Vikan

Issue

Vikan - 23.12.1976, Page 15

Vikan - 23.12.1976, Page 15
Ef miðað er við ’76 gerðina, er Cortinan mikið breytt, bæði í útliti og hvað aksturshæfni snertir, og á stýrisútbúnaðurinn stóran þátt í því, hve skemmtilegur bíllinn er í akstri. Verðið á 2000S gerðinni er 2.060 þús. kr. FORD CAPRI Ford Capri er frekar sjaldséður á íslandi, enda ekki til nema örfáir bílar af þessari gerð. Á sýningunni hjá Sveini Egilssyni vakti Capri 2000S verðskuldaða athygli. Capri er mjög sportlegur í útliti, stílhreinn og vekur mikla eftirtekt, þar sem hann kemur. Innréttingin er öll í sportlegum stíl, mælaborðið er með kringlóttum mælum, klætt svörtu leðurlíki, stýrið er lítið, klætt leðri og óskaplega skemmti- legt í akstri. Sætin eru þægileg, falla vel að manni, og akstursstell- ingin er góð. Hægt er að leggja niður aftursætið, og myndast þá ágætis farangursrými afturí. Vélin er v6 2294 cc og gefur 108 'ord hestöfl á 5000 snúningum. Blönd- ungurinn er tvöfaldur Solex. Kraft- urinn er mjög mikill í Capri svo auðvelt er að fara yfir löglegan hámarkshraða, án þess kannski að ætla sér það. Á malbiki er bíllinn æðislega skemmtilegur og liggur eins og klessa á veginum. Stýrið virkar mjög vel og gerir bílinn ennþá skemmtilegri, ef beygjur eru teknar á mikilli ferð, og það er alveg óhætt bílsins vegna að svínkeyra hann í beygjur. Á malarvegum er hann mjög góður, en kannski helst til lágur, ef vegirnir eru mjög slæmir. Það liggur við, að maður fái tryllidellu, þegar sest er undir stýri á Capri og auðvelt er að koma á samræðum við lögregluþjón, jafn- vel þótt það hafi ekki verið ætlunin. Capri 2000S kostar 2.490 þús. kr. 52.TBL. VIKAN 15 +f

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.