Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.12.1976, Side 22

Vikan - 23.12.1976, Side 22
mynd um hver hann var. Slung- inn náungi, þessi Krieger.” Bohn sagði ekki orð. Hrádek hélt áfram. „Ég er þeirrar skoðunar og ég held að rétt- mæti þess hafi sannast núna áðan.” Bohn þagði enn. ,,Ég tel að litlu, óvæntu atvikin séu hættulegustu gildrurnar fyrir góðan njósnara. Hann ræður ef til vill við áætlanir og hinar ýmsu gagnráðstafanir við þeim, en vin- gjarnleg rödd, sem kallar upp nafn hans...” Hrádek yppti öxlum og hló. En svo leit hann á Bohn. „Fyrir alla muni losaðu þig við þetta strekkta andlit,” sagði hann skyndilega. „Kriegersámig.” „Þú ert á ferð ásamt þremur starfsbræðrum þínum úr blaða- mannastétt og ætlar að sannprófa þá staðreynd að verið sé að aftra Jaromir Kusak frá þvi að hverfa aftur til heimalands síns. Þetta er þin afsökun Bohn og við munum sjá til þess að hún standist.” Já, hugsaði Bohn, en hvernig á ég að skýra þetta með Tarasp? Auðvitað gæti ég sagt að ég hefði frétt það hjá Irinu. Því yrði trúað svo lengi sem Irina væri hvergi nærri. „Það eru bara of margir blá- þræðir á þessu öllu saman,” sagði hann hikandi. Ég er sokkinn dýpra og dýpra í þetta fen. Ég átti ekki von á að þetta færi svona. „Þannig er það ávallt.” „En ef Krieger...” „Gleymdu Krieger. Hann er úr leik.” „Dauður?” Augnaráð Bohns varð tryllingslegt. „Æ, láttu ekki svona. Dauður maður í lítilli svissneskri flughöfn? Þá kæmist lögreglan í spilið og hafin yrði rannsókn og síðan eilífar spurningar, grunur og tafir. Nei, nei. Ég hef í hyggju að nota þennan flugvöll aftur seinna i kvöld og kæri mig ekki um þess háttar hindranir.” „Verð ég samferða þér?” Þetta atriði hafði ekki verið rætt og það olli Bohn áhyggjum. Þú getur farið fjandans til, hugsaði Jiri Hrádek. „Hvað seg- irðu um að eyða helginni í St. Moritz?” sagði hann. „Þú getur samt skrifað þína venjulega frétta- pistla. Hafði engar áhyggjur, nafn þitt verður ekki nefnt í sambandi við þetta mál fyrr en okkar útgáfa af atburðarrásinni er orðin vel auglýst um allan heim. Þá getur þú komið fram i dagsljósið og skrifað þína bók og.orðið eins konar sér- fræðingur í Jaromir Kusak málinu. Og þú ert það raunar, er ekki svo?” Þetta segir hann bara til þess að leiða huga minn frá Krieger, hugs- aði Bohn. „Hversu lengi verður Krieger meðvitundarlaus?” Ég vil ekki þurfa að hitta hann aftur. Það er óþægilegt að hafa hann á móti sér og hann mun ekki trúa einu orði af því sem ég segi. „Nógu lengi. En vertu ekki með þessar stöðugu áhyggjur út af honum. Hann er með öllu óvirkur eins og stendur.” „En hinir í Tarasp...Verða þeir líka óvirkir?” spurði Bohn. „Ég vil ekki hafa nein afskipti af þeim þætti málsins. Hann kemur mér ekki við.” „Auðvitað ekki. Hið eina sem þú þarft að gera er að sjá til þess að við komumst inn í hús Kusaks. Pavel og Vaclav og bílstjórarnir tveir munu annast afganginn.” „En ég verð á staðnum. Ég verð þá viðriðinn...” „Ekki ef þú verður snar í snún- ingum. Ég verð þarna nálægt og bíð þín.” Já, alveg rétt, hugsaði Bohn. Þú munt bíða mín i bílnum. „Heimsku- legt af mér,” sagði hann. „Ég var búinn að gleyma því að þú telur hæfilega stjórnsemi það æskilega.” , ,Gerir þú það ekki líka?” Bohn tókst að brosa og ræksti sig. „En ekkert ofbeldi Jiri. Þú lofaðir mér því. Ég tókst þessa ferð einungis á hendur ef... ” Framhald f næsta blaði. Mjúkt úr Sólblómaaskjan sómir sér vel á matarborðinu. En askjan má aöeins vera á matarborðinu meöan veriö er aö nota hana. Sannleikurinn er sá, aö Sólblóma er viökvæm vara, sem veröur aö geymast á köldum staö. Vinsamlegast hafið í huga, aö Sólblóma þjónar því hlutverki aö styrkja heilsufar yöar. Sem heilsu- gjafi á Sólblóma aöeins skiliö rétta meðferö. Gevmió því Sólblóma ávallt á köldum staó. smjörlíki hf. 22 VIKAN 52.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.