Vikan

Issue

Vikan - 30.09.1976, Page 19

Vikan - 30.09.1976, Page 19
Ár snáksins 30. jan. 17. febr 4. febr. 23. jan. 10. febr 27. jan. 14. febr 2. febr. 18. febr 1881 1893 1905- 1917 , 1929 1941 . 1953 1965 . 1977 17. febr —5. febr, 24. jan. 10. febr —29. jan 14. febr -3. febr 21. jan. -7. febr , 1882 1894 1906 . 1918 . 1930 . 1942 . 1954 1966 . 1978 Skapgerðareinkenni. Snákurinn er þess fullviss, að hans bíði eitthvað alveg visst, hvort sem það er starf, manneskja eða trú. Þar til hann finnujþessa sérstöku köllun sína er hann oft erfiður viðfangs og sjálfsgagnrýn- inn. Hann er glysgjarn, og snáka- konur eru oft mjög fallegar. Snákurinn eyðir ekki tíma sínum í ómerkilegar kjaftasögur. Hann er oftast vel gefinn og hugsar mikið. Hann er fastheldinn á fé, en samt alltaf reiðubúinn að veita einhverja aðstoð, ef á þarf að halda. Honum hættir til undirferli og þrjósku, og flestir snákar eru mjög uppstökkir. Snákurinn er mjög aðlaðandi, en á oft erfitt með að eignast nána vini. Steinar snáksins eru tópas, malakít, jaspis, blóðsteinn, segul- steinn og tinna. Meðal þekktra snáka má nefna John F. Kennedy, Mao Tse-Tung, Dostoievsky, Bela Bartok, Pablo Picasso, Sarah Bernhardt, Mary Pickford og Audrey Hepburn. Meö öðrum: Með öðrum snákum: Hér er um annað hvort að ræöa — djúpt og einlægt ástarsamband, eða ekki síður djúpt og einlægt hatur. Það fer eftir snákunum, sem í hlut eiga. Með rottum: Þær eiga oft erfitt með að ákveða sig, en snákar og rottur eiga oft margt sameig- inlegt. Snákurinn hefur öll völd. Með uxum: Mjög gott, nema hvað uxinn vill byggja upp, en snák- urinn rífa niður. Ef þeir sætta sig við mismuninn, þá getur orðið mikil vinátta á milli þeirra. Með tígrisdýrum: Þau eru meira út á við en snákurinn og hviklynd- ari. Getur orðið sterk samstaða. Með köttum: Snákurinn vill ving- ast við köttinn, en ráða yfir honum. Oftast verður samt kötturinn ofaná á endanum. Með drekum: Ef snákur og dreki mætast á miðri leið, þá verða þeir mjög öflugir bandamenn. Oft- ast fara þeir samt hvor í sína átt. Með hestum: Úthverfir hestar eru hryllilega glaðlyndir í augum snáksins. Aftur á móti getur hann starfað vel með skyn- sömu og rólyndu hestunum. Með geitum: Frábært fyrir stjórn- málaleg viðskiptasambönd, en þau greinir oft á. Geitin dáist að hugrekki snáksins. Meö öpum: Það er ótrúlegt, hvað þeir eru ólíkir, samt laðast þeir hvor að öðrum. Ef það blessast, þá getur sambandið orðið mjög blómlegt. Með hönum: Hjónaband snáka og hana er mjög gott, því þeir eiga vel saman tilfinningalega og af- kasta miklu í sameiningu. Með hundum: Ágætt, svo framar- lega sem snákurinn hefur stjórn- taumana í sínum höndum. Með svínum: Svínið bætir snákinn upp, en slær honum enga gull- hamra. Þetta er það dýr, sem snákurinn elskar aö hata eða öfugt. Samt heillast þau hvort af öðru. j NÆSTA BLAÐI MÁ LESA UM HIN STJÖRNU — MERKINSEX, HESTINN, GEITINA, APANN, HANANN, HUNDINN OG SVlNIÐ. MEÐAL ANNARRA QRÐA ÓLÖGLEG VÍNSALA? Er lögregluyfirvöldum kunn- ugt um, að ólögleg vínsala hafi verið stunduð án nokkurs feluleiks hér í bse um þó nokk- urt árabil? Það virðist í hæsta máta ólík- legt, að lögreglan viti ekkert um þetta, því að eftir því sem ég best veit, þá hefur þessi vínsala viðgengist alltaf í sama ein- býlishúsi í miðborginni, þar sem innréttaður hefur verið vínbar og annað honum tilheyrandi, undanfarin lOára.m.k. Sjálfur hef ég farið þarna inn og fengið þar afgreitt vín án nokkurra fyrirspurna, þótt langt sé að vísu síðan (a.m.k. 10 ár). Fyrir nokkrum dögum átti ég leið þarna um aftur og varð þá vitni að því, að sendiráðsbíll, merktur reykjavíkurnúmeri og stöfunum CD, stansaði þar fyrir utan á meðan áfengisbirgðir I kassavís voru fluttar úr honum inn I húsið. Nú vil ég ekkert fullyrða, hvort sama eða svipuð starfsemi fer þar fram enn I dag, en mér þykir það líklegt, og með öllum ólíkindum, að yfirvöld viti ekkert af þessu. Sennilegt er þó, að ríkisborgarar annars ríkis njóti þar þjónustu fyrst og fremst, þótt Islenskir slæðist þar auðvitað með. En jafnvel þó svo sé, fæ ég ekki annað séð cn að þessi starfsemi (með smyglað vln?) sé með öllu ólög- leg utan ákveðinna svæða hér á landi, nema einhverjir lagakrók- ar hafi fundist, sem mér er ókunnugt um. Mér er sagt, að okkur Islendingum sé sllkt al- gjörlega óheimilt, og krefst þess að erlendum ríkisborgurum haldist ekki uppi að stunda hér á landi starfsemi, sem virðist brjóta I bága við íslensk lög. Að öðrum kosti ktefst ég skýr- inga á fyrirbærinu frá stjórn- völdum. KARLSSON 40. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.