Vikan

Eksemplar

Vikan - 12.02.1976, Side 5

Vikan - 12.02.1976, Side 5
T ,,Eg legg ahers/u a ekta vinnuaðferðir, og notast við sömu tækni og hjálpartæki, sem batíkin hefur verið unnin með frá upphafi. Það er sorgleg staöreynd, að á okkar dögum er fjöldinn allur, sem Hfir á því að falsa allt, sem hugsast getur." skorið og unnið úti í Svíþjóð eftir skissum Sigrúnar, og nær það oft svipuðum litbrigðum og þatíkin. Glerfletirnir eru síðan tengdir saman með blýlögn, sem minnir á hinar óreglu- legu æðar, er myndast, þegar vaxbornu fletirnir springa og liturinn þrengir sér inn á milli þeirra. Ég var svo upptekinn við að horfa á Ijósið brjótast í gegnum glermyndirnar, að ég hafði ekki veitt því eftirtekt, að Sigrún hafði rétt brugðið sér frá og stendur nú fyrir framan mig í fagurbláum kyrtli, rétt eins og álfkona sem heimsækir mannheima. Hátíðarbúning þennan, sem Sigrún ber, hafði hún hannað og fl. í tilefni þjóðhátíð- arinnar 1974, ekki sem arftaka íslenska þjóð- búningsins, heldur er búningur þessi sniðinn eftir þörfum nútímakonunnar og þyrfti ekki að vera dýrari en venjulegur samkvæmiskjóll. Vonandi er íslenski þjóðbúningurinn ekki á undanhaldi, en hann getur ekki orðið almenn- ingseign, því hann hefur verið það dýr, vegna þess silfurs, er hann prýðir, sömuleiðis mun snið hans valda því, að hann þykir ekki hentugur klæðnaður til daglegrar notkunar. Hugmyndir að nýjum búningum hafa alltaf komið fram á 100 ára fresti sem eðlilegt er, því lífshættir okkar breytast, lítum bara á húsa- kostinn og matarvenjur. Snið hátíðarbúnings Sigrúnar líkist nokkuð samfellu þeirri, sem kennd er við Sigurð Guðmundsson málara, þó er hugmyndin að oessum búningi og höfuðbúnaðinum sótt enn engra aftur í tímann. Hjá frændþjóðum okkar eru sérstök lög um /iðurkennda þjóðþúninga og verndun þeirra og nákvæm fyrirmæli um, hvernig þeir skuli oorriir. Það hlýtur að koma að því, að hið sama /erði gert hér, segir Sigrún, og auðheyrt er, að oetta er henni mikið hjartans mál. — Það er ,,Hver htur hetur sina serstoku lykt, ég gæti gengið aö þeim blintiandi og sagt, hvaða litur er í hverjum bala. hefur rofað til á himninum, og síðbúið dagsljós brýtursér leið inn um stofugluggann og lýsir í gegnum fallegar glermyndir, sem standa í glugganum. Það eru þessar gluggaskreytingar sem verða aðaluppistaða næstu sýningar Sigrúnar, sem verður í Scandinavian Founda- tion í New York í febrúarmánuði. Eftir að hafa skoðað síðustu abstrakt-batik- myndir Sigrúnar virðast glermyndir hennar eðlileg þróun i hennar listsköpun. Glerið er Þetta fallega teppi er úr hör, ull og geitarhári. Það er ofið i Svíþjóð, en Sigrún teiknaði munstriö. ekkert sem gleður mig eins mikið eins og þegar ég fæ þakkarbréf frá fólki, sem ég hef aldrci hitt. islenskar konur búsettar erlendis hjfa nokkrar komið sér upp mínum hátíðarbúningi og hafa borið hann svo vel, að þær hafa vakið ósvikna eftirtekt, hvar sem þær hafa farið. Ef verkin mín verða til þess að gleðja og fylla líf þeirra, er njóta þeirra, hef ég náð mínu takmarki í þessu lífi. Nú er birtu tekið að bregða, og ég lít á gluggamyndirnar, sem hafa fengið mig til að gleyma skammdeginu þessa síðdegisstund, um leið og við göngum út úr stofunni, og fer að hugsa um snjóhraflið á litla glugganum austur í Vík. H.S. 7. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.