Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 06.03.1975, Blaðsíða 7
Á GLEYMA ÆFINGUNUM Hér eru nokkrar mjög einfaldar æfingar, sem hjálpa til við að halda líkamanum liðugum og léttum. Þetta eru ágætar æf ingar, en þær geta aldrei komið í staðinn fyrir útiveru, göngur og holla fæðu. Æf ingarn- ar verður að gera daglega, eigi þær að koma að gagni. Standið beinar með fætur saman. Teygið handleggi fram og beygið ykkur í hnjám, þar til þið eruð sestar á hælana. Standið síðan hægt upp aftur. Endurtakið 10 sinnum. Sitjið á gólfinu með krosslagða fætur. Beygið höfuðið aðeins fram á við. Takið um ökklana (vinstri hendi á vinstri ökkla). Réttið nú úr fót- leggjunum eins og þið getið, án þess að sleppa takinu á ökklunum. Gerið þessa æfingu fimm sinn- um til að byrja með, en siðan 10 sinnum á dag. Ef húðin er heilbrigð og fær nægan raka má likja henni við eplið hér að ofan. Fái hún hins vegar ekki þann raka, sem hún þarf, þornar hún og hrukkur myndast, og má þá likja henni við eplið, elns og það er orðið hér að neðan. húðin HÚÐIN hefur það hlutverk að stjórna hita likamans og halda úti óhreinindum. I stuttu máli er húðin gerð úr tveimur lögum: Neðra lagið þarf næringu frá blóðstraumnum, en efra lagið er gert úr dauðum frumum og þarf enga næringu að innan. En það þarf aftur á móti raka. Meðan þú ert ung er þetta ekkert vandamál. Húðin fær raka innanfrá og heldur honum i sér, og, áferðin er slétt og mjúk. En með aldrinum koma vandamálin. Húðin missir smám saman hæf ileikann til að halda i sér rakanum og þá þarf hún aðstoð að utan. Þá kemur raka- krem til hjálpar. Snyrtivörufyrirtæki gefa þessu kremi margs konar nöfn, en aðal-* atriðið er, að i þvi sé blanda af oliu og raka. Kremið verður að bera mjög þunnt á húðina. Húðin dregur i sig rakann en olian hindrar, að hann gufi strax upp. Húðina þarf að hreinsa reglutega, þvi óhreinindi úr loftinu setjast i hana Hvernig er best að hreinsa hana, þannig að hún þorni sem minnst? Hér eru ekki allir á einu máli. Sumir halda þvi fram, að sápan sé allra meina bót — aðrir segja enga sápu, aðeins krem. Snyrtivöru- f ramleiðendur auglýsa hreinsikrem fyrir allar húðgerðir. Sannleikurinn er liklega einhvers staðar miðs vegar. Sápan hreinsar ákaflega vel, en hún þurrkar húðina. Hreinsikrem hreinsa ekki eins vel, en eru mildari en sápan og þurrka húðina ekki eins mikið. i stórum dráttum má þvi segja, að mjög feitri húð henti best sápa, en þurr og viðkvæm huð þurf i krem. Hreinsikrem, sem skoluð eru af með vatni, telja margir heppi- legri en hin, sem þurrkuð eru af. En hvaöa leið sem farin er þarf að bera rakakrem á húðina að hreins- un lokinni. Þótt rakakrem sé það áhrifa- mesta til að sporna gegn hrukkum,. þá er f leira hægt að gera, þvi ýmis- legt annað stuðlar að hrukku- myndun. Sterk sól ert.d. mjög slæm fyrir húðina, því hún veikir undir- lagiö og gerir ytra lagið þykkara með tímanum. Sumir vilja kenna sólinni um bletti, sem oft koma á húðina með aldrinum. Sama á við um Ijósalampa, og því eru þeir ekki hentug fegrunartæki þótt góöir séu til annarra hluta. Ef öll ráð bregðast og hrukkur dýpka með degi hverjum og fara að valda verulegu hugarangri, má ráð- færa sig við lækni um svokallaða andlitslyftingu. Flestir reyna þó að forðast það i lengstu lög. Ef allt þetta hrukku- og elli- merkjatal er farið að valda einhverri áhyggjum, er gott að minnast Ijóðs Bjarna Thorarensen um Rannveigu Filippusdóttur, en í þremur fyrstu erindunum segir hann: Ottist ekki elli, þér Islands meyjar! þótt fagra hýðið hvíta hrokkni og fölni og brúna- logið i -lampa Ijósunum daprist, og verði rósir vanga ið visnuðum liljum. Þvi þá fatið fyrnist fellur það betur að limum og lætur skýrar I Ijósi lögun hins innra., Fögur önd andlit hins gamla mun eftir sér skapa og ungdóms sléttleik æðri á það skrúðrósir'graf a. Svo fékk ei áttræðs aldur ófríða gjörva Rannveigu, riddara Bjarna rétta húsfreyju: sálar um fatið hið forna fögur skein innri konan, skýrt máttu skatnar og líta að skrúðklaéði var það. 10. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.