Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 37
GLIMU MA DURINN Nick stóð upp. Það var allt í lagi með hann. Hann leit upp eftir brautarteinunum og horfði á eftir ljósunum á flutningalestinni hverfa fyrir bugðu á brautinni. Það voru vatnslsenur sitt hvorum megin við brautina, og handan þeirra teygði fenið sig út í fjarskann. Hann þreifaði á hnénu. Buxurnar voru rifnar og skinnið hruflað. Hendurnar voru rispaðar og sandur og sót undir nöglunum. Hann gekk út á brautarbrúnina niður litla brekkunaaðvatninu og þvoði sér um hendurnar. Hann þvoði þær vand- lega í köldu vatninu og skóf skítinn undan nöglunum. Hann kraup niður og stakk hnénu niður I vatnið. Djöfuls drullusokkur þessi hemla- vörður. Sá skyldi fá fyrir ferðina einn góðan veðurdag. Hann mundi þekkja hann aftur. Þetta var fallega gert. ,,Komdu hérna kallinn,” sagði hann. ,,Ég er með svolítið handa þér.” Hann hafði látið blekkjast. Fjand- ans barnaskapur að láta gabba sig svona... Það fengi enginn að kýla hann svona aftur. , ,Komdu hérna kallinn, ég er með svolítið handa þér. ’ ’ Síðan búmm og hann lenti áfjórum fótum við hliðina á teinunum. Nick neri augað. Það var tekið að bólgna talsvert. Hann fengi áreiðan- lega glóðarauga. Hann var þegar farinn að finna til I þvi. Helvítis tíkarsonur þessi hemlavörður. Hann þreifaði á kúlunni fyrir ofan augaðmeðfingrunum. O-jæja, hvað er eitt glóðarauga. Það var allt sem hann hafði fengið út úr þessu, og það fyrir lítið. Hann óskaði þess að hann gæti séð það. Hann sæi það ekki þótt hann iiti ofan I vatnið. Það var dimmt, og hann var víðsfjarri öliu. Hann þurrkaði af höndunum á buxnaskálmunum og stóð upp, klifraði síðan aftur upp brekkuna að teinunum. Hann lagði af stað eftir brautinni. Það var vel hlaðið undir böndin og vel greiðfæu, sandur og möl á milli þeirra, fast undir fæti. Járnbrautin teygði úrséreinsog langur ormur yfir fenin. Nick hélt leiðar sinnar. Hann varð að komast eitthvert. Nick hafði stokkið um borð I vöruflutningalestina, þegar hún hægði á sér I portinu fyrir utan Walton brautarstöðina. Lestin með Nick innanborðs hafði runnið I gegn um Kalkaska, þegar húmaði að kvöldi. Nú hlyti hann að vera farinn að nálgast Mancelona. Þrjár eða fjórar mílur um fenjaland. Hann gekk áfram eftir brautinni og steig á uppfyllinguna á milli bandanna. Fenið var draugalegt I sívaxandi mistrinu. Hann hafði verki I aug- anu, og hann var svangur. Hann þrammaði áfram, og að baki hans teygði brautin úr sér mílu eftir mílu. Fenið reygði sig svo langt sem augað eygði báðum megin brautar- innar. Það var brú framundan. Nick gekk yfir hana, og það glumdi tómlega I járninu undan stígvél- unum. Á milli þverbandanna glitti í svart vatnið. Nickspafkaðií lausan nagla, og hann féll í vatnið. Handan brúarinnar risu hæðir. Þær risu hátt og skuggalcga báðum megin við brautina. Lengra fram- undan sá Nick bál brenna. Hann grkk hægt og varlega eftir brautinni í áttina að eldinum. Hann var öðrum megin við braut- ina fyrir neðan ruðninginn. Hann hafði aðeins séð birtuna frá bálinu. Brautin lá út milli tveggja hæða, þar sem eldurinn logaði I rjóðri. Nick lét sig renna varlega niður brekkuna og gekk inn á milli trjánna til að koma að eldinum út úr skóginum. Þetta var beykiskóg- ur, og fallið beykilaufið hrislaðist undan skónum hans, þegar hann gekk á milli trjánna. Eldurinn logaði bjart rétt við jaðar trjánna. Við hann sat maður. Nick dokaði bak við tré og horfði á hann. Það leit út fyrir að maðurinn væri einsamall. Þarna sat hann með hönd undir kinn og starði inn I eldinn. Nick gekk út undan trján- um inn I skinið frá eldinum. Þarna sat maðurinn og horfði inn I eldinn. Þcgar Nick staðnæmdist rétt við hliðina á honum, hreyfði hann hvorki legg né lið. ,,Halló!” sagði Nick. Maðurinn leit upp. ,,Hvar fékkstu glóðaraugað?” spurði hann. „Hemlavörðurinn kýldi mig.” ,,0t af vöruflutningalestinni?” ,Já.” ,,Ég sá bastarðinn," sagði mað- urinn. ,,Lestin fór hérna framhjá fyrir hér um bil einum og hálfum tíma. Hann var á labbi uppi á vagnþökunum klappandi saman lófunum og syngjandi.” ,,Helvítis bastarðurinn!” ,,Hann hlýtur að hafa verið hæstánægður af því að hafa kýlt þig,” sagði maðurinn alvarlega. ,,Ég skal lúskra á honum.” ,,Lúskraðu honum með steini einhvern tlma, þegar hann fcr framhjá,” ráðlagði maðurinn. SMÁSAGA EFTIR ERNEST HEMINGWAY. , ,Ég skal ná mér niðri á honum." ,,Þú ert býsna harður af þér, er það ckki?” ,,Nei,” svaraði Nick. ,,Þið þessir strákar eruð allir hörkutól.” ,,Harkan er það eina sem dugir,” sagði Nick. „Einmitt það sem ég átti við.” Maðurinn leit á Nick og brosti. í skini eldsins sá Nick, að andlit hans var vanskapað. Ncfið var sokkið, augun voru rifur, og varirnar voru undarlegar í laginu. Nick tók ekki eftir þessu öllu I einu, það eina sem hann sá var að andlit mannsins var undarlega lagað og lemstrað. Það var eins og kítti á litinn. Eins og nár I skini eldsins. ,,LIst þér ekki vel á smettið á mér?” spurði maðurinn. Nick fói hjá sér. ,,Auðvitað,” sagði hann. „Sjáðu hérna!” sagði maðurinn og tók ofan húfuna. Hann hafði aðeins eitt eyra. Það var hálljgert þykkildi og lá klesst upp að höfðinu. Þar sem hitt hefði átt að vera var aðeins stúfur. „Nokkurn tlma séð nokkuð þessu llkt?” ,,Nei,” sagði Nick. Það var ekkí laust við að honum flökraði. ,,Ég harkaði það af mér,” sagði maðurinn. „Heldurðu að ég hafi ekki getað harkað það af mér kallinn?” ,,Það máttu sveia þér upp á!” ,,Þeir brutu allir hendurnar á mér,” sagði litli maðurinn. ,,Þeim tókst ekki að meiða mig.” Hann leit á Nick. ,,Sestu,” sagði hann. ,,Viltu eitthvað að éta?” ,,Vertu ckkert að hafa fyrir því,” sagði Nick. ,,Ég ætla að halda áfram inn I bæinn.” ..Heyrðu!” sagði maðurinn. „Kallaðu mig Ad.” ,,Alveg sjálfsagt!" „Heyrðu!” sagði litli maðurinn. ,,Það er ekki allt í lagi með mig.” ,,Hvað er að?" ,,Ég er geggjaður.” Hann setti upp húfuna. Nick var hlátri næst. ,,Það er allt I lagi með þig,” sagði hann. ,,Nei, það er það ekki. Ég er geggjaður. Heyrðu hefur þú nokk- urn tlma verið geggjaður?” ,.Nei,” sagði Nick. „Hvernig lýsir það sér?” ..Ég veit það ekki," sagði Ad. ,,Ef þú ert það, þá veistu ekki af því. Þú þckkir mig er það ekki?” ,,Nei." , ,Ég er Ad Francis. ’ ’ ,,Ertu að meina það?” ..Trúirðu því ckki?” , Jú." Nick vissi að það hlaut að vera satt. „Veistu hvers vegna þcim tókst ekki að lúskra á mér?” ,,Nei,” ..agði Nick. „Hjartað I mér slær svo hægt. Það slær bara fjörutíu slög á mínútu. Finndu!” Nick hikaði. ,,Hérna, finndu.” sagði maður- inn og tók um hönd hans. ..Taktu um úlnliðinn á mér. Settu fingurna hér. ’' Olnliður litla mannsins var sver, og fyrir ofan hann hnykluðust vöðvarnir á framhandleggnum. Nick fann hægan sláttinn undir fingrunum. ,,Ertu með úr?” ,,Nei.” ,,Ekki ég heldur,” sagði Ad. ,,Það þýðir ekkert, ef þú ert ekki með úr.” Nick sleppti takinu. 40. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.