Vikan - 30.09.1976, Side 23
Krieger ók^bílnum varlega út á
auða götun^ Er hann var kominn
fyrir homið, jók hann hraðann og
ók í suðurátt. Hann gat ekki losað
sig við óþægilegar hugsanir sínar.
Jo hlaut að hafa sýnt kæruleysi og
þess vegna tókst Ludvik að elta þau
til Diimstein. Eða hitt að Dave
hefði verið of upptekinn af Irinu og
ekki tekið eftir bil, sem elti þau frá
DUmstein til Graz. Milan og Jan
höfðu verið sendir flugleiðis frá Vín
og þeir vissu nákvæmlega hvar
Irinu var að finna. Þeir vissu meira
að segja um Chryslerinn. Svikari
var á meðal þeirra. Á því lék enginn
vafi.
Þjóðvegurinn var greiður yfir-
ferðar. Beggja vegna voru litlar
verksmiðjur og kassalaga hús. Inn-
an við glugganan sat fólk í dauflega
upplýstum stofunum og horfði á
sjónvarp. En svo varð þessi hálf-
myrkvaða byggð dreifðari og við
tóku akrar, bóndabýli og skógar.
Vegurinn lá til hægri í vesturátt og
það var mjög lítil umferð. Krieger
jók hraðann. Aktu varlega, sagði
hann við sjálfan sig, láttu ekki
reiðina taka af þér ráðin. Eða
kannski var heppilegast, að hann
fengi útrás einmitt núna, áður en
hann kæmi til Lienz. Svikari,
hugsaði hann. Megi eldtungur hel-
vítis leika um hann að eilífu.
Krieger hafði alltaf kunnað vel
við sig í Lienz. Þetta var gömul
borg og lá í miðju landbúnaðarhér-
aði og umhverfis vom akrar, hæðar-
drög og skógar. Meðfram þröngum
götunum vom verslanir fullar af
vamingi, sem var framleiddur í
hémðunum í kring. Þama gat að
líta einfaldan mat, ódýr vín, Týróla-
jakka, kotroskna hatta, skrautleg
leðurbelti, skokka með víðum pils-
um og útsaumuð sjöl. Hér var ekki
beinlínis verið að tæla til sín
ferðamenn. Þarna vom líka búðar-
gluggar fullir af alls kyns skotfær-
um, byssum, rifflum og veiðihmf-
um. Fólk lifði hér háttbundnu lífi og
hélt sínu striki. Flestir vom komnir
snemma í háttinn og vom hálfnaðir
með nætursvefninn á miðnætti. Á
götunum var slangur af fólki, sem
reikaði stefnulaust um, liklega að
liðka sig eftir akstur dagsins og
anda að sér fersku lofti óður en það
gengi til náðar.
Á gamla markaðstorginu, sem
var óreglulegt í laginu var urmull af
bílum með erlendum skrásetningar-
númemm, hver og einn reiðurbúinn
að aka aðrar þrjú hundmð mílur
næsta dag. Kriegerlagði Chryslem-
um, tók síðan tösku sma og
rykfrakka og skáskaut sér mn á
milli bílana. Hann svipaðist um
eftir hvítum Fíatbíl með skrásetn-
ingamúmeri Grazborgar. En hann
kom aðeins auga á þrjá af þessari
tegund. Einn var frá Milano, annar
frá Genf, en sá þriðji frá Róm. Ef
tékkamir vom á annað borð komn-
ir hingað, höfðu þeir sjalfsagt lagt
bilnum sínum annars staðar. En
honum sagði svo hugur, að ef þeir
vissu hvert ferð Davids vœri heitið,
þá vissu þeir líka nafnið ó hótelinu.
Þetta vom tveir þreyttir ferðalang-
ar og það var því eins líklegt að þeir
myndu leggja bilnum sínum eins
nálægt Die Forelle og unnt væri,
enda myndi hann vera þar vel
geymdur innan um alla hina bílana.
Og allt í einu kom hann auga á
hvítan, dálitið rykugan Fíatbíl með
skrásetningamúmeri Grazborgar.
Krieger fór sér að engu óðslega,
en gekk í áttina að kránni, sem var
rólegur og friðsæll staður. Ef ekki
hefði verið þessi hvíti Fíatbill frá
Graz, hefði hann getað eytt nóttinni
þama i friði og ró. Eitt var þó til
bóta, að hann kom hvergi auga á bíl
Mennerys. Dave virtist vera var-
kárari en þessir tveir mstar frá
Prag. Fyrir ofan dyrnar á krónni
var skilti og á því var mynd af
silungi að bylta sér í vatnsskorpu.
Krieger gekk inn í anddyrið.
Þama var svipað um að Utast og
fyrir tveimur árum og Krieger gekk
eftir vel bónuðu gólfinu yfir að
gestamóttökunni. Veggimir vora
viðarklæddir, ljósin dempuð, en
skrautgripir úr látúni prýddu vegg-
ina. Og svo vom það auðvitað
blómin, enda var þetta í Austur-
Tiról. Ilmur af kjötkóssu úr vilU-
bráð lá i loftinu.
Fyrir innan borðið sat miðaldra
maður. Hann lagði frá sér gestabók-
inar og hóf þungan líkama sinn upp
úr stólnum. Hann gekk virðulega að
borðinu og grár ullarjakki hans með
grænum kraga og hnöppum úr
hreindýrahomi gerði hann enn til-
komumeiri. Engum gat dulist hver
hér réði húsum. Hann hafði heldur
ekkert breyst á þessum tveunur
ámm, sömu skarpskyggnu augun
og vingjamlega brosið. Krieger
mundi eftir öllu i sambandi við
þennan mann nema nafninu. Já, ég
er þreyttur, hugsaði Krieger, og
svangur. Hann lét töskuna fró sér á
stól og brosti. „Verst að klukkan
skuh vera orðin svona margt og
búið að loka eldhúsinu,” sagði hann
ísmeygilega.
,,Já, mér þykir það leitt,” sagði
maðurinn, formfastur og ákveðinn.
„Auk þess em öll herbergi frátek-
in.” Hann benti á gestabókina, sem
var full af nöfnum.
„Líka litla setustofan, sem þér
grípið til, ef í nauðimar rekur?”
Kringluleitt, rjótt andlit manns-
ins leit upp úr gestabókinni og
horfði nánar á Krieger. „Aaaa,”
sagði hann svo, „fyrir tveimur
ámm? Herr... Herr Krieger?”
„Rétt er það.”
„Frá Sviss?”
Framhald í næsta blaði.
40. TBL. VIKAN 23