Vikan

Issue

Vikan - 30.09.1976, Page 22

Vikan - 30.09.1976, Page 22
skalt bara einbeita þér að þínum hluta málsins.” „Jé, ég skal setja allt í gang.” „Fínt er. Sjáumst á sunnudag- inn,” sagði Krieger og þar með voru þeir búnir að koma sér saman um Tarasp. Krieger gekk út af símstöðinni léttur í spori, en ekki of hratt svo hann vekti ekki óþarfa athygli. Enginn virtist taka eftir honum. Þetta er prýðilegt, hugsaði hann. McCulloch kemur með Kusak eins og hann lofaði. Auðvitaði elskaði Hugh vel gerðar áœtlanir og nú væri hann áreiðanlega hundóá- nægður vegna þessara breytinga. En áætlanir eru því aðeins góðar, að þær séu sveigjanlegar. Hér var hann sjálfur að búa sig undir að sækja Chryslerinn og fara til Lienz, þótt hann í dag hefði alls ekki ætlað að fara þangað. En hann taldi heppi legra að hitta Jo augliti til auglitis en að hringja til hennar í fyrra- málið. Hann ætlaði að láta McCull- och hafa áhyggjur af því hvemig ætti að koma Jaromir Kusak til Tarasp. Krieger ætlaði að reyna að komast eftir því, hvemig á því gæti staðið að Irinu hefði verið veitt eftirför til Diimstein. Þeim í sam- einingu tækist kannski að skjóta Jiri ref fyrir rass. Krieger myndi vilja gefa mikið fyrir að sjá upp- litið ó honum, ef til þess kæmi. Áður en Krieger fór á hótelið að gera upp reikninginn, átti hann annað símtal og í þetta sinn hringdi hann í David Mennery á Grand. Maðurinn í gestamóttökunni var fljótur til svars. Herra Mennery og Fraulein Tesar fóm fyrir um það bil hálfri klukkustundu. Of fljót á sér, hugsaði Krieger, allt of fljót. Hvers vegna hafði Dave gert þetta? Kriger fann að nú var mikið í húfi. Fjarlægðin frá stöðinni að bilskúmum var ekki mikil. Ef ekki hefði staðið svona Ula á, hefði hann gengið meðfram ánni, til þess að anda að sér fersku lofti og njóta kvöldkyrrðarinnar. En nú tók hann leigubíl og lét hann stansa fyrir aftan nokkra kyrrstæða bíla framan við hóteldymar. Honum virtist það ömggara en að fara aUa leið að bUskúmum. Hann var ekki með neina skiptimynt á sér, enda gefið þjórfé allan daginn og svo þessi símtöl. Þama í dimmum leigubíln- um fór hann í alla vasa sina, en leigubUstjórinn sagðist ekki heldur eiga neina skiptimynt. „Farðu þá inn ó hótel og fáðu skipt þar,” sagði Krieger og rétti fram peningaseðU. „Ég bíð hér,” sagði leigubUstjór- inn. Þetta virtist þrætugjam nó- ungi. Annað hvort var hann á móti stuttum ferðum eða honum leiddist kvöldvinna. Hann var það ungur, að sennUega átti hann kæmstu, sem hafði gaman af því að dansa. Gatan var hljóð og flestir innan- dyra, þó að klukkan væri ekki nema átta. Krieger var í þann veginn að stíga út á gangstéttina, en i sömu andrá komu tveir menn niður vel upplýstar tröppumar og gengu í áttina tU hans. Hönd hans stimaði á hurðarhúninum og hann leit undan. Gamli, græni týrólahattur- inn huldi ljóst hár hans og ryk- frakkinn, sem hann bar ó báðum öxlum, myndi sennUega leyna litn- um á jakkanum. En ef þessir tveir menn ætluðu að nó í þennan leigubU, þá var öU varfæmi tU einskis. Þeir höfðu ef tU vUl aðeins séð hann sem snöggvast í bakariinu í morgun, en þeir vom áreiðanlega með vel þjálfað sjónminni. Þetta fjandans yfirvaraskegg, hugsaði hann. Samt var það einmitt stolt hans og prýði. En MUan og Jan höfðu engan áhuga á leigubUnum. Þeir stönsuðu við bU, sem var nokkmm metmm fyrir framan hann. MUan opnaði dymar og settist inn, en Jan flýtti sér hinum megin og settist undir stýri. Þeir vora á hraðri ferð og of reiðir tU þess að taka eftir leigubUn- um fyrir aftan þá. „Er eitthvað að?” sagði leigubU- stjórinn. „Nei, aðeins örlítUl sinadróttur. Hann verður horfinn eftir fáeinar sekúndur og þú getur bætt þeim við fargjaldið,” sagði Krieger. Ef bU- stjórinn hefði þagað, hefði hann kannski heyrt hvað Jan sagði um leið og hann settist inn í hvíta Fíatinn. Hið eina sem hann heyrði var einhver romsa, á tékknesku og því næst brak í gímm. Fíatinum var ekið aftur á bak, og síðan á brott í skyndi. LeigubUstjórinn hristi höfuðið. „Þessir andskotans útlendingar,” sagði hann. „Ef það em ekki tékkar, þá era það slóvakar, ungverjar eða krótíumenn. Þeim hefði verið nær að halda áfram að vera austurríkismenn, úr því að þeir þurfa sífeUt að vera hér á þvælingi hvort eð er.” „Þetta var snotur bUl.” Hann var glænýr og bar einkennisstafi Graz. „Svona bUaleigubUar endast aldrei lengi.” „Hvemig veistu að þetta var bílaleigubU]?” „Þessir nýju, hvítu FíatbUar era gerðir út af stöðinni þar sem ég vinn. Þeir em of góðir fyrir okkur. En sérðu svo hverjir fara höndum um þá. Heyrðirðu gírabrakið?” „Þeir virtust vera á hraðri ferð,” sagði Krieger. Hann horfði á aftur- ljósin hverfa í suðurátt. „LJtlendingar em alltaf að flýta sér. Og ekki vantar þá peningana. Veistu hvað það kostar að leigja svona bU? Á ég að segja þér...” „Nú held ég að sinadrátturinn sé horfinn,” sagði Krieger. „Ég ætla að fara inn og skipta.” „Ég skal gera það,” sagði bU- stjórinn. Honum var nú mnnin reiðin og þó hann virtist hnakka- kertur, þó var hann allt aö því vingjamlegur. Krieger lét sér þetta vel líka. Hann hugsaði um MUan og Jan þar sem hann sat í bUnum. Þeir höfðu elt Irinu, ekki aðeins tU Graz, heldur líka á hótelið. En það var honum nokkur huggun, að David virtist hafa snúið litUlega ó þá. En aðeins lítUlega. Eftir áttinni sem þeir óku að dæma gótu þeir verið ó leið tU Lienz. Hann lét leigubUinn fara, áður en hann tók töskuna sína og gekk fyrir homið. BUageymslan var mann- laus, nema hvað einn bifvélavirki var að gera við mótorhjólið sitt. Chryslerinn var vel geymdur innan um fjölda annarra bUa. Engin athugasemd var gerð við það þóttt hann tæki bílinn, enda var Krieger með lögmæta kvittun fyrir honum og skýringu á reiðum höndum. Bifvélavirkinn var ekki með neitt múður, en mkkaði hann fyrir bensíni og olíu, sem hann hafði sett á bílinn. (Dave er tUlitssamur, hugsaði Krieger.) „Ég var heppinn að fyUa hann strax,” sagði bifvélavirkinn. Hann var með innfallið brjóst og sítt hár. Augun vom mUd, en brosið dapur- legt. „Ég átti ekki von á því, að biUinn yrði sóttur fyrr en i fyrramól- ið. Þú ættir að láta vini þína vita.” „Ameríkanann, sem kom með bUinn hingað?” „Nei, vini hans tvo, sem komu hingað tU þess að spyrjast fyrir um Chryslerinn og hvenær hann yrði sóttur. Ég sagði þeim, að það yrði í fyrramálið.” „Var þetta hár, ljóshærður ná- ungi, en hinn grannur og dökk- hærður?” „Já, einmitt. Ég vona að...” „Nei, nei, ég læt þó vita. Á hvemig bU vom þeir?” „Þeir komu hingað í IeigubU utan af flugvelli og báðu okkur að útvega sér bUaleigubíl. En við önnumst ekki slíkt. Það er of mikið umstang. Ég sendi þó ó bUaleigu nálægt bUastöðinni. Fengu þeir einhvem?” „Já, ég held það.” „En engan eins og þennan.” Bifvélavirkinn klappað ó vélarhlíf- ina á Chryslemum, veifaði siðan og snéri sér aftur að mótorhjólinu. Kannski, hugsaði Krieger, var hann giftur stúlku, sem hafði haft gaman af því að fara út að dansa á kvöldin, og var nú ánægður að geta unnið aukavinnu, tU þess að eiga fyrir húsaleigunni. Milli fjöru og fjalls í Simca 1100 Simca 1100 GLS. 8 * <> SIMCA 1100 er einn vinsælasti litli fimm manna bfllinn á Norður- löndum. enda er hann annálaður fyrir gæði, styrkleika. lipurð, hagkvæmni, aksturshæfni, sparneyzlu, að ógleymdu ótrúlega lágu ver8i, — SIMCA 1100 GLS er 4. dyra, en með fimmtu hurðina að aftan og á fáeinum sekúndum má breyta honum I einskonar station- bfl. —SIMCA 1100 GLS er sérstaklega styrktur fyrir fslenzka vegi og veðurfar. Geymið ekki þangað til á morgun það sem hægt er að gera I dag: pantið nýjan SIMCA 1100 — hringið eða komið strax í dag. Vfökull hf. ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366. 22 VIKAN 40. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.