Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.09.1976, Side 43

Vikan - 30.09.1976, Side 43
FLUC Sjóðið brokkálið næstum meyrt, og setjið það í smurt eldfast fat, kryddið með salti, pipar, og dál. múskati. Fiskbollurnareru skornar í tvennt og settar ofan á brokkálið. Hellið síðan sósunni yfir og bakið í 225° heitum ofni í 20 mínútur. Skreytið með rækjum og sítrónu- bátum. STEIKTAR FISKBOLLUR MEÐ FLESKI OG NIÐURSOÐNUM TÓMÖTUM. 1 dós fiskbollur 8 sneiðar flesk 1 dós niðursoðnir tómatar 2—3 msk. sterkur ostur, rifinn steinselja. Hitiðtómatana I soðinu, síið soðið síðan frá og notið gjarna í súpu. Steikið flesksneiðarnar stökkar. Haldið þeim heitum og steikið fiskbollurnar í fleskfeitinni. Setjið tómatanaíhringásmurteldfast fat. Setjið bollurnar í miðjuna og flesksneiðarnar í kringum. Stráið rifnum osti yfir og setjið í 250° heitan ofn í 10 mínútur. Skreytið síðan með steinseljugreinum og beriðfram með soðnum kartöflum. VEISLUBOLLUR. 1 dós fiskbollur 150 gr rækjur 3 egg 3 msk. mjólk eða rjómi 1 msk. hveiti 1 tsk. salt 2 msk. saxað dill eða steinselja 2 msk. rifinn ostur 3 msk. smjör. Skerið bollurnar að endilöngu í tvennt og setjið I smurt eldfast form ásamt rækjunum. Þeytið egg, mjólk, salt og hveiti og hellið yfir. Stráið dilli eða steinselju yfir og setjið smjörbita ofan á. Bakið við 225° í ca. 20 mínútur. Berið fram með grænu salati. DROFN FARESTVEIT HUSMÆÐRAKENNARI HEIMATILBÚNAR FISKBOLLUR 1 kg fiskhakk 2 dl súrmjólk 3—4 dl fisksoð 50 gr smjör 3 kúfaðar msk. kartöflumjöl ef vill útbleytt brauð salt, pipar, múskat negull 1/2 rifinn laukur Hakkið fiskinn 4 sinnum. Þegar búið er að hakka hann tvisvar sinnum, er kartöflumjölið sett saman við ásamt múskati og útbleyttu brauði (ef vill). Hakkað aftur. Þá er saltið sett saman við og kryddið og þynnt með fisksoðinu og súrmjólkinni. Setjið aðeins lítið í senn, svo að sjáist hvað deigið getur tekið á móti miklum vökva. Að síðustu er rifni laukurinn settur saman við. Farsiðáað vera eins kalt og unnt er, og þvíverðurallurvökvi, sem í farsið fer, að vera vel kaldur. Þegarfarsið virðist vera hæfilegt er soðin prufubolla í fisksoði. Með þessum fínu bollum má svo búa til einhverja verulega góða sósu, t.d. skelfisksósu. 40. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.