Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.09.1976, Qupperneq 11

Vikan - 30.09.1976, Qupperneq 11
 fvií -CTil I pS/ • > <’v 1 LM ■S, í ^£Í\\b í NÆSTU lflKU ÞEGAR AUSTRIÐ OG VESTRIÐ MÆTAST Mörgum er enn I minni, þegar Anna Geirsdóttir var kjörin önnur fallegasta stúlkan í keppninni ,,Ungfrú alþjóð” árið 1962, en eftir það ferðaðist hún vlða um hcim og vann við fyrirsætustörf, kvikmyndaleik og fleira. Hún fékk sérstakt dálæti á Filippseyjum, og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Justiniano ,,Ning” de Jesus. Vikan hcimsótti þau Önnu og Ning og sjö ára dóttur þeirra, Níní, en þau hafa búið hér á Islandi síðastliðin tvö ár. Viðtalið birtist í næstu Viku. ÁSTIR KÍNVERJA 1976 A eyjunni Formósu er gifting undarlegt sambland gamalla hefðaog nýrrasiða. Foreldrarnir ráðamakavali, en ekkert er sagt við því, þótt kærustuparið taki forskot á hjónabandssæluna, svo framarlega sem ekki fylgja óæskilegar afleiðingar í kjölfarið. J il þess að kynnast þessu nánar skulum við bregða okkur I brúðkaupsveislu þangað austureftir og fylgjast með tilhugalífi og giftingu þcirra Shan og Chung. Sjá næsta blað. HVAÐ ER SMJÖRLIKI? Neytendur velta eflaust fæstir vöngum yfir því, hvernig þær verða til, vörurnar, sem við kaupum og notum daglega. Hvernig er til dæmis smjörlíki búið til? Er það kannski búið til ur hveitijafningi og blandað slatta af smurolíu? Eða er það lituð koppafeiti með pipar og salti saman við? I traustir þess, að fleiri væru forvitnir um gerð smjörlíkis en við hérna á Vikunni, fórum við á stúfana og heimsóttum smjörlíkisverksmiðju. I næsta blaði segir af þeirri heimsókn. SMÁSAGA EFTIR JOHAN BORGEN Smásögur eru eitthvert vinsælasta efni Vikunnar, og oft höfum við fengið óskir frá lesendum um að hafa fleiri smásögurt hverju blað. En á meðan blaðið er ekki stærra en það er núna, verðum við að láta okkur nægja eina sögu t hverju blaði. I næstu Viku birtist sérstæð og hugljúf smásaga eftir einn kunnasta rithöfund norðmanna, Johan Borgen.saga um litla stúlku og lítinn dreng. Sagan heitir Jórunn og Litlibróðir . VIKAN Otgefandt Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Guðmundur Karlsson, Ásthildur Kjartansdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. Otlitsteiknari: Þorbergur Krtstinsson. Ljósmyndart: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 300.' Askriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddapar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 40. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.