Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 3
Tvisvar sinnum hefur Marion Storlökk- en, tuttugu og tveggja ára norsk stúlka, „gengið meðbarn”. Tvisvar sinnum hef- ur hún farið á f æðingardeiidina til þess að ala barnið, en þá hefur komið i ljós, að hún gekk ekki með neitt barn. — Þegar læknirinn staöfesti þann grun minn, aö ég væri meö barni, fann ég ekki til minnsta leiöa, segir Marion. Viö Per Arne vorum bæöi yfir okkur hamingjusöm. Viö hlökkuöum bæöi til þess aö eignast barniö, þó aö ættingjar okkar væru ekki mjög hrifnir af þvi, vegna þess hve ung viö vorum. Vegna þess hve Marion var ung, uröu þau Per Arne aö sækja um leyfi til aö gifta sig, áöur en von var á barninu — Viö héldum kirkjubrúökaup I mai 1968. Þá var ég komin rúma þrjá mánuöi á leiö. Viö fluttum til tengdaforeldra minna hér I Enger. Viö vorum yfir okkur hamingjusöm. Það var langt siöan mig fór aö langa til þess að eignast barn. Marion sýndi öll einkenni þess, aö hún væri barnshafandi. Henni leiö illa á morgnana. Hún hætti aö hafa á klæðum. Hún þyngdist, meira aö segja allt of mikið, að þvi er læknunum fannst. Hún bætti viö sig 22 kilóum, þyngdist úr 51 kilói i 73. — Og svo fékk ég lika þá hræöi- legu áráttu aö háma stööugt i mig kartöflumél. Hún fór I læknisskoðun einu sinni I mánuöi, og allt virtist vera meö felldu. Reiknað var meö, aö fæöingin yröi 25. október. • — Læknirinn sagðist meira að segja heyra fósturhljóö, segir Marion. Aö kvöldi hins 24. október fór Marion aö finna fyrir lasleika. Hún hringdi til ljósmóðurinnar, sem sagöi henni að fara þegar i staö á fæöingardeildina i Gjövik. Marion varö þess brátt áskynja, aö eitthvað var ekki i lagi. — Fyrst heyröi ég, að læknarnir héldu, að barnið væri dáiö. Svo var mér sagt, aö ég gengi ekki með barn. Ég var skoðuö nákvæmlega, en það fannst ekkert fóstur. í fyrstu var ég yfir mig döpur og eyöilögö út af þessu, og Per Arne var eins fariö. En svo fór ég að skammast min hræöilega. Hvaö myndi fjöl- skyldan segja? Ætli foreldrar Pers Arne héldu ekki, aö ég hefði gabbaö þau? Viö höföum gift okkur vegna þess aö ég var meö barni. — Ég fékk aldrei neina skýringu á þvi, hvaö haföi komiö fyrir. Læknarnir vildu ekki segja : neitt, ekki heldur þegar móöir min gekk mjög hart ab þeim. Þetta varö til þess, aö ég fór aö Imynda mér alls konar vitleysu eins og til dæmis, aö ég væri meö krabbamein. — Ég gaf öll barnafötin. En mig langaöi enn til þess að eignast barn. Læknarnir höföu ekki sagt, að ég gæti ekki eignast barn, þótt þeir vildu ekki fullyröa, að ég gæti það. Smám saman jafnaði Marion sig á þvi, sem kómið haföi fyrir hana. Og enn dreymdi hana um að verða móðir. En þaö var ekki fyrr en i janúar árið 1973, að hún taldi sig oröna vanfæra aftur. Marion og Per Arne bjuggu þá i Osló, en voru aö byggja sér húsiö i Enger. Marion hafði ágæta vinnu i verksmiðju og fékk 2000 krónur norskar I laun á mánuði. — Ég vissi ekki, hvort ég átti að þora aö trúa þessu, segir Marion, þvi aö ég hafði orðið fyrir svo miklum vonbrigðum i fyrra sinniö. En allt benti til þess, að ég væri með barni. Ég hætti aö hafa á klæðum, og ég byrjaði aö þyngjast. Læknir nokkur i Osló staöfesti grun Marion. Barnið átti að fæöast 20. september. Marion sagöi lækninum frá fyrri reynslu sinni, en hann fullvissaöi hana um, aö allt yrði i lagi i þetta sinn. Fyrstu mánúðina fór Marion i læknisskoðun einu sinni i mánuði. Þegar leið á „meðgöngutimann” fór hún i læknisskoðun hálfs- mánaöarlega og siðasta mánuð- inn vikulega. Læknirinn sá aldrei neitt athugavert viö þungunina. En Marion var óróleg. — Við Per Arne töluðum um óróleika okkar, þvi að ég gat stundum ekki sofið fyrir kviða. Ég var svo hrædd um, að þetta færi eins og i fyrra sinniö. En i hvert skipti, sem ég kom heim úr læknisskoðuninni, var ég ánægð og glöð. Ég hugsaði með mér, aö tveir læknar gætu ekki gert sömu skyssuna. Lækninum fannst Marion þyngjast fullmikið og ráðlagði henni að borða minna. Hún þyngdist um 17 kiló. — Þó borðaði ég sist meira en ég er vön, segir Marion. Um leiö og Marion vænti sin, átti systir Pers Arne einnig von á barni. 011 fjölskyldan hlakkaði til þess aö taka á móti þessum tveimur börnum. — Viö Per Arne bjuggum allt undir komu barnsins. Stundum þreifuðum við á kviönum á mér og fundum sparkið. Þá vorum við ekki lengur i neinum vafa. A sjöunda mánuði „meögöngutimans” fékk Marion skyndilega blæðingu. Hún varö hrædd og var lögö inn á sjúkrahús, þar sem hún gekkst undir nákvæma rannsókn. 1 fyrstu óttubust læknarnir, að fæöingin væri aö hefjast, en blæöingarnar stöövuðust af sjálfu sér. Marion var sagt aö allt væri i lagi og fósturhljóðin heyröust ennþá. — Um leið var mér sagt, aö engin hætta væri á þvi, að fæðinguna bæri of brátt að, þvi að höfuðiö sæti svo ofarlega. En mér var sagt, aö ég skyldi fara mér hægt við vinnu. Marion haföi fyrir löngu ákveöiö aö hætta að vinna 1. september, en hún kvaddi vinnufélaga sina svolitið fyrr. Marion fór heim til Enger, þar sem hún lagði siðustu hönd á að búa heimilið undir komu barnsins. Siöustu daga „meö- göngutimans” var Marion máttfarin og hafði höfuðverk. Hún fór fjóra daga fram yfir timann. 24. september fékk hún miklar blæöingar og var þegar flutt á sjúkrahús I Osló. — Ég var ekki mjög óróleg, segir Marion. Ég veit, að stundum byrja blæðingar fyrir fæöingu, og ég taldi vist, aö fæöingin gengi vel. — Ég var rannsökuð vandlega. Svo voru mér sögö tiöindin. Læknir nokkur sagöi mér eins varfærnislega og hann gat, aö ég gengi ekki meö barn. Þaö haföi gerst aftur! Marion brá hræðilega við, hún hringdi strax til Pers Arne, sem kom að vörmu spori. En enginn gat huggað hana. — Ég varö að taka róandi lyf 1 þrjár vikur á eftir. Ég þoldi meö engu móti spurningar hinna sjúklinganna um, hvað að mér gengi og hvað heföi komið fyrir. Verst átti ég þó meö aö heyra stöðugt barnsgrátinn á fæöingar- deildinni. Ég lá i rúminu og hugsaði um, hvaö fjölskylda min segði. Og nágrannarnir, Það var eins og ég hefði verið aö draga dár aö öllum. Þaö var hræöílegt. Engin áreibanleg skýring hefur fundist á þvi, hvað raunverulega gengur aö Marion. Einna helst hallast læknarnir að þvi, að hún hafi fengiö groesse nerveuse, eða falska þungun. Sá sjúkdómur kemur einstaka sinnum fram hjá konum og einkum þeim, sem aldrei hafa eignast barn. Innan skamms mun Marion gangast undir nákvæma rannsókn lækna, sem ætla að reyna að komast að þvi, hvaö raunverulega veldur þessum einkennilega sjúkdómi hennar og hvort hægt sé aö hjálpa henni til að eignast barn á eöli- legan hátt. Reynið Clynol shampoo & Clynol hámæringu eftir shampoo AFTER SHAMPOO CONDTlOrí Bf dynd i»gr IEMON HERBAl MEDCATED SHAMPOO SHAMPOO SHAMPOO KOR DRY + fOR FOR GREASi ÍAMAGED SANDRUff HAIR HAIR Bi BY dund dynd CSor dynd tSgr GUÐIvlUIM DSSON IMPORT- EXPORT Bankastræti14 RO.Box1143 Reykjavik lceland Tel:.(96)10485 Cr 20695 iaTBLVIKAN3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.