Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 32
Bannað: Að klipa I barkakýli andstæðingsins eins og Lasar- tesse gerir hér við Bock. Fjöl- bragðaglimumenn mega beita hnefunum, en aðeins krepptum. Bannað: Að gripa I hár andstæð- ingsins og skaka höfuð hans fram og aftur. Bannað: Að toga i handlegg and- stæðingsins og sparka i klofið á honum. Bannað: Að rifa i munnvikin á andstæðingunum. Þó gera glimu- mennirnir þctta oft á hverri sýn- ingu, því að fátt fellur áhorfend- um eins vel i geð. Sami leikurinn er endurtekinn kvöld eftir kvöld. Frakkinn René Lasartesse, 42ja ára gamall og 115 kflð að þyngd, kastar af sér víðum sloppnum, setur hendur á mjaðmir og teygir fram álkuna. Forleikur sýningarinnar er ætið meö svipuðum hætti. Ahorfend- urnir 2000 æpa: „Lasartesse, svin og hundur”. Og sýningatjaldið titrar af ópunum. I tuttugu ár hefur hann vakið þessi óp og litið hatursfullum augum yfir salinn, en þó stendur honum alveg á sama um þau. Lasartesse er smáborgaralegur fjölskyldufaðir og á sýningaferðunum býr hann I húsvagni meö konu sinni og dótt- ur. Hann er meðlimur i sýninga- flokki fjölbragðaglimumanna, sem kalla sig Catchen, og fyrir hverja sýningu fær hann 90.000 krónur greiddar. Honum hefur gengiö sæmilega að koma tekjum sinum I lóg, þvi aö hann á ibúð i Basel og tvö hús i Frakklandi. Af- ganginn leggur hann svo inn á bankareikning I Sviss. Hann hef- ur nóg við timann að gera, þegar hann er ekki I hringnum, þvi aö þegar harin er ekki að eltast viö eignir sinar, leikur hann sér með fjölskyldunni. bá er hann ekki lengur „blóðþyrsta sviniö”, sem hann er i glimuhringnum og æsir áhorfendur upp úr öllu valdi. Hatrið og illskan, sem hann sýnir af sér i hringnum, er upp- gerð ein. Það er atvinna hans. „Þetta vill fólkið sjá”, segir hann, „það vill hafa meiöingar, helst dauöa. Það þyrstir i blóö. Þess vegna kemur það. Fyrir það borgar fólkiö”. Áhorfendur fá þó sjaldan aö sjá blóö. En spenningurinn er nægur, ef það eygir von til þess að sjá einhvern drepinn I hringnum. Sýningarnar eru settar upp á leikrænan hátt. Hver glimumaður leikur ákveðið hlutverk. Kólumblumaöurinn Guajaro leik- ur villimanninn. Fyrir bardagann hengir hann verndargripinn, af- skræmda andlitsmynd, um háls- inn á sér. Svo fnæsir hann og hvæsir framan I áhorfendur og stappar niöur fótunum. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning, er hann kynntur þannig: „Indjáninn Guajaro. Blóöþyrstur villimaður frá Amazon”. Kólumbiumaðurinn hefur ekki látiö skera hár sitt lengi, þvi aö I hárinu er afl hans fólgiö. Þar er lika veikleiki hans fólginn, þvi að i hverri grlmu, sem hann þreytir, er rifinn svolltill brúskur úr hári hans. Þá skemmta áhorfendur sér. Peter Kayser frá Hamborg hef- ur annan hátt á. Á hverjum degi lætur hann snoðraka á sér höfuð- ið. Hann og Lasartesse berjast á hverri sýningu viö E1 Greco, „sem ræöur yfir gifurlegri tækni”, og Hermann Iffland, „siðfágaða glimumanninn”. Lasartesse er heimsmeistari i fjölbragðaglímu, og hann leikur aðalhlutverkið i hverri sýningu. Aöstoðarmaöur hans er fyrrver- andi slátrari, og hann fylgir herra sinum ætið inn i hringinn, hjálpar honum úr æfingasloppnum og er ætið reiöubúinn að ieggja honum lið, ef fer að siga á ógæufhliðina fyrir honum i slagnum. Þá skerst hann i leikinn og lætur fætur og hnefa ganga á andstæðing herra sins. Dómarinn skiptir sér ekki af neinu. Ekki fyrr en áhorfendur hrópa: „Þeir hafa rangt viö”. Þá litur dómarinn loksins upp og vis- ar Lasartesse út úr hringnum. Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum á hverri sýningu. „Það er hættulegt að vera þjónn hjá mér”, segir Lasartesse. „Konur hafa stungiö hattprjónum i bak- hlutann á nokkrum fyrri þjónum minum og áhorfendur handleggs- brutu einn þeirra”. „Maður verður alltaf aö fara að vilja áhorfenda”, heldur Lasar- tesse áfram. „Einu sinni barðist ég gegn negra i Suður-Afriku. Þá heimtuðu hvitu valdhafarnir, að ég berðist eins og kurteis evrópu- búi. Ég reyndi það, en áhorfendur hrópuðu mig niður”. Ekki veröur annaö séö, en næg- ir áhorfendur séu til aö standa undir sýningaferöum fjölbragða- glimumannanna, og eru þær þó ærið kostnaðarsamar. Hver vöðvatrúður fær milli 70.000 og 90.000 krónur . greiddar fyrir hverja sýningu. Sá grunur hefur læðstaö sumum, að úrslit hverrar glimu séu álj^eðin fyrirfram, en svo er ekki. Nýir meölimir i vöövatrúðahópnum yerða að leggja sig fram og reyna að vinna meistarana til þess að þeir veröi ekki reknir úr hópnum. Og þeir berjast upp á lif og dauða. Særist einhver i hringnum, fær hann ekki greidd laun sér til framfæris, nema i þrjá daga á eftir. Aö þess- um þremur dögum liðnum veröa þeir að sjá fyrir sér sjálfir. 32 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.