Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 29
— Jú, ég treysti þér, sagði hún
efablandin.
— Skilurðu — það eru vissar
ástæður til þess að við getum ekki
gift okkur núna.
Hún svaraði ekki, en þögn
hennar, var ein^ og ný spurning.
Hann kyssti hana.
— Eg elska þig, Rósa, það veistu
þó?
Jú, það vissi hún. En að
morgunlagi viku síðar sagði hann:
— Eg kem ekki heim f kvöld,
Rósa, það er dálitið sem ég þarf að
koma f lag.
Hann útskýrði fyrir henni, að
hann væri að undirbúa próf í
tæknilegum kvöldskóla.
— En auðvitað kem ég eins og
vant er á morgun, sagði hann
fljótmæltur, þegar hann sá,
hvernig hún horföi rannsakandi á
hann. Allt í einu spurði hún:
— Er konan þín kannski farin að
furða sig á þvi, hvar þú alir
manninn?
Hann greip andann á lofti og
leit fast á hana:
— Hver hefur sagt þér þetta?
— Enginn, sagði hún fyrirlitlega.
— Hefi ég kannski talað upp úr
svefni?
Hún svaraði ekki, sneri sér
bara við og gekk með óþolandi
rólegu fasi að eldhúsbekknum.
— Hættu þessu nú! hrópaði hann
reiður. Þú ert búin að þvo allt
upp!
— Ekki öskra á mig á þennan
hátt.
— Rósa, reyndi hann eftir augna-
blik. Eg vildi segja þér þetta...
en...ég hef reynt, en.
—- Jæja? sagði hún hæðnislega.
Þetta litla orð verkaði eins og
hnefahögg.
— Þú, - hlustaðu nú, sagði hann
biðjandi. Hún vill ekki skilja, vill
ekki gefa mér frelsi. Einmitt
þessi orð hafði hann heyrt í
kvikmynd í sfðustu viku, og hann
skammaðist sín, um leið og hann
hafði sagt þau. En þegar hann leit
á hana, sá hann sér til undrunar,
að hún hafði breytt um svip.
Þarna var bölvuð meðaumkvunin
aftur!
— Þú hefðir átt að segja mér
þetta fyrr, sagði hún bara.
Hún faðmaði hann blíðlega að
sér, og hann laut höfðinu að öxl
hennar. Eftir langa þögn sagði
hún:
— Eg vil eignast barn. Ekki
yngist ég.
Hann greip fast um úlnliðinn á
henni. Að ég skuli ekki hafa
hugsað um það, hugsaði hann með
sér. Hann átti þegar tvö börn.
Hann mundi, hve áköf hún hafði
verið í að taka að sér barnið, sem
missti heimili sitt í siðustu
sprengjuárás. Auk þess vildu
allar konur eignast barn. Iíann sá
hana fyrir sér með barnið hans og
vissi, að hann yröi hreykinn, ef
hún yrði barnshafandi. En jafn-
framt var hann tvístígandi.
— Getur þú ekki spurt hana
aftur, Jimmie? sagði Rósa á ný.
Þú verður að fá hana til að sam-
þykkja skilnað...
— Já, sagði hann, ég skal reyna.
— Viltu spyrja hana í kvöld? hélt
hún áfram áköf.
— Kannski...
Það rétta var, að hann hafði ekki
hugsað sér að fara heim þetta
kvöld. Hann hafði ætlað kvöldið
fyrir sig með félögunum á
barnum.
— Hafðir þú ekki hugsað þér að
heimsækja hana í kvöld? spurði
Rósa, eins og hún læsi hugsanir
hans.
— Nei hreint ekki. Eg er með
verkefni, sem ég þarf að sinna,
það er út af prófinu. Ég næ því, ef
ég legg að mér og fæ svo betri
vinnu á eftir, það skaltu muna.
Hún andvarpaði.
— Jæja þá, farðu þá til hennar á
morgun og spurðu.
— Já, en á morgun vil ég vera
með þér, Rósa, sagði hann.
Hún andvarpaði aftur og
brosti:
— Þú ert alveg eins og barn, sagði
hún.
— Fæ ég koss áður en ég fer,
sagði hann. Ifonum var það allt í
einu mikils virði að finna hlýjan
líkama hennar, áður en hann
færi. Hún kyssti hann, en það
voru áhyggjuhrukkur á enni
hennar. Uss, liugsaði hann, kven-
fólk! Fari það og veri! Og þar með
var hann íarinn.
Næsta kvöld þegar hann kom
upp í íbúðina var hann hálf
óstyrkur. Hann hafði drukkið
aðeins og daðrað við Perlu og
talað yfirlætislega um konur og
hjónaband við hina mennina, að
lokum fór hann heim til konu
sinnar til að sofa úr sér. Hann
hafði borðað morgunmat með fjöl-
skyldunni, forðast ásakandi
augnarráð konunnar og farið
síðan til vinnunnar með dynjandi
höfuðverk. 1 verksmiðjunni var
hann að venju upptekinn við
vinnuna og gle.vmdi öllu öðru.
Þetta var lítil verksmiðja sem
framleiddi ýmiss konar mælitæki,
Hann var duglegur en var þó
aðeins öbreyttur verkamaður.
Hann vissi, að með dálítilli f.vrir-
höfn gæti hann tekið prófið, sent
myndi breyta stöðu hans launa-
lega séð. Það voru launin. sern
hann hafði áhuga á. ekki stöðu-
hækkunin. Kona hans hafði
nöldrað í honum i mörg ár og
reynt að fá hann til að taka sig á.
en hann sagði, að hún væri bara
að hugsa um að hafa það betra en
nágrannarnir. Eitt af því, sem
hann hataði mest, var lífsgæða-
kapphlaupið.
En nú npp á siðkastið var hann
farinn að hugsa alvarlega urn
prófið og hann ákvað, að þennan
sama dag segði hann Rósu, að hún
yrði að sætta sig við að sjá minna
af honum í framtiðinni. Hún varð
að skilja, að maður hafði skyldur
að rækja gagnvart sjálfum sér og
framtíð sinni. Ifann var þrátt
fyrir allt ekki nema fertugur.
4
HUJTI
40. TBL. VIKAN 29