Vikan

Eksemplar

Vikan - 12.02.1976, Side 7

Vikan - 12.02.1976, Side 7
NAFNMEIKIR Elton hét áður Reg Dwight og þótti það ekki nógu tilkomumikið heiti á rokksöngvara, svo hann tók upp skírnarnöfn tveggja félaga sinna í enskri hljómsveit, sem hann lék með á táningsárum, þeirra Eltons Deans og Johns Baldrys. Eins og allir vita hét Muhammad Ali áður Cassius Clay, en það þótti honum ekki nógu áferðarfallegt heiti eftir að hann gerðist blakkur múslím, tók sér þá fyrst nafnið Cassius X, vegna þess að hann var einlægur aðdáandi Malcolms X, og síðar nafnið Muhammad Ali til að tjá lotningu sína fyrir múhameðska leiðtoganum Elijah Muhammad. Einn bandarískur leikari hefur breytt nafni sínu af pólitískum orsökum. Sá er Charles Buchin- sky, sem hét svo, uns hann neyddist til að breyta Buchinsky í Bronson, þegar svo hátt lét í maccarthyismanum í Bandaríkj- unum upp úr 1950, að meira að segja nöfn með rússneskum blæ urðu óvinsæl. Viðhorf Cloris Leachman til nafns síns er dæmigert fyrir yngri leikara í Bandaríkjunum, og þó hóf hún leikferil sinn fyrir 1950. Kvik- myndaframleiðendur reyndu ítrek- að að fá hana til að fórna nafni sínu fyrir annað frumlegra, en leikkon- an þvertók fyrir það og sagði: Ég verð að vera ég sjálf — og ég heiti Cloris Leachman. Fleiri þættir hafa einnig stuðlað að því, að nú þurfa leikarar ekki að fórna skírnarnöfnum sínum á altari frægðarinnar. Nú horfa til dæmis fleiri á óþekktan listamann, sern kemur fram í sjónvarpsþætti en á Clark Gable á mörgum vikum, áður en sjónvarp varð almenn- ingseign. Hæfileikarnir ráða því meiru en nafnið um það, hvort áhorfendur muna seinna eftir listamanninum. Þeir dagar eru því liðnir, þegar Marion Morrison varð STJÖRNUNAFNALISTI STJÖRNUNAFN: RÉTT NAFN: STJÖRNUNAFN: RÉTT NAFN: Fred Astaire Frederic Austerlitz Bing Crosby Harry Crosby Natalie Wood Natasha Gurdin Eddie Cantor Edward Isskowitz William Holden Wi/iiam Beed/e Cary Grant Archibald Leach Lauren Bacall Betty Persky Judy Garland Frances Gumm Sandra Dee Aiexandra Zuck Rita Hayworth Carmen Margarita Cansinc Diana Dors Diana Fiuck Jean Harlow Har/ean Carpenter Anne Bancroft Margarita Italiano Greta Garbo Greta Gustafson Shirle MacLaine Shir/ey MacLean Beaty Carole Lombard Jane Peters John Barrymore John B/ythe Gary Copper Frank James Cooper Mary Pickford Gladys Mary Smith Betty Davis Ruth E/izabeth Davis Joan Crawford Luciiie LeSueur Marilyn Monroe Norma Jean Baker Mickey Rooney Joe Yule, Jr. Rhonda Fleming Mariiyn Louis Stan Laurel Arthur Stanley Jefferson Marlene Dietrich Maria Magdalene Dietrich Al Jolson Asa Yoelson John Wayne Marion Morrison Mary Astor Lucille Langhanke Doris Day Doris Kappeihoff Robert Redford Sama Kirk Douslas Issur Danielovitch Cher Cheriiyn Sarkisian Karl Malden Mladen Sekulovich Elton John Reg Dwight RobertTaylor Spangler Arlington Brough BarbraStreisand Barb(a)ra Streisand Roy Rogers Leonard Slye . Mary Tyler Moore Sama Tony Curtis Bernie Schwartz Steve McQueen Sama Dean Martin Dino Crocetti Marlon Brando Sama Jerry Lewis Joseph Levitch Paul Newman Sama Rex Harrison Reginald Carey James Caan Sama Ray Milland Reginald Truscott-Jones Clint Eastwood Sama Boris Karloff William Henry Pratt Elvis Presley Sama Mike Nichols Michael Igor Peschkowsky Jack Nicholson Sama Rock Hudson Roy Fitzgerald Telly Savalas Aristot/e (Teiiy) Sava/as Mike Connors Krekor Ohanian Muhammad Ali Cassius Clay James Garner James Baumgarner Elizabeth Taylor Sama Liberace Wladziu Valentino Liberace Richard Burton Richard Jenkins Rudolph Valentino Rodolpho Alphonso Guglielmi Valerie Harper Sama Di Valentina d'Antongueila Cloris Leachman C(h)ioris Leachman at Castellaneta Angie Dickinson Sama Gloria Swanson Josephine Swenson Alan Alda Sama Woody Allen Heywood Allen Charles Bronson Charles Buchinsky Julie Andrews Julia Welles Dustin Hoffman Sama Glenn Ford Gwyllyn Ford Burt Reynolds Sama Susan Hayward Edythe Marrener Warren Beatty Warren Beat(t)y Kim Novak Marilyn Novak Liza Minnelli Sama Debbie Reynolds Mary Frances Reynolds Faye Dunaway Sama Edward G. Robinson Emmanuel Goldenberg Ann-Margret Ann-Margret O/sson Omar Sharif Michael Shalhouz Sophia Loren Sophia Scico/oni Lana Turner Julia Turner Bob Hope Lesiie Townes Hope Loretta Young Gretchen Young John Wayne, Erances Gumm varð Judy Garland og Lucille Langhanke varð Mary Astor. Þegar 20te Century Fox sá hvað verða vildi með nafnið Norma Jean Baker, flýttu forkólfar kvik- myndafyrirtækisins sér að upp- nefna hana Marilyn Monroe, stað- ráðnir í að gera hana að einstæðri þokkagyðju. Þó þótti þeim mari- lynnafnið ekki nógu gott á annarri þokkadís, sem hét Marilyn Louis. Hana skírðu þeir Rhondu Fleming. Þegar Columbia gerði samning við spænskættaða dansmey, sem hét Carmen Margarita Cansino, var seinna nafn hennar stytt, og að eftirnafni fékk hún nafn vinnu- konu móður sinnar. Árangurinn varð Rita Hayworth. Greta Garbo hét upprunalega Greta Gustafson, Jean Harlow Harlean Carpenter, Marlene Die- trich Maria Magdalena Dietrich og Gloria Swanson Josephine Swen- son. Á fjórða áratugnum varð Dino Crocetti Dean Martin og Bernie Schwaertz Tony Curtis. Og enn eru ótalin fjöldamörg fræg nöfn — Charlie Chaplin, Clark Gable, Spencer Tracy, Humphenry Bogart, Erroll Flynn, Tyrone Power, Gene Autry, Shir- ley Temple, Laurence Oliver, Henry Fonda, Lucille Ball, Kathar- ine Hepburn, Gregory Peck, Burt Lancaster, Cliarlton Heston og Sidney Poiter. Hvað skyldi þetta fólk eiga sameiginlegt? Jú, það hefur aldrei heitið neitt annað.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.