Vikan - 30.09.1976, Side 38
„Heyrðu,” sagði Ad Francis.
,,Taktu um hann aftur. ,,Tel þú og
ég tel upp að sextíu.”
Nick fann haegan kröftuglegan
sláttinn undir fingrum sér, og hann
hóf að telja. Hann heyrði litla
manninn telja hsegt, einn, tveir,
þrír, fjórir, fimm og áfram —
upphátt.
„Sextíu.” sagði Ad að lokum.
„Hvað var það hjá þér?”
„Fjörutíu,” sagði Nick.
„Þarna sérðu,” sagði Ad ánægð-
ur. , Hann eykst aldrei.”
Maður lét sig renna niður brekk-
una frá'brautinni og gekk þvert yfir
rjóðrið í áttina að eldinum.
„Halló, Bugs!” sagði Ad.
„Halló!” svaraði Bugs. Þetta var
rödd negra. Nick sá það af göngu-
lagi hans að hann var ncgri. Hann
stóð og sneri baki í þá og hailaði sér
yfir eldinn. Hann rétti úr sér.
„Þetta er félagi minn, Bugs,”
sagði Ad. „Hann er líka geggj-
aður. ”
„Gaman að kynnast þér,” sagði
Bugs. „Hvaðan ertu?”
„Chicago,” sagði Nick.
„Það er góð borg,” sagði negr-
inn. „Ég heyrði ekki nafnið þitt.”
„Adams, Nick Adams.”
„Hann scgist aldrei hafa verið
geggjaður, Bugs,” sagði Ad.
Þá á hann mikið eftir,” sagði
negrinn. Hann var að taka utan af
pakka við eldinn.
„Hvenær eigum við borða,
Bugs,” sagði glímukóngurinn.
„Núna rétt strax.”
„Ertu svangur, Nick?”
„Það gaula í mér garnirnar.”
„Heyrðirðu það, Bugs?”
„Ég heyri flest af því sem sagt
er.”
„Ég var ekkert að spyrja þig að
því.”
,Já, ég heyrði, hvað herrann
sagði.”
Hann var að leggja sneiðar af
höm á pönnu. Þegar pannan
hitnaði fór fitan að slettast, og
Bugs, sem kraup á löngum niggara-
löppunum yfir eldinn, sneri höm-
inni og hellti eggjum á pönnuna,
sem hann hallaði á báða bóga, svo
að heit fitan rynni undir eggin.
„Viltu gjöra svo vel að skera
nokkrar brauðsneiðar af brauðinu
þarna í pokanum, herra Adams?”
spurði Bugs og sncri sér frá
eldinum.
„Alveg sjálfsagt.”
Nick stakk hendinni niður í
pokann og tók upp brauðhleif.
Hann skar sex sneiðar. Ad horfði á
hann og hallaði sér áfram.
„Leyfðu mér að sjá hnífinn þinn,
Nick,” sagði hann.
„Nei, láttu hann vera,” sagði
negrinn.
„Láttu hann ekki fá hnífinn
þinn, herra Adams."
Glímukóngurinn settist.
„Viltu gjöra svo vel að færa mér
brauðið, herra Adams?” sagði
Bugs. Nick færði honum það.
„Viltu dýfa brauðinu þinu í
fituna af höminni?” spurði
negrinn.
„Hvort ég vil!”
„Kannski við ættum að láta það
biða þangað til seinna. Það er betra
þcgar við erum búnir með hitt.
Gerðu svo vel.”
Negrinn tók upp sneið af höm-
inni, lagði hana á eina brauðsneið-
ina og síðan egg þar ofan á.
„Settu aðra brauðsneið ofan á, ef
þú vildir gjöra svo vel, og réttu
herra Francis hana.”
Að tók við samlokunni og tók að
borða.
„Gættu þin að rauðan renni ekki
út úr,” varaði negrinn hann við.
„Þes5i er handa þér, herra Adams.
Síðan ætla ég að borða það sem eftir
er.”
Nick beit i samlokuna. Negrinn
sat andspænis honum við hliðina á
Ad. Heit, steikt hömin og eggin
voru sérlega bragðgóð.
„Herra Adams er svo sannarlega
svangur,” sagði negrinn. Litli mað-
urinn, sem Nick kannaðist við með
nafni sem fyrrverandi glímumeist-
ara var þögull. Hann hafði ekki
mælt orð af vörum síðan negrinn
hafði talað um hnifinn.
„Má ég bjóða þér að dýfa
brauðsneið í heita fituna af höm-
inni?” sagði Bugs.
„Kærar þakkir.”
Litli hvíti maðurinn leit á Nick.
„Vilt þú Iika, herra Adolph
Francis?” bauð Bugs honum og
rétti fram pönnuna.
Ad svaraði ekki. Hann var að
horfa á Nick.
„Herra Francis?” Rödd niggar-
ans var blíðleg.
Ad svaraði ekki. Hann var að
horfa á Nick.
-.Ég var að tala við þig, herra
Francis,” sagði niggarinn blíðlega.
Ad hélt áfram að horfa á Nick.
Hann hafði dregið húfuna niður í
augu. Nick fann til kviða.
„Hvað í andskotanum fær þig til
að bregðast svona við?” kom út
undan húfunni hvasslega ætlað
Nick. „Hvaði andskotanum þykist
þú eiginlega vera? Þú ert aumingi
með hor. Þú kemur hingað óboðinn
og étur matinn manns, og þegar
maður biður um að fá lánaðan
hnífinn þinn ertu bara með
frekju.”
Hann góndi á Nick, andlit hans
var hvítt og augun næstum hulin
undir húfunni.
„Þú er,t helvítis boðflenna. Hv?r
bað þig eiginlega að troða þér upp á
okkur?”
„Enginn.”
„Alveg rétt, það var enginn.
Enginn bauð þér heldur að vera. Þú
kemur hingað, gerir gys að andlit-
inu á mér, reykir vindlana mína,
drekkur brennivinið mitt og ert svo
með einhverja stæla. Hvern djöful-
inn meinarðu eiginlega með
þessu?”
Nick sagði ekkert. Ad stóð upp.
„Ég skal segja þér nokkuð
helvítis raggeitin þin. Nú verður
kýldur af þér hausinn. Skilurðu
það?”
Nickhopaði. Litli maðurinn kom
hægt í áttina að honum og dró
fæturna þyngslalega eftir jörðinni.
„Sláðu mig,” sagði hann og
sneri höfði. „Reyndu að slá mig.”
„Mig langar ekkert til að slá
þig-”
„Þú sleppur ekki svona auðv.eld-
lega. Þú átt eftir að þola barsmið
skal ég segja þér. Svona, ráðstu á
mig.”
„Góði hættu þessu,” sagði Nick.
„Allt i lagi helvítis skíthællinn
þinn, þú um það.”
Litli maðurinn leit niður á fætur
Nicks. Negrinn hafði staðið upp og
elt hann þegar hann lagði af stað frá
eldinum, og þegar hann leit niður
barði negrinn hann i hnakkann.
Hann féll áfram og Bugs sleppti
kylfunni, sem tusku var vafið utan
um.svoaðhúnféllájörðina. Þarnalá
litii maðurinn með andlitið I
grassverðinum. Negrinn lyfti hon-
um upp með höfuðið hangandi og
bar hann að eldinum. Andlitið á
honum leit illa út með augun
uPPglennt- Bugs lagði hann varlega
á jörðina.
„Réttu mér vatnið í fötunni,
herra Adams,” sagði hann. „Ég er
hræddur um að ég hafi lamið hann
heldur fast.”
Negrinn gusaði vatni á andlitið
á honum með hendinni og togaði
varlega í eyrað á honum. Augun
lokuðust.
Bugs stóð upp.
„Það er allt i lagi með hann,”
sagði hann. „Það þarf engar
áhyggjur að hafa af honum. Mér
þykir þetta leitt, herra Adams.”
„Þetta er allt í lagi.” Nick var að
horfa niður á litla manninn. Hann
sá kylfuna liggjandi I grasinu og tók
hana upp. Hún var með sveigjan-
legu haldi og féll vel í greip. Hún
var gerð úr snjáðu svörtu leðri, og
utan um þunga endann var vafið
vasaklút.
„Handfangið cr úr hvalbeini,”
sagði negrinn brosandi. „Þeir eru
hættir að búa þær til fyrir löngu. Ég
vissi ekki hversu vel þér tækist
sjálfum að verjast, nú og svo vildi ég
ekki að þú meiddir hann eða
skrámaðir hann meira en orðið er.”
Negrinn brosti aftur.