Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 44

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 44
NYR KJÓLL Nú eru þorrablótin af- staðin, árshátiðarnar i algleymingi, og fyrir dyrum standa páskar og fermingarnar með öllu sinu tilstandi. Flestir vilja vist skarta þvi besta, sem þeir eiga við þessi tækifæri — en stundum finnst kven- fólkinu blessuðu litið spennandi að fara i sömu fötunum i hvert samkvæmið á fætur öðru. Pyngjan leyfir sjaldan nýjan kjól fyrir hvert ball, og þvi er um að gera að virkja hug- myndaflugið. Sami kjóllinn getur tekið á sig ýmsar myndir, eftir þvi hvað notað er við hann. Ný næla, hálsmen, eyrnalokkar, sjal, belti, sokkar eða skór, svo eitthvað sé nefnt, geta gefið kjólnum alveg nýjan svip, og ný snyrting, hárgreiðsla eða skraut i hár geta hresst ótrúlega mikið upp á sálartetrið. Og svarta, slétta kjólinn má endalaust endurnýja með blússum og skart- gripum. Myndirnar hér á opn- unni minna á ýmislegt, sem hægt er að gera til að lifga upp á fötin og sjálfan sig og ættu að geta orðið kveikja að fleiri hugmyndum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.