Vikan

Eksemplar

Vikan - 12.02.1976, Side 38

Vikan - 12.02.1976, Side 38
TÝND I 5 MÁNUÐI. Á afskekktum þjóðvegi í Charente-Martime héraðinu í Frakklandi gengur lítil stúlka klædd karlmannsskyrtu og allt of stórri treyju. Forvitinn ökumaður stöðvar bíl sinn og býr sig undir að ávarpa stúlkubarnið, án þess að gera sér grein fyrir, að hann er rétt í þann mund að leysa fyrir frönsku lögregluna mál, sem öllum hafði ífimm mánuði verið hulin ráðgáta: nefni- lega hvernig hægt er í dag með allri þeirri tækni og hjálpargögnum, sem við ráðum yfir, að hverfa sporlaust. — Ég vil fara heim, segir stúlkan og hofir á ökumanninn fallegum, en sorgmæddum brún- um augum. — Hvar býrð þú, vina mín?, segir öku- maðurinn. — í Brissonneaux, en ég veit ekki hvar ég er núna. Þau aka á næstu lögreglustöð til að biðja um hjálp til að finna heimili stúlkunnar, og þar fær ökumaðurinn að hlusta á yfirvaldið á staðnum segja frá mesta furðumáli sem það hefur upplifað á löngum starfsferli. 17. júní 1975 fór Dominique heiman frá sér í skólann, sem hún sótti til næsta þorps. Hún kom ekki heim til sín um kvöldið, og var leitað næstu daga af tvö hundruð hermönnum með sporhunda, sem fínkembdu næsta nágrenni, en allt kom fyrir ekki, hvorki tangur né tetur fannst af Dominique. Það var bókstaflega eins og jörðin hefði gleypt hana. Frekari leit var talin árangurslaus, og einstæð móðir hennar syrgði hana ákaft ásamt öllum þorpsbúum. Það var ekki fyrr en 4. nóvember, að eitthvað gerðist, sem varpaði Ijósi á þetta dularfulla hvarf. i næstu sveit börðu lögreglu- menn að dyrum hjá Jean-Paul Barget, fátækum leiguliða, sem bjó þar ásamt aldraðri Jean-Paul faldi Dominique I þessu herbergi við hlið sína og þegar henni var kalt, tánaði hann henni peysuna sína. Ræningi Dominique, Jean-Pau/ Barget, í handjárnum. móður sinni og stjúpföður, til að tilkynna næstu heimsókn ráðsmanns bús þess, er Jean-Paul starfaði fyrir. Móðir Jean-Paul var ein heima, en skildi ekki orð af því, sem við hana var sagt og það varð Dominique til bjargar. ,, Eg var a/itafsvo alltaf tennurnar, þegar ég hreyfði mig. Doninique sagði lögreglunni síðar frá því, að Jean-Paul hefði rænt sér, er hún var á leið í skólann. — Hann var á mótorhjóli með hliðarvagni og sagði, að hann myndi drepa mig, ef ég settist ekki í hliðarvagninn. Svo keyrðum við lengi, þangað til við staðnæmd- umst við hús, sem stóð fyrir framan vínekrur. Þarna var líka hundur, sem var kallaður Youpi, sem ég var alltaf svo hrædd við. Ég man ekki, hvað þorpið hét, en ég held, að það byrji á M. Ræninginn lokaði Dominique inni í herbergi á fyrstu hæð. Einstaka sinnum fékk hún að ganga með honum um vínekrurnar. Móðir og stjúpfaðir Jean-Pauls furðuðu sig ekki á komu stúlkunnar, og hefði þetta getað gengið svona svo árum skipti, ef Jean-Paul hefði ekki orðið hræddur, er móðir hans sagði honum frá heimsókn lögreglunnar, en gat ekki útskýrt fyrir honum, hvað hún hefði viljað. — Hann lét mig aftur setjast í hliðarvagninn og faldi mig undir blaðarusli og sleppti mér síðan langt frá húsinu, sagði Dominique. Dominique var færð beint til móður sinnar. Geðlæknar eiga erfitt með að útskýra, hvað vakað hafi fyrir Jean-Paul, er hann rændi telpunni. THað fæöa Dominique stal Jean-Paul eggjum á nágrannabæjunum. 38 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.