Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 28
sonur mannsins mins og eina nána skyldmenniö sem hann á, sl&an mó&ir þln dó. En I alvöru talaö, Michael, þá finnst mér þú hafa fullmikil afskipti af starfi Hjálmars og þau ekki til aö hvetja hann. En þú veist eflaust, a& hann hefur alltaf þurft tals- veröa uppörvun. Michael var staöinn upp og farinn aö ganga um gólf. — Ég veit, aö samkvæmt þínum skilningi er ég hér eins og hver annar slæpingi eða auönu- leysingi, sem hefur ruðst inn á þittheimili I þinni óþökk og þér til ahgurs. Er þetta ekki satt? Matthildur svaraði ekki. — Þú sagöir áöan, að ég hefði ekkert takmark, ekkert til aö keppa aö, að lif mitt væri tilgangslaust. En svo er þó alls ekki. Ég á mér stóra drauma og miklar hugsjónir, og ég er alltaf a& færast nær og nær þvi tak- marki, sem ég hef sett mér. — Mér sýnist það lika, með þessu áframhaldi verður þú kominn niöur úr gólfteppinu á morgun. Michael stansaði og settist viö hliö Matthildar. — Hvaða tilgang hefur þitt lif, og aö hvaða marki stefnir þú? — Ég er eiginkona og hús- móöir, ég tek þátt i félags- starfinu, samkvæmislifinu og margt fleira. Ég hef heimili að hugsa um, ég hef áhuga á starfi mannsins mins og vil vinna aö þvi aö hann komist áfram. — — Með öörum oröum, að hann verði rá&herra, borgarstjóri eöa eitthvaö álika og þú veröir embættismannsfrú. En þú gleymir þvi, min kæra Matt- hildur, aö Hjálmar er alls ekki fær um þaö, sem þú ætlar honum. Sýndarmennskan og sjálfsblekk- ingin, sem þú og bróðir þinn eruð svo illa haldin af, er á góðum vegi ab eyðileggja hann lika, og þá er illa farið. — — En nú ert þú kominn eins og frelsandi engill honum til bjargar? — Ekki honum, heldur þér. Tilgangur minn og metnaður i lifinu er aö bjarga þér frá sjálfri þér. — — Foröa mér frá þvi að verða ráöherrafrú? — Já, meðal annars þvi. En um leiö ætla ég aö gefa þér sjálfa þig, svo aö þú getir öölast hamingju I llfinu. — Mér þykir þú vera gjöfull. Michael varö alvarlegur og horföi fast á Matthildi. — Ef þú ert hreinskilin viö sjálfa þig, þá veistu, hve lif þitt hefur verið innihaldslaust og fánýtt. Hvers viröi er þér allt þaö, sem þú hefur I kringum þig? — Heimili mitt, sem ég hef búiö og prýtt eftir minum smekk, hirt um og annast, maöurinn, ættmenni min og kunningjar, auövitaö er þetta allt mér mikils viröi. — Þú heldur, aö þér sé þaö eitt- hvaö, en þaö er þaö ekki. Þú elskar ekki manninn þinn, hann er þér aöeins möguleiki til aö komast hærra I þjóöfélags- stigann, hærra en þú kemst ein, vegna þess aö þú ert kona. En þvi miöur er ekki svo meö hann, þvi hann dáir þig og virðir. Þú og bró&ir þinn hafiö notaö hann á samviskulausan hátt ykkur til framdráttar. — Ég vissi fyrr en nú, aö þú ert ósvifinn og ófyrirleitinn, en þetta er meira en ég get þolab. Michael greip fram I fyrir henni. — Þú skalt veröa aö hlusta á mig, hvort sem þér likar það betur eöa verr. Hún reyndi aö risa á fætur, en hann hélt henni fastri, svo aö hún gat sig hvergi hrært. Hann hélt áfram. — Matthildur, séröu ekki, aö allt þetta er einskis viröi? Hann bandaöi hendi viö ríkmannlega búinni stofunni. — Um þetta og þviumlikt hefur hugur þinn snúist undanfarin ár. Þú vilt vera betur klædd en aðrar konur, eiga fegurri skartgripi en þær, en hefur þú nokkuö til brunns aö bera, sem þær hafa ekki? Nei, ekki neitt, ekki agnar vitund. Þú og ég erum aðeins venjulegar manneskjur og veröum aldrei meira, þó a& viö lifum i tilbúnum draumahéimi — Matthildur sat lengi þögul og bæröi ekki á sér. Loks leit hún upp og I augu Michaels. — Michael, þú hefur sigrað. — Ég hef lika tapað, Matthildur. — Hann lagði hand- legginn um heröar hennar.. — Þú, Matthildur, hefur sigraö mig. — Hún brosti til hans og lagði handleggina um hálsinn á honum. Jóhann stundi og leit tii mágs sins. — Mér list ekkert á þetta. — Já, það er eðlilegt, viö töpum örugglega miklu fylgi. Hjálmar dæsti. Þeir sátu lengi þögulir, úns Hjálmar sagði. — Og nú er fundurinn I kvöld. Hefuröu fengiö einhverja til að skemmta? — Já, þaö held ég nú, bestu skemmtikrafta, sem völ er á. Ef þaö hrifur ekki, þá er ég illa - svikinn. Kemur Matthildur annars ekki á fundinn? — Já, þau koma bæöi, Michael og hún. Hjálmar þagnaöi snögglega, eins og hann heföi ætlað að segja eitthvaö meira, en hætt viö. Þeir horfðust i augu, en hvorugur sagöi orö góða stund. Þeir hrukku viö, þegar siminn hringdi. Hjálmar tók upp tólið, en Jóhann fór fram til systur sinnar. Ég laumaöist með húsbónda minum á fundinn um kvöldiö og kom mér fyrir undir ræðustólnum Salurinn, sem þeir höföu til umráða, var stór og glæsilega skreyttur meö fánum og blómum. Fundurinn átti aö hef jast klukkan niu, en hálf átta var búið aö opna húsiö og koma söfnunarbaukum fyrir hér og þar I anddyrinu og göngum. Starfsmenn Framfara- flokksins gengu fram og aftur, upp á búnir og háti&legir á svipinn. Jóhann var órólegur og taugaóstyrkur, enda átti hann aö flytja a&alræ&una, Hjálmar var fundarstjóri. Klukkan var ekki oröin niu, þegar salurinn var fullsetinn og vel þaö. A slaginu niu reis Siúsbóndi minn upp, hann var ölur og ákaflega alvarlegur, þegarhann gekk aö ræöustólnum. — Heiöruöu fundargestir, mér er ánægja aö bjó&a ykkur öll vel- komin til þessarar samkomu, og vil ég nú kynna ykkur dagskrá kvöldsins. Fyrst heyrum viö og sjáum söngflokkinn „Þrir á toppi”, þá eru stutt ávörp og kveöjur, að þeim loknum skemmtir landskunnur grinisti og aö endingu flytur Jóhann Sveins- son forsætisráðherra ræöu kvöldsins, en á eftir henni verða frjálsar umræður. Og þá, góöir fundargestir, gefst ykkur tækifæri til aö láta 1 ykkur heyra. Ég segi samkomuna setta. Hann settist, ég fann, hve sveittur hann var og gat ekki annab en vorkennt honum. A meðan dagskráin snigla&ist áfram löturhægt, lét ég fara eins vel um mig og kostur var. Ég reyndi að hlusta á leiðin- legan söng og enn leiðinlegri ávörp og simskeytaupplesningu, — drottinn minn dýri, hvaö fólkið gat hrópaö og klappað, þaö er vist þetta, sem kallaö er múgsefjun. Liklega haföi Jóhann rétt fyrir sér I þvi, aö þetta myndi hrifa og máski afla þeim fylgis, Aumingja fólkiö, haföi guö ekki gefið þvi vott af skynsemi og raunsæi? Ég hrökk upp úr þessum hugleiðingum, þegar Jóhann for- maður hóf ræöu sina. Hann talaöi þindarlaust I meira en klukkutima. Þvilikt oröaflóö, þvilikur flutningur, hann ýmist nærri hvislaði eöa æpti, stóð stjarfur og fölur, i næstu andrá rauk hann upp og dansaði um sviöiö meö ræðustólinn I fanginu. Aheyrendur sátu höggdofa i sætum sinúm og héldu niðri i sér andanum. ööru hverju mátti þó heyra lágt andvarp eöa niöur- bælda stundu. Þaö var ekki um að villast, Jóhann hafði þessar vesa- lings fávisu sálir algerlega á valdi sinu. Nei, ekki allar, ekki tvær á fremsta bekk, þau Michael og Matthildi, þau ein voru ósnortin meö öllu. Þegar ræöunni loksins lauk, varö dauðaþögn i salnum, loftiö var óhugnanlega kyrrt og þrungiö rafmagnaðri spennu. Allir sátu grafkyrrir, hver dráttur á andlitum áheyrenda var sem stirönaöur. Þegar litiö var yfir salinn, mátti ætla, aö i sætunum væru liflausar brúöur meö gler- haus og búkinn uppstoppaðan meö hálmi. Allt i einu var kyrröin rofin, óvænt og harkalega, brúöurnar sátu enn sem fyrr kyrrar i sætum sinum allt of kyrrar til þess aö þær gætu verið lifandi, hvaö þá aö glerhausarnir gætu hugsaö, þær sátu, störöu og biðu. Ábur en ég vissi af var Michael kominn i ræöustólinn. Ég fann, hvernig hver einasti vöövi I likama húsbónda mins þandist, og hann titraði allur frá hvirfli til ilja. Andlitiö var óhugnanlega fölt, og augun stóöu á stilkum. Michael tók til máls. — Aheyrendur, þiö hafiö heyrt ræðu flutta af snilld, snilld og kunnáttu, þiö hafiö hrifist af þvi, sem þið hafið heyrt, en hvaö hafiö þiö heyrt? Minna en ekki neitt, aðeins orö, innantóm og merkingarlaus orö. En þau voru sögö af vönum og góöum ræöumanni, sem er vanur aö tala og vanur aö blekkja. Trúið_ þiö þvl, aö þessi maöur beri hag ykkar svo fyrir brjósti, sem hann lætur? Nei, hann talar aöeins svo fagurlega, vegna þess aö hann vantar atkvæðin ykkar á morgun og alla aöra kosningadaga. Nú i kvöld eru haldnir fjöldamargir fundir eins og þessi, og allir þeir, sem standa fyrir þeim, eiga þaö sameiginlegt, aö þá vantar atkvæði. Kliöur fór um salinn likt og bylgja, nokkrir unglingar risu úr sætum og hrópuöu heyr. — Þá vantar ekki aöeins atkvæ&in ykkar, heldur sál ykkar. 1 augum Jóhanns Sveinssonar og manna af hans sauðahúsi eruö þið aðeins verkfæri, sem hægt er aö nota til þess að komast áfram. Þegar þiö hafiö svo gert þeim þaö gagn, sem til er ætlast af ykkur, er ykkur skákaö út I horn, þar sem þiö megið gleymast og rykfalla til næstu kosninga. En þá, góöir hálsar, þá eruö þiö tekin fram, rykið dustað af ykkur, siðan er ykkur stillt upp, þar sem þið getiö oröiö þessum mönnum að liði. Um allan salinn var klappað og hrópað — heyr, heyr —. Þetta var sannarlega betri og meiri skemmtun en menn höföu búist viö. — Kæru vinir. 011 þekkiö þið Hjálmar ritstjóra dagblaösins — Samvisku þjóðarinnar — einhvers aumasta blaös, sem boriö er út til ykkar. Hann var góöur og heiöarlegur maöur, þar til hann ánetjaöist Framfara- flokknum, en nú, þegar hann hefur fengiö nauösynlega þjálfun I pðlitisku starfi, veit hann ekki lengur, hvenær hann lýgur og hvenær hann segir satt. Hjálmar og Jóhann höföu setiö sem dæmdir undir reiöilestri Michaels, en nú reyndu þeir að afstýra frekari óhöppum. Hjálmar stóö snöggt á fætur og gekk áleiöis að ræðustólnum, þar sem Michael stóö enn og beíö þess, aö fagnaöarlátunum I sainum linnti. Hjálmar hikaöi andartak og leit yfir mannfjöld- ann i salnum, hann varö stjarfur, er hann kom auga á Matthildi, sem staröi eins og i leiöslu á Michael. Hann reyndi aö ganga þau fáu skref, sem hann átti eftir aö ræöustólnum, en hneig niöur, og froöa vall úr munnviKum hans. Hjartaö var hætt a& slá. Skyndilega breyttust fagnaöar- lætin I salnum I þrúgandi angist, þaö, sem stuttri stundu áöur var dýröleg skemmtun, var nú köld alvara dau&ans. * 28 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.