Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 39
Birgir Bjarnason tók saman. Greinar um stjörnufræði. I áttundu grein i þessuni greinaflokki var talaö um, aö sá alheimur, sem viö veröum vör viö, sé aö þenjast út, llkt og blaöra, sem blásin er upp. Af þessu leiöir, aö eitthvaö hlýtur aö valda útþenslunni, og einhvern tima hefur hún byrjaö. Stjörnu- fræöingar geta reiknaö út, hve- nær útþenslan hófst meö því aö snúa dæminu viö — reiknislega hafa þeir dregiö stjörnuhvelfing- ar alheims aftur saman, ef svo má segja. tJtkoman veröur sú, aö hafi þenslan ávallt veriö jöfn, byrjaöi hún fyrir um 18 þúsund milljónum ára I mesta lagi. Llk- legt þykir aö stjörnuhvelfingarn- ar hafi ekki alltaf fariö meö sama hraöa og nú, og megi þvl segja, aö aldur alheims, eins og viö þekkj- um hann, sé kringum 15 þúsund milljón ár. Þessi tala, eins og margar aörar, gæti þó f framtlö- inni eitthvaö breyst. Til eru fleiri aöferöir viö aö á- kvaröa aldur alheimsins. Heims- fræöingar geta greint aldur stjörnuhvelfinga meö hreyfingar- fræöilegum aöferöum, og hafa þeir komiö meö svipaöar tölur, en lægri. Nýlega hafa tveir stjörnu- fræöingar ákvaröaö aldur kúlu- þyrpiiiga mestan um 13 þúsund milljón ár, en aö sjálfsögöu eru þæryngri en alheimurinn. Niöur- stööur frá þessum aöferöum, sem eru óllkar, eru svo svipaöar, aö þær geta ekki veriö tilviljun. Flestir stjömufræöingar állta þvl, aö alheimurinn hafi „skap- ast” fyrir þessum geysilega ára- fjölda, hann hafi þá veriö „lftill” kökkur og engar stjörnuhvelfing- ar veriö til. Einhvers konar sprenging hafi slöan komiö út- þenslunni af staö. Þetta upphaf útþenslunnar er kallaö spreng- ingin mikla. Þó aö þessi tilgáta sé ekki sönn- uö, er hún llklegust af þeim, sem komiöhafa fram.og nokkur atriöi styöja hana eindregiö. Til dæmis tala menn um örbylgjur djúpt ut- an úr geimrúminu — og þar meö aftan úr fortlöinni — sem „berg- mál sköpunarinnar” eöa upp- hafssprengingarinnar. Og enn ein stoöin er væntanleg. Ef menn finna, aö stjörnuhvelfingar eru þéttar saman í mikilli fjarlægö frá okkur en nær, þá er þaö ein sönnunin fyrir sprengingunni miklu, vegna þess aö mikil fjar- lægö þýöir um leiö meiri fortíö, þ.e. nær upphafinu. Menn vita ekki enn, hvaö kom þessum „litla” kekki —-sem einn- ig er kallaöur hiö upprunalega at- óm — til aö þenjast út, hvaö olli sprengingunni, né hvort alheim- urinn og tlminn hafi yfirleitt veriö til, áöur en þessi sprenging varö. Sennilega veröur aldrei hægt aö svara þeim spurningum, en til eru kenningar um, aö alheimur- inn sé sífellt aö þenjast út og dragast saman á vlxl og eigi þ’ar meö ekkert upphaf. UPPHAF? Hér er komiö aö spurningu, sem er ákaflega erfiö, þannig aö eins og við erum I dag getum viö ekki svaraö henni skynsamlega. Meö vlsindalegri afstööu er ekki hægt aö tala um aö alheimurinn hafi upphaf eöa hins vegarekkert upphaf. Hvor niðurstaöan sem er ógnar rökréttri hugsun. . Ef hann á sér upphaf, hvernig varö þá heimurinn til? Af sjálfu sér? Hvaö hratt öllu upphaflega af staö? Er stætt á þvl aö segja, aö um þetta sé ekki hægt aö hugsa?, aö þessar spumingar megi ekki bera saman viö hinn venjulega heim? En ef alheimurinn á sér ekkert upphaf, þá rennur fortiöin út i hiö óendanlega, sem viö takmarkaö- ar verur getum ekki heldur höndlaö. Hér má skjóta inn þeirri spurningu, hvort viö verðum allt- af sömu takmörkunum háöar? Venjuleg hugsun getur ekki skiliö, aö tilveran hafi einhvern tlma byrjað, þvi hvaö var þá á undan þeirri byrjun? Og hugsun okkar getur heldur ekki sæst viö þaö aö heimúrinn eigi sér ekkert upphaf, enga hyrjun. Eru til fleiri möguleikar? Stendur ekki rökrétt hugsun á hvolfi? Sem betur fer er rökrétt hugsun aöeins brot af þeimmöguleikum, sem maöurinn getur notaö. Viö höfum aðeins gert þá skyssu aö hefja rökrétta hugsun til vegs umfram aöra hæfileika. Þegar vlsindamaöurifin er far- inn aö eiga viö sllkar spurningar, eins og um upphaf eöa ekki, þá er hann kominn ákaflega nærri hin- um trúarlega huga. Ekki þeim huga, sem telur sig hafa endanleg svör og krefst þess, aö allir sam- þykki þau, heldur hinum, sem stendur frammi fyrir spurning- unni ósvaraöri. Og þegar maöur- inn stendur frammi fyrir þvi, sem hann skilur ekki, hlýtur eitthvaö nýtt aö koma inn I vitundarsviö hans. E.t.v. veröur þaö aöeins ný vitneskja eða möguleiki, e.t.v. verður þaö annars konar viömið- un eöa ný llfssýn. A slikum mörk- um mannlegs skilnings eru möguleikar þróunar, breytinga, sem maðurinn getur notaö sér, annaö hvort til aö gera llfiö fyllra eöa til aö gera þaö ömurlegra. Hann getur einnig veriö sofandi fyrir þessum möguleikum og misst af þeim. Valið er hans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.