Vikan - 30.09.1976, Síða 32
. 7
« > . s
1
— Hvaö sagði hún?
— Um hvað þá? Hann þreifaði
fyrir sér. En það hafði engin
áhrif. Hann horfði f uppgjöf á
hana:
— Það er ekki til neins, Rósa,
það hefi ég sagt þér. Hún svaraði
ekki strax. Eftir stundar þögn
sagði hún bitur:
— Já, já, ég veit, hvernig
liggur í þessu.
— Þú skilur ekkert, sagði hann
snefsinn.
— Jæja? Segðu mér þá, hvernig
það er.
— Það er ekkert að segja. Ég
get ekki að þessu gert.
Þögn aftur, og svo sagði hún
það, sem hann hataði mest af
öllu, þetta stutta einfalda orð sem
var svo fullt af fyrirlitningu og
hæðni:
— Jæja —
Það var ekki meira sagt þetta
kvöld. Viku síðar sagði hún stilli-
lega:
— Eg talaði við ömmu Jill í dag.
Hvað nú? hugsaði hann.
— Georg féll i síðasta mánuði, á
Ítalíu.
Honum létti, en sagði bara:
— Það var leitt.
Hún hlustaði ekki á hann:
— Ég sagði ömmunni, að ég
vildi ættleiða Jill.
— Já, en Rósa. . . en þegar hann
sá andlit hennar vissi hann, að
þetta var tilgangslaust.
— Eg vil fá barn, sagði hún
ákveðin. Hann leit undan.
— En amman vill ekki láta
hana frá sér, eða hvað?
— Eg er ekki viss á því. Fyrst
sagði hún nei og svo, að hún
skyldi hugsa um það. Hún er líka
svo gömul — áttræð næsta ár.
Hún hlýtur að skilja, að það fer
betur um Jill hjá mér.
— Ætlar þú að vera með
barnið hér? spurði hann, eins og
hann tryði ekki sínum eigin
eyrum.
— Hvers vegna ekki?
— Þú ert í vinnunni allan
daginn. . .
Hún svaraði ekki. Hann horfði
á hana — og roðnaði.
— Heyrðu nú, sagði hún. Hver
er það, sem á húsgögnin hérna?
Hver er það, sem hefur borgað
húsaleiguna? Auk þess á ég
ennþá hundrað pund í bankanum,
og það er bjartara framundan
núna, þegar stríðinu er að
ljúka. . .
Hann hugsaði ekki mikið um
ásakanir hennar, en annað mál
væri, ef hún ætlaði að hafa barn
hér.. . Barn er alltaf til óþæginda,
hugsaði hann. Þetta þýðir, að hún
kærir sig ekki um mig lengur.
Upphátt sagði hann bara:
— Jæja, ef það er svona, sem
þú vilt hafa það þá. . .
Hún ljómaði upp og kyssti hann
eins og f gamla daga:
Ö Jimmie, Jimmie.. .
Hann hélt henni að sér og
hugsaði biturt, að þessi gleði væri
ekki honum að þakka, heldur
krakka, sem hann hefði aldrei
séð. Kvenfólk! En jafnframt
hugsaði hann með sér, að þetta
væri nú ekki svo hættulegt, yfir-
völdin mundu aldrei leyfa Rósu
að ættleiða barn.
Næsta kvöld spurði hann hana,
hvort hún hefði farið á ætt-
leiðingarskrifstofuna.
Já, sagði hún og leit undan.
Orugg og nýtískuleg
kven- og
karlmannsúr U
á mjög hagstæðu
verði
Kynmð yður
camy y
GENEVE
Hún hló hæðnislega, stóð á
fætur og sagði:
— Jæja ég fer í háttinn. Sófinn
er upptekinn, vinur krakkanna
gistir hjá þeim. Þú getur fundið
þér sængurföt f skápnum og legið
á gólfinu.
— Hvernig gengur með krakk-
ana? spurði hann.
— Vel, ef þú hefur áhuga.
— Eg spurði, eða hvað?
Hann fór áður en krakkarnir
vöknuðu næsta morgun. Allan
daginn f vinnunni hugsaði hann
um það, hvað hann ætti að gera
við Rósu. Eftir vinnu fór hann á
barinn. Perla stóð við barborðið
og hafði greinilega gleymt þvf,
sem gerðist kvöldið áður. Hann
hafði bara ætlað að fá sér einn
drykk og fara svo, en þeir urðu
þrír. Honum líkaði vel, að Perla
var alltaf í góðu skapi. Hún sagði,
að kærastinn héldi við aðra konu
núna, og bætti við:
— Auk þess er nægur fiskur í
sjónum.
— Það finnst mér líka, sagði
hann.
— Já, já, við höfum öll okkar
áhyggjur, sagði hún glaðbeitt.
— Hann er kjáni að vilja þig
ekki, sagði hann og horfði á
gullna lokka hennar og vel vaxinn
líkamann. Hún færði sig nær
honum, en sagði svo góða nótt og
fór. Best að byrja ekki með Perlu
einmitt núna, hugsaði hann.
Það var framorðið, þegar hann
kom heim f íbúðina, og hann varð
allt í einu þreyttur og ergilegur.
Rósa var búin að borða og hafði
tekið af borðinu. Nú sat hún og
las i blaði.
— Hvað ert þú að lesa? spurði
hann og reyndi að brjóta ísinn.
Ilann kom auga á fyrirsögnina:
„Konur of margar, afleiðing
stríðsins".
— Það er það, sem ég er, sagði
Rósa bitur. Einni konu of mikið,
og algjörlega óvænt fór hún að
hlæja.
— Hvað er svona sniðugt?
spurði hann órólegur.
— Eg held ég megi hlæja, þegar
mér sýnist, sagði hún, það er alla-
vega betra en að gráta.
— En Rósa, sagði hann hjálpar-
vana. Getur þú ekki hætt að. . .
Nú brast hún í grát og vafði sig
upp að honum. Seinna um kvöldið
spurði hún:
— Þú varst hjá konunni þinni f
gær, ekki satt?
— Jú, sagði hann og hugsaði:
Nú kemur það. . .
RAFTORG SÍMi: 26660
RAFIÐJAN SÍMi: 19294
32 VIKAN 40. TBl.