Vikan

Issue

Vikan - 12.02.1976, Page 3

Vikan - 12.02.1976, Page 3
ao ELSKa oc viRoa viocaMCS EFNID fjallið fyrir ofan þorpið koma æðandi á móti manni og grúfa sig yfir það. Og úti fyrir strönd- inni sköguðu Reynisdrangar upp úr snjónum, eins og tvö nátttröll, sem dagað höfðu uppi. Út frá þjóðsögunni um þessi tröll hef ég gert mynd, sem ég gaf Víkurkauptúni með þeirri ósk og von, að hún mætti verða fyrsti vísir að listasafni kauptúnsins. — Úr krapinu á glugganum bjó ég til heil ævintýri og sögur. Þennan vetur komst hug- myndaflugið á fleygiferð, at því ég þurfti á því að halda til að skemmta sjálfri mér og komast burtfrá hversdagsleikanum. Ég held að ég eigi þarna ríkulegan sjóð af minningum og mynd- um, sem ég svo lengi hef leitað fanga I, af því að eins og er með svo marga, átti ég ákaflega erfitt með að tjá mig lengi framan af. Það var ekki fyrr en ég fór út til Svíþjóðar til náms, að eitthvað losnaði um í mér. — Tengsl þín við Svíþjóð eru ákaflega náin. Hvernig atvikaðist það, að þú fórst þangað og ílengdist? — Ég gifti mig mjög ung, en 23 ára gömul hélt ég út til Svíþjóðar til frekari náms, með handavinnupróf og bjartsýnina sem ferða- skilríki. Þá þótti víst mörgum þetta djarft uppá- tæki af einstæðri þriggja barna móðir, því þetta var árið 1947, og þá var langt í kvennaárið og jafnrétti kvenna til frekari menntunar á borð við karlmenn var hreint ekki farið að ræða fyrir alvöru. Tækifæri og möguleikar voru litlir fyrir ungar stúlkur, hvað þá heldur margra barna mæður. Ég búsetti mig í Gautaborg, við hafið, sem ég hafði alist upp við, og settist I list- iðnaðarskóla Duckan Stenport, sem var 2 ára forskóli, og til að drýgja tekjurnar kenndi ég líka í kvöldskóla. í forskólanum fékk ég þá undirbúningsmenntun, sem ég þurfti til að geta sótt um inngöngu í skóla Slöjdfören- ingen, sem nú heitir Konstindustriella Skolan, ,,Engum, sem farið hefðií 18píanótíma, myndi láta sér koma til hugar að panta Gamla Bíó og halda,konsert." og var ég þar I 5 ár. Settist ég þar I textildeild skólans, en síðasta árið sérhæfði ég mig I kirkjulegri list og öllu, sem að henni laut. Sigrúnu voru veitt verðlaun, þegar hún útskrifaðist, fyrir hæstu einkunn, er veitt var fyrir kirkjulega útsaumslist yfir allan skólann. — Nú hafði ég kynnst seinni manninum mínum, sem var þarna við nám í arkitektúr. Hann kvatti mig til að snúa mér að innanhús- skreytingu, en mér fannst samt réttast, að ég reyndi að bæta við þá menntun, sem ég hafði aflað mér heima á íslandi. Það var um margt að velja í Svíþjóð hjá þessari háþróuðu þjóð, sem tekur fram öllu því, sem ég hef kynnst. Vandinn var að velja, hvernig hægt væri að sérhæfa sig sem best. — Ég notaði öll frí og tækifæri til að ferðast um og notfærði mér að vera búsett við þröskuld álfunnar og reyndi að kynna mér kirkjulega list í mörgum löndum til samanburð- ar, áður en við tækjum okkur upp, eftir þessa löngu útlegð og flyttumst heim til íslands. — Ég vildi ekki hafa það af börnunum mínum að fá að kynnast landinu sínu af eigin raun og gefa þeim tækifæri til að velja sjálf. Þau hafa öll valið að búa á íslandi, nema elsti sonur minn, sem nú er við framhaldsnám í Svíþjóð. Hér stehdur Sigrún hjá förláta húsgagni. Þétta er gamall lyfjaskápur úr járni, sem hún fékk frá Vestmannaeyjum og. gerði upp. — Hvað sjálfa mig snertir, þá er ég sífellt á ferð og flugi. Ég læt framtíðina skera úr um, hvort það verður ísland eða önnur lönd, sem best kunna að meta það, sem ég hef varið lífi mínu í. Hvort það er list, veit ég ekki, það verður annarra að dæma um það. Á meðan Sigrún bregður sér frá geng ég um stofuna, sem í rauninni er lítið listasafn, þar sem gömlum og nýjum hlutum hefur verið komið fyrir af smekkvísi. Heiðurssæti skipar batíkmynd Sigrúnar „Bæn fyrir friði", er sýnir tvær uppréttar hendur í bænastöðu, en á 'milli þeirra er Ijós, og undir brennur eldur, tákn stríðs og eyðileggingar. Þessi mynd fékk heiðursviðurkenningu á UNESCO-sýningu fyrir nútímalist suður í Monaco árið 1973. Á borðinu liggur úrklippubók með umsögn- um um sýningar Sigrúnar hér heima og heiman. — Það er best að þú lesir þetta sjálf, segir Sigrún, sem kemur inn í þessari andrá. — Ég er enginn Garðar Hólm, en stundum spyr ég sjálfa mig, hversu marga Garðara Hólm eigum við í þessu landi? Ég var að frétta af tveim ungum mönnum, sem gerðu fyrir sprell að mála hvor sína mynd og sendu þær síðan inn til dómnefndar sýningar, er sýna átti þverskurð íslenskrar nútímalistar. Þegar sýn- ingin opnaði héngu þessartvær myndir þar, en ég veit ekki til þess, að þessir ungu menn hafi 7. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.