Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 40
BRENNANDI STRÆTISVAGN. Kæri draumráðandi! Fyrir um það bil tveimur mánuðum dreymdi mig draum, sem ég hef lengi velt vöngum yfir, því um daginn gerðist atvik, sem draumurinn hefði getað verið fyrirboði um. Þess vegna langar mig að sjá, hvernig þér ferst að ráða hann. Mig dreymdi, að vinur minn og ég stæðum í strætó, það var fimman. Vagninn var að aka eftir Skothúsveginum. Hann var kominn yfir brúna, þegar hann stansaði, dyrnar opnuðust og vinur minn stökk út úr vagninum og út í tjörnina. Svo lokuðust dyrnar, og vagninn hélt áfram. Þá fannst mér vagninn vera að aka eftir Suðurgöt- unni. Ég tók eftir bílljósum fyrir aftan vagninn, mér fannst bíll vera að elta hann. Allt í einu var ég komin út úr vagninum, það var mikil snjór. Ég stóð fyrir aftan vagninn, þá allt í einu kom bíllinn á móti mér á miklum hraða, hann snarbeygði og ók í burtu. Svo fannst mér ég aftur vera komin upp í vagninn, og þá sá ég, að eldur hafði kviknað aftan til í honum, en ég stóð frámarlega. Skelfing greip um sig meðal fólksins, og ég kallaði til vagnstjórans og bað hann að stoppa og hleypa fólkinu út. Hann sinnti ekki kalli mínu strax, en að lokum opnað hann dyrnar, en ég og aðrir komust út, en dyrnar lokuðust aftur, og vagninn hélt áfram. Svo man ég, að við stóðum og horföum á eftir logandi vagn- inum. H-S- Gaman væri að heyra frá þér, hvernig þú réóst drauminn. Mtn ráðning er, að þessi draumur sé þér viðvörun um háska allmik- inn, því f/est þau tákn, sem hann birtir þér, boða háska af einhverju tagi, og ekki llst mér vel á það tiltæki vinar þíns að stökkva sisvona úti tjörnina. En þú s/eppur úr háska þessum og stendur jafnrétt eftir. EGGJATALNING. Kæri draumráöandi! Viltu reyna að ráða þennan draum fyrir mig. Mig dreymdi, að ég var í gönguferö með kærastanum mínum, og allt í einu sáum við fuglshreiöur viö fætur okkar. Það munaði engu, aö viö gengum á þaö. Þetta var svo fallegt hreiður með fimm eggjum í, og við krupum niður og skoöuöum það, og ég var einmitt að hugsa um, hvort litla mamman fengi unga úr öllum eggjunum fimm. Og þá vaknaði ég. Ég vona, aö þú getir sagt mér, hvaö þessi draumur táknar, því hann var svo yndislegur. Lóló. Já, vfst er hann yndislegur, og mikil eppni var það, að þið stiguð ekki ofan á eggin. Þessi fa/legi draumur boðar ykkur fimm börn / hjónabandinu, og gangi ykkur ve/ við uppeldið! SAUMASKAPUF>OG HRINGAVITLEYSA. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða tvo drauma, sem mig dreymdi með stuttu millibili. Mér fannst ég standa og horfa á tengdamóður mína sitja og sauma glugga- tjöldúrmjög þunnusnjóhvítu efni eða neti. Á hliðarnar saumaði hún breiðan Ijóslillabláan borða. Mér fannst hún vera búin með tvær lengjur og vera að byrja á þeirri þriðju. Ég sá, að efnið fór í flækju, þegar hún byrjaði, en hún lagaði það fljótt. Á þessum lengjum átti að vera eins borði, bara marglitur, mjög fallegur. Ég var ákveðin í að sauma eins gluggatjöld, þegarég kæmi heim. Inni ísama herbergi fannst mér mágur minn (sonur hennar) sitja og sauma krosssaumsmynd. Ég man, að ég skoöaöi myndina og fannst hún dálítið ójöfn, en samt góð. Þessi mágur minn er nitján ára og síðastur allra til að gera nokkuö þessu líkt. Seinni draumurinn: Mér fannst standa yfir einhvers konar stríð og liðiö mín megin hafa betur. Allt í einu var ég komin inn í skartgripabúö og vildi láta minnka hring, sem ég á, en afgreiðslumaðurinn sagði, að þess þyrfti ekki. Þá bað ég hann að pússa giftingarhringinn minn og hinn hringinn í leiðinni. Þegar hann var búinn fannst mér þeir ekki glansa eins og ég hafði búist við, og um leið tek ég eftir þvf, að giftingar- hringurinn er mjög eyddur þeim megin, sem snýr inn í lófann, og auk þess svo dökkur. Ég spurði, hvort hægt væri aö bræða gull í þetta. Hann sagði svo vera, og það átti að kosta frá 9—10 þúsund, sem mér fannst óheyrilega mikið. Með fyrirfram þökk. Fía. Fyrri draumurinn boðar mikil og góð samskipti við tengdafólk þitt, sem eiga eftir að verða þér til mikillar hjálpar. Seinni draumurinn táknar það, að einhverjir erfið- /eikar séu framundan í hjónabandinu, og er llklegt, að inn / það mál dragist fleiri en þiö hjónin. Þér mun reynast það nokkurt átak að jafna þessimál. HLÁTUR OG GRÍSIR. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig þennan draum: Mér fannst ég vera á skemmtun, þar sem einhver hljómsveit spilaði, ég held Cabaret. Svo fannst mér það hefði átt að vera leynigestur í hléinu, og svo kom hlé, og ég sat nálægt innganginum og sá þá kennarann minn koma inn, en hann er í Randver. Hann og Guðmundur voru með fullt fangið af grísum, og ég fór að skellihlæja. i því rétti Ellert mér einn grisinn, og ég hélt honum dálítinn spöl frá mér, því ég hélt hann mundi pissa á mig. Og svo byrjaöi hann að pissa, og það var ekkert smáræði, sem hann pissaði, og ég fór að skellihlæja og sagði við Ellert: Ég fann þetta á mér, að hann þyrfti að pissa. Þökk fyrir birtinguna. Kristín Agla. Þú átt eftir að lenda I útistöðum viö þennan kennara þinn, en þiö jafnið málin þannig, að þið verðiö bestu vinir eftir. UNDARLEG SPEGILMYND. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig þennan draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst ég standa fyrir framan spegilinn inni í baðherberginu heima. Ég var að skoða upp í munninn á mér. Ég lokaöi svo munninum, en spegilmyndin var ennþá með opinn munninn. Ég var hálfskelkuð og fór að skoða þetta betur. Þá sá ég, að munnurinn á mér var allur út í bólum og kýlum, og einnig fóru tennurnar allt í einu að losna þarna, sem ég stóð fyrir framan spegilinn. Mér fannst 3 eða 4 tennur detta út úr mér og hanga á silfurþræði alveg niður á brjóst. Þetta var alveg hræðilega vont, og ég reyndi að festa tennurnar aftur, en árangurslaust. Þá fannst mér ég vera komin á einhvern spítala til þess að láta laga þetta, og þar var ég látin fara inn í stóran sal. Mér fannst ég sjá þar systur mína og tvær vinkonur mínar. Ég varð mjög hissa að sjá þær þarna, en mundi þá allt í einu eftir því, að þær áttu allar von á barni. Þar næst var ég látin leggjast á bekk inni í litlu herbergi, en mig dreymdi aldrei það langt, að ég fengi að sjá munninn heilan aftur. Ég vona, að þú getir sagt mér, hvað þetta þýðir. Virðingarfyllst, Ijón. Ég held þú ættir að fara varlega í ástalífi þ/nu í náinni framtlð, því að þessi draumur bendir eindregið til lausungar á þvl sviði, sem gæti leitt af óve/komna barnsfæðingu. Það Htur út fyrir, að þú verðir fyrir niður- lægingu í tengslum við það mál. _______________________________________/ MIG ÐREYMÐI 40 VIKAN 40. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.