Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 12
Alls kyns spádómar eru ákaflega vin- sælir með þjóðinni, og aragrúi spákvenna og spámanna taka daglega á móti fjölda fólks, sem leitar til hinna forvitru i von um að geta skyggnst inn i framtíðina. Sjálfsagt er.misjafnt, hve vel spáfólkið er að sér i faginu, en með ólikindum er, að allir spádómar þess séu marktækir. Ekki svo að skilja að við séum beint að amast við spáfólkinu, enda setur það sinn svip á daglega lifið og svolitinn fiðring i suma. En á hinn bóginn þótti okkur ein- kennilegt, hve ófúst þetta sama fólk var til samstarfs við okkur, þegar við fórum þess á leit við allmarga, sem atvinnu hafa af spádómum, að þeir tækju á móti ungri stúlku á okkar vegum og segðu henni eitthvað um framtiðina. Tilgangur okkar var einungis sá að komast að raun um, hvort spádómamir yrðu likir hver öðmm eða gerólfldr. Eftir töluverða fyr- irhöfn tókst okkur þó að fá þrjár spákon- ur á Reykjavikursvæðinu til þess að spá fyrir stúlkunni, og fara spádómar þeirra hér á eftir, með þeim skilyrðum þó, að hvorki fylgdu myndir né nafnbirtingar. Við látum svo lesendur um það sjálfa að dæma, hvort þeim þykir spákonunum bera saman eða ekki. LÁGVAXINN — ÞÓ FYRIRMANN- LEGUR. Hjálpartæki við spána: Spil og bolli. I spilunum sá spákpnan einhver óþægindi hjá stúlkunni vegna kynna hennar af tveimur mönn- um. Einnig sá hún einhverja þvingun, sem stúlkan hefur oröiö fyrir.íikast þvi, aö hún hafi veriö þvinguö til þess aö gera eitthvaö, sem hún kærði sig ekki uin. Einn- ig taldi hún sig sjá, aö stúlkan heföi misst þann mann, sem hún ætlaöi sér. A næsta ári sá spákonan stúlk- una fara i ferðalag til útlanda, og taldi hún, aö þaö ferðalag myndi breyta lifi hennar mikiö. 1 útlönd- um sá spákonan stúlkuna kynnast manni, sem oröiö hefur fyrir slysi, eöa einhverju ööru mótlæti. Þessi maöur situr mikiö viö skriftir og er að öllum likindum læknir. Hann er einnig menntaöur til einhvers annars starfs en læknisstarfsins og er jafnfær á báðuin sviöum. Stúlkan tekur mikinn þátt i erfiöleikum þessa manns, og sjálf mun hún búa sig undir starf, þar sem hún þarf aö umgangast sjúklinga, og krefst þaö starf mikillar ábyrgöar. Spá- konan sá i spilunum, aö stúlkan myndi eignast eina dóttur. 1 bollanum sá spákonan nánar manninn, sem stúlkan ætlaði sér, en missti. Þessum manni lýsti hún sem dökkhæröuin og fremur lágvöxnum, þó fyrirmannleguin. Einnig sá spákonan i bollanum einhverja óvissu vegna ferða- lagsins til útlanda, en þar kvaö hún stúlkuna mundu ganga i gegnum margt. Þaö yröu mikil viöbr:göi fyrir hana, þvi áöur heföi hún ekki þurft aö hafa á- hyggjur af neinu. Þó sagöi hún, aö heimili stúlkunnar heföi ekki ver- iö nógu gott og hún heföi oröiö fyrir einhverri dapurlegri reynslu vegna þess. Spákonan sá sama manninn erlendis i bollanum, og gat nú lýst honuin nokkuö, sagöi, aö hann væri ljós yfirlitum, hár og grannur, og kvaö áreiöanlegt, aö lif hans breyttist mjög til batn- aðar viö að kynnast stúlkunni. 1 bollanum sá spákonan einnig, aö stúlkan ætti eftir aö búa i borg, sem stendur á óvenjulegum staö, viö sund eöa fljót — trúlega öll umflotin vatni. Tvö börn kvað hún stúlkuna eiga i vændum. Einnig sagöi hún, aö til þessa heföi stúlkan ekki notið sin sem skyldi, en þaö ætti eftir að breytast og hún næöi sér upp. t heild sagöi spákonan, aö næsta sumar yröi mjög gott hjá stúlkunni og bollinn væri allur mjög frjáls (þannig til orða tekiö af spákonunni) og það vissi á eitt- hvaö afar merkilegt. t lokin lét spákonan stúlkuna draga þrjú spil fyrir næsta ár, og i þeim sá hún gæfu og heppni, sem stúlkan yröi fyrir á árinu, og einnig góöa vinkonu, sem stúlkan ætti eftir aö trúa fyrir ýmsu. Verö þessa spádóms: 500 krónur. Timi: Rúmar 30 mlnútur. 12 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.