Vikan

Eksemplar

Vikan - 12.02.1976, Side 43

Vikan - 12.02.1976, Side 43
SUNNUDAGSEPLAKAKA. Útbúið mördeig: 4 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1—2 tsk. vanillusykur 1 1/2 dl sykur 1 egg dál. sítrónusafi 200 gr. smjör eða smjörlíki. Hnoðið degið rösklega saman og látið bíða á köldum stað, áður en það er flatt út og látið þekja form, sem er ca. 25 cm. í þvermál. Setjið hálf flysjuð epli, sem steinarnir hafa verið teknir úr (ef eplin eru mjög hörð þarf að hleypa upp á þeim suðunni fyrst). Setjið inn i 175° heitan ofn í ca. 30 mínútur. Þeytið létt saman 2 egg, 2 msk. sykur og 1 1/4 dl rjóma og hellið yfir, látið kökuna aftur inn í ofninn og látið vera í ofninum, þar til eggjakremið er stífnað. Berið fram volgt með mjúkum vanilluís, rjóma eða vanillusósu. SUNNUDAGSBUFF. Notið hakkað kjöt í þennan rétt. Deigið má drýgja á margan máta, Ld. með hökkuðum soðnum kartöflum, einhverju mjöli, brauð- rnylsnu eða þ.h. en annars er það, sem ofan á er sett, aðalatriðið. Steikið buffkökumar. 2 laukar eru skornir smátt og steiktir mjúkir og 1/2 dós af niðursoðnum tómötum látin krauma með ásamt helmingnum af vökvanum í dósinni. Bragðbæt- ið með salti og pipar. Buffið sett aftur á pönnuna og dálítið af tómatblöndunni á hverja buffköku. Síðan er gott að setja 1 Pk- af blönduðu frosnu grænmeti á pönnuna, ásamt því sem ekki komst ofan á sneiðarnar. Berið fram með hrærðum eða soðnum kartöflum eða hrísgrjónum. H.H.HBHHr^ ^'HHSrft!V%Bl DROFN FARESTVEIT HUSMÆÐRAKENNARI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.