Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.09.1976, Qupperneq 2

Vikan - 30.09.1976, Qupperneq 2
40. tbl. 38. árg. 30 sept. 1976 GREINAR: 2 Banani á Grsenlands grund. Sagt frá dagsferð til Græn- lands. 16 Stjörnuspeki kínverja. 25 Gyðjur og goð ungdóms- áranna. VIÐTÖL: 14 Káta Kata — skiptinemi frá Bandaríkjunum. SÖGUR: 20 Snara fuglarans. Þrettándi hluti framhaldssögu eftir Helen Maclnnes. 28 Hin konan. Fjórði hluti fram- haldssögu eftir Doris Lessing. 34 Mummi og krónan. Áttundi hluti framhaldssögu fyrir börn eftir Herdísi Egilsdóttur. 36 Glímumaðurinn. Smásaga eft- ir Ernest Hemingway. FASTIR ÞÆTTIR: 7 Poppfræðirit Vikunnar í umsjá Halldórs Andréssonar. 9 Krossgáta. 11 í næsta blaði. 12 Póstur. ,19 Meðal annarra orða. 24 Tækni fyrir alla. 26 Á fleygiferð í umsjá Bjarnasonar. Árna 30 Stjörnuspá. 40 Draumar. 42 Eldhús Vikunnar í Drafnar Farestveit. umsjá BLADAUKl HANDAVINNUSYRPA Á ÁTTA SÍÐUM. 6RÆMUIM Hefur þú aldrei sagt við sjálfan þig, þegar þig hefur langað til að fara eitthvert, hvert get ég farið, sem ég hef ekki farið áður? Hvernig væri til dæmis að reyna dagsferð til Grænlands? Fjölskylda mín og ég vorum svo heppin að komast með í Græn- landsferð dag einn á síðastliðnu sumri og fórum frá Reykjavík klukkan eitt eftir hádegi. Við lentum á Kulusuk klukkan tólf á hádegi, en það er vegna þess, að þar eru þeir þremur klukkustund- um á eftir okkur. Ferðir þessar eru farnar á tímabilinu frá 2. júní til 16. september, og er flogið á mánu- dögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Auk þess er flogið aukalega, sé þess óskað af hóp- ferðamönnum. Flugferðin tekur tvær klukku- stundir, og á þeim tíma er einu sinni borinn fram kaldur matur á plastbakka. í flugvélinni, sem var af gerðinni Fokker Friendship og tók 44 farþega, var hægt að kaupa áfengi og tóbak á heimleiðinni. Ferðamennirnir koma einkum frá norðurlöndum og Þýskalandi, enda hafa þeir einir efni á ferðum sem þessum, og er þeim þjónað af tveimur flugfreyjum. Ferðin kostar 25.345 fyrir manninn, og er flug- vallargjald ekki innifalið. Fyrir hjón með tvö börn kostar ferðin sumsé sjötíu og fimm þúsund krónur. Alvag hræbillegt — eða hvað? Þegar komið er yfir Kulusuk er flogið í stóran hring umhverfis til þess að leyfa fólkinu að njóta útsýnisins, og er óhætt að full- yrða, að það útsýni er alveg einstaklega fallegt. ís svo langt sem augað eygir og fyrir ofan heiðblár himinninn. Þegar véiin hafði lent stigum við út í skínandi sólskinið, en okkur brá heldur betur í brún, þegar við fundum kuldann. Það var aðeins þriggja stiga hiti, sem við vorum alls ekki búin undir að þola, svo að okkur varð strax kalt. Þegar við stigum út úr flugvélinni, fengum við einn banana hvert, ég veit ekki hvers vegna, því að þarna voru engin tré til að sveifla sér í. Jæja, nú var lagt af stað í heillanga gönguferð, klukkustund- ar gang um grænlenska náttúru. Landslag er ekkert frábrugðið landslagi á islandi uppi á öræfum, melar, stórgrýtisurðir og allt að hnédjúpur snjór. Ekki er hægt að segja, að leiðsögumaðurinn hafi sniðið ferðahraðann eftir ferða- mönnunum, því að eftir skamma stund var eldra fólkið farið að dragast aftur úr. Við áðum nokkr- um sinnum til að láta þreytuna líða úr fótunum, og í hvert skipti þyrptust börn að okkur, sem vildu selja okkur muni úr perlum og beini og alls kyns dót. Sumir ferðamannanna gáfu krökkunum sælgæti og ávexti, sem þeir tóku við með mikilli ánægju. Við gáfum lítilli telpu banana, og hún borðaði hann með hýði og öllu saman. Fyrst hljóp hún þó til mömmu sinnar og sagði henni frá. Börnin þyrptust að eins og mý að. mykjuskán, og oft varð okkur um og ó. Sum þeirra voru í skóm af sinni hvorri gerðinni, buxum og jökkum, sem ýmist voru of stórir eða of litlir, og engu þeirra var vanþörf á baði. Það er þó hægara sagt en gert, því að engin eru böðin í híbýlum þeirra. Þegar við nálguðumst þorpið, tókum við eftir því, að þar voru leiði á víð og dreif um allt. Skýringin á þeim er sú, að grænlendingar grafa hina látnu þar sem hægt er, því að bæði er jarðvegurinn grunnur víðast hvar, og svo fer frost afar seint úr'jörðu, fari það nokkurn tíma. Viðkunnan- legt, finnst ykkur ekki? Nú vorum við komin inn í þorpið, sem kallað er Kap Dan. Þetta er lítið þorp, en þar sáum við mikið af konum og börnum, fáa karla. í þorpinu er lítil kirkja, lítiö

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.