Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 15

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 15
 5L ‘ Æji VW Golí Þaö eitt, að Golfinn er alger andstæða gömlu bjöllunnar, er nóg til þess, að maður óskar framleiðandanum til hamingju, svo og hinum tilvonandi eigend- um, þvi þó að bjallan hafi staðið af sér allar stökkbreytingar með sóma, er þó kominn timi til aö breyta til. Golf er nokkru styttri en gamli fólksvagninn, og hann er lika breiöari, sem nemur 8 cm. á milli hjóla, og það er þó nokkuð i átt til meiri stöðugleika og betri aksturseiginleika. VW Golf er mjög samanþjapp- aður eins og eldri bróöir hans, en verkar þó ekki á mann eins og of litill skór, og er þar útsýninu að þakka. Nýi fólksvagninn er af tveimur megingerðum, tveggja ogfjögurra dyra (auk afturdyra), og bendir allt til þess, að fjögurra dyra týpan verði vinsælli. Hin getöin er nefnilega haldin þeim leiöa galla, að erfitt er að komast I aftursætið a.m.k. fyrir þá, sem ekki eru alltof liöugir. Bilstjórasætið og stjórntækin eru sniöin með þægindi öku- mannsins i huga, og jafnvel stærri menn geta haft það allgott undir stýri á VW Golf, en það gengur aö sjálfsögðu á fótarými farþega i aftursæti, ef ökumanns- sæti er haft i öftustu stöðu. Eins og áður er sagt, er útsýni mun betra en I eldri VW bilum, þó sérstaklega i tveggja dyra útgáf- unni. Aksturseiginleikar. Menn eru sammála um, aðum algera bylt- ingu sé að ræða, hvað varðar stöðugleika og aksturshæfni, og mönnum hættir til að bera þá saman Golfinn og bjölluna, sem eru þó ekki sambærilegir. Gamli Voffinn var rassþungur og þvi laus i stýri og rásandi, sérstak- lega I hliðarvindi. Golfinn hefur gott veggrip á framhjólum, er stöðugur á vegi og svo gott sem ónæmur fyrir hliðarvindi. Það er umtalað, hversu sporviss hann er i kröppum beygjum, hann á það að visu til að lyfta öðru afturhjól- inu upp af veginum eins og hund- ur upp við staur, en það skaðar engan, ekki einu sinni stöðugleik- ann. Stýrið er nákvæmt og lipiirt, tannstöngin (rack and piniort) og tannhjóliö i stýrisvélinni skila sinu hlutverki með glæsibrag, án þess að veröa fyrir áhrifum af fjöðruninni á holóttum vegi. Fjöörunin er nokkuð stif fyrir þetta léttan bil (aðeins 750 kg), en hann leggst heldur ekki á „mag- ann”, þó fullhlaðinn sé. Golfinn hefur vindufjaðrir ættarinnar, og reynast þær með ágætum. Vélarnar, sem um er að velja, eru 1,1 litri 50 hestöfl og 1,5 litrar 70 hestöfl, báðar eru sprækar og vinna vel, jafnt þótt bilnum sé ek- ið fullhlöðnum upp brattar brekk- ur. Sú minni er auðvitað alltaf undir meira álagi, og nauðsynlegt mun að þenja hana öllu meira en hina, þvi er óvist, aö hún eyði nokkuð minna, er til lengdar læt- ur. Ýmsir bilar hafa veriö teknir til viðmiöunar, og þá sést, að af bil- um i sama stærðarflokki er að- eins einn sneggri frá 0—100 km en það er HONDA Civic, sem nær þeim hraöa á 16,1 sek á móti 17,0 hjá Golfinum. Billinn VW Golf fær hvarvetna góða umsögn fyrir að vera sér- lega sportlegur I akstri, einkar stöðugur og vinveittur bifvéla- virkjum (gott að komast aö til viögerða). Bremsurnar hafa hins vegar verið gagnrýndar, en billiim er meö skálabremsur á öllum hjól- um, og ökumaður fær enga aðstoö viö hemlunina (menn eru svo góðu vanir). Aftursætið i tveggja dyra týp- unni er fyrir þá, sem eru nógu lið- ugir og ákveðnir I að komast þangað. Það skeröir ekki stöðugleikann, þóGolfinn lyfti upp hjóli vib og viö 10. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.