö þér skyldi detta I hug, að mamma heföi gefiö mér kjól. 8. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.