Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 17
KÍNVERJA
Ár uxans
31. jan. 1889 -20. jan. 1890
19. febr. 1901- 8. febr. 1902
6. febr. 1913-25. jan. 1914
25. jan. 1925-12. febr. 1926
11. febr. 1937-31. jan. 1938
29. jan. 1949-16. febr. 1950
15. febr. 1961-4. febr. 1962
3. febr. 1973 -23. jan. 1974
Skapgerðareinkenni.
Uxinn þarfnast mikils öryggis —
fjárhagslegs, tilfinningalegs og
yfirleitt alls þess öryggis, sem
hægt er aö gera sér ( hugarlund.
Ef hann hlýtur það og þarf ekki að
hafa áhyggjur af öllum sköpuðum
hlutum, þá er hann einstaklega
traustur og áreiðanlegur. Flestir
uxar hafa djúpa þörf fyrir að skapa
eitthvað, hvort sem það nú er
listaverk, fyrirtæki eða heimili.
Hann hefur næmt auga fyrir
smáatriðum, en er ekki gefinn fyrir
að breyta út af vananum. Uxinn
getur veriö mjög þumbaralegur og
sjálfselskur og ætti að reyna að
hamla gegn slíku. Hann er mjög
mannblendinn og vill gjarnan ráða
yfir fólki.
Steinar uxans eru agat, emer-
ald, kórall, jaöi, alabastur og lapis
lazuli.
Þekktir uxar eru t.d. Willy
Brant, Adolf Hitler, Walt Disney,
Van Gogh, Renoir, Charles
C^plin, Peter Sellers, Richard
Burton og Rudyard Kipling.
Með öðrum:
Með öðrum uxum: Traust sam-
band, og þeir geta hlegiö
saman.
Með rottum: Viðfelldið samband,
en örlyndi þeirra getur ruglað
uxann, og honum finnst þær
ekki nógu stefnufastar.
Með tígrisdýrum: Þau geta brennt
uxann upp til agna með reiði
sinni, ákafa og óánægju, en
hann á samt erfitt með að
verjast aðdráttarafli þeirra.
Með köttum: Fyrirtaks samband,
ekki síst ef um fjölskyldutengsl
er að ræöa. Ef viðskipti eiga I
hlut, þá vantar allan kraft.
Með drekum: Andleg leikfimi þeirra
heillar uxann, en hver lætur
undan, ef ágreiningur vsröur?
Enginn!
Með snákum: Hér er mjög gott
samræmi, ekki slst á milli hjóna.
Þau virða vald hvors annars og
líður vel saman.
Með hestum: Ágætt samband, ef
viðskipti eiga í hlut, en það vill
skorta á tilfinningalegt sam-
band. Ágætir drykkjubræður!
Með geitum: Gæti verið fyrirtaks
dæmi um ást og hatur! Það er
eitthvað viö geitina, sem heillar
uxann, en það er líka eitthvaö,
sem hrindir honum frá.
Með öpum: Þeir eru allt of klókir,
og framkoma þeirra er of kæru-
leysisleg.
Með hönum: Ágætt samband,
ekki sfst í ástamálum.
Með hundum: Geta orðið góðir
vinir, ef þeir leggja hart að sér.
Með svinum: Lofar góðu, þvl svín
og uxar eiga margt sameigin-
legt. Aðal vandinn er sá, að þau
eru of viðkvæm fyrir göllum
hvors annars.
Ár tígrisdýrsins
21. jan. 1890 -8. febr. 1891
9. febr. 1902-28. jan. 1903
26. jan. 1914-13. febr. 1915
13. febr. 1926-1. febr. 1927
I. febr. 1938-18. febr. 1939
17. febr. 1950 - 5. febr. 1951
5. febr. 1962-25. jan. 1963
24. jan. 1974-10. febr. 1975
Skapgerðareinkenni.
Tígrisdýrið er í eðli sínu hlýtt og
mjög aölaöandi og safnar því að
sérfjölmörgum aðdáendum, en án
þeirra hættir því til að verða
kaldhæðið og óhamingjusamt.
Það er oft ákaflega hégómlegt og
hefur mikið álit á sjálfu sér.
Tígrisdýrið er kjarkmikið, hreinskil-
ið og óhrætt við að taka áhættu,
þegar um gott málefni er að ræða.
Það er mjög fljótt að skipta skapi,
og vill vera foringi hvar sem það er
statt. Því hættir til að leika sér að
tilfinningum annarra. Oftast er
það samt bæði kátt og vingjarn-
legt.
Árssteinar tígrisdýrsins eru
rúbin, demantar og kattarauga.
Þekkt tígrisdýr eru t.d. Dwight
D. Eisenhower, Charles de Gaulle,
Anna bretaprinsessa og Elísabet
II, Karl Marx og H.G. Wells.
Með öðrum:
Með öðrum tígrisdýrum: Eins og
tveir einvaldsherrar — í besta
falli sameinaðir gegn heiminum,
í versta falli alltaf að reyna aö
bera hvort af öðru.
Með rottum: Hér gætu orðið
margir árekstrar vegna skap-
geröareinkenna.
Með uxum: Tígrisdýrið hefur gam-
an af aö sýna sig fyrir þeim, en
þegar til kastanna kemur fyrir-
lítur það þá... eða öfundar þá í
laumi.
Með köttum: Ekki margt sameig-
inlegt, en þaö er einmitt ástæð-
an fyrir því, hvað þau laðast
hvort að öðru. Tígrisdýrinu
finnst kötturinn þægilegur og
móðurlegur.
Með drekum: Þau eru sitt á hvorri
bylgjulengdinni, en geta samt
starfað prýðisvel saman. Þau
virða vilja hvors annars.
Með snákum: Hérgengur á ýmsu,
og mörg verða deilumálin. Vin-
átta er samt möguleg, ef stoltið
stendur ekki í veginum.
Með hestum: Þau eiga fjölmargt
sameiginlegt, en þó er nógu
mikill munur til að tigrisdýrið fái
áhuga. Hestar og tígrisdýr eiga
prýðisvel saman.
Með geitum: Hér er ekki margt,
sem tengir, en þó gæti orðið
ágætt samband í vinnu. Geitur
eru góðir undirmenn tígrisdýra.
Með öpum: Tígrisdýrið heillast
mikið af fjöri þeirra, þó þeir
komi oftast svolítið háöskt fram
við það.
Með hönum: Mikil samkeppni, en
það gæti vakið aðdáun í stað
haturs. Saman eru þau einum
of mikið af því góða.
Með hundum: Auðvitað vill tígris-
dýrið ráða, en það getur öðlast
mikla visku frá hundinum, ef það
gefur sér tíma til að læra.
Með svinum: Hér virðast ekki vera
mikil tengsl á milli. Þó geta þau
unnið saman að ákveðnu verk-
efni, en fá fljótlega leiða hvort
á öðru.
40. TBL. VIKAN 17