Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 45

Vikan - 23.12.1976, Blaðsíða 45
„Hann er enn að plata okkur,” hrópaði hún. „Er það ekki, herra Poirot?” „Eigum við að framkvæma síð- asta töfrabragðið, mademoiselle? Finndu hérna í vinstri vasa mínum.” Bridget stakk hendinni niður í vasann. Hún dró hana jafnharðan út aftur með sigurhrópi og hélt stórum rúbíni hátt á loft þar sem hann glitraði í birtunni fagurrauð- umgeislum. „Sjáið þið nú til,” skýrði Poirot út fyrir þeim, „steinninn sem þú varst með í lófanum úti var eftir- liking. Ég hafði hana með mér frá Lundúnum, ef mér skyldi gefast tækifæri til að skipta um. Skiljið þið? Við viljum ekkert hneyksli. Monsieur Desmond mun reyna að losa sig við rúbíninn í París eða Belgiu eða hvar sem hann hefur sambönd sín, og þá kemst hann að þvi að steinninn er ekki ekta! Hvað gæti verið betra? Allt endar eins og best verður á kos'ið. Komist er hjá hneyksli, prinsinn minn fær rúbin- inn sinn aftur, hann fer aftur heim til sin og kvænist, og við vonum að hann eigi eftir að búa í hamingju- riku hjónabandi. AUt endar vel.” „Nema fyrir mig,” muldraði Sara i barm sér. Hún talaði svo lágt að enginn heyrði í henni nema Poirot. Hann hristi blíðlega höfuðið. „Yður skjátlast, mademoiselle Sara, í því er þér sögðuð. Þér hafið öðlast reynslu. öll reynsla er mikils- verð. Ég spéi því að þér eigið eftir að verða hamingjusamar.” „Yður kann að finnast það,” sagði Sara. „En heyrið þér, herra Poirot,” sagði Colin og hleypti í brýrnar. „Hvernig vissuð þér að við ætluð- um að gabba yður?” „Það er mitt starf að vita eitt og annað,” sagði Hercule Poirot. Hann snéri upp á skeggið. „Já, en mér er ómögulegt að skilja hvernig þér hafið komist að því. Sveik einhver — kom ein- hver og sagði frá?” „Nei, nei, nei, ekkert svoleiðis.” „Hvernig þá? Segið okkur hvern- ig þér fóruð að því?” „Nei, alls ekki,” mótmælti Poirot. „Alls ekki. Ef ég segi ykkur hvernig ég komst að þessu, þá finnst ykkur ekkert varið i það. Það er eins og sjónhverfingamaður færi að sýna áhorfendum hvernig hann fer að því að blekkja þá!” „Segið okkur það, herra Poirot. Gerið það nú! Segið okkur, segið okkur!” „Viljið þið virkilega að ég svipti hulunni af síðasta leyndardómnum fyrir ykkur?” „Já, gerið þér það. Segið okkur það!” Hadda fer í búðir Þetta fallega tesett eftir Helga Björgvinsson fæst í verslun- inniKúnígúnd, Hafnarstræti 11. Settið er úr steinleir, dökkgrátt að lit með drapplitu mynstri. Övenjulegtogmjögfallegt. Eign semhvertheimiligeturverið stolt af. Teketill ásamt 6 könnum kostar kr. 10.175. ,, Ah, ég held ég geti það ekki. Þið verðið fyrir svo miklum vonbrigð- um.” „Gerið þér það nú, herra Poirot. segið okkur það. Hvemig vissuð þér það?” „Jæja, þá það. Sjáið þið nú til. Ég sat í bókaherberginu i hæginda- stóli við gluggann eftir teið um daginn og var að hvíla mig. Ég hafði verið sofandi og þegar ég vaknaði heyrði ég að þið voruð að ræða ráðagerðir ykkar fyrir utan opinn gluggann. ” „Er það allt og sumt?” hröpaði Colin hneykslaður. „En einfalt!” „Já er það ekki?” sagði Hercule Poirot brosandi. „Þama sjáið þið, þið eruð vonsvikin!” „Jæja þá,” sagði Michael, „að minnsta kosti vitum við allt núna.” „Vitum við allt?” tautaði Her- cule Poirot við sjálfan sig. „Ekki ég. Ég sem á að vita alla mögu- lega hluti.” Hann gekk fram í anddyrið og hristi höfuðið lítils háttar. I sjálf- sagt tuttugasta skiptið dró hann svolítinn velktan miða upp úr vasa sínum. „BORÐAÐU EKKI PLÖMUBÚÐINGINN. KVEÐJA FRÁ VELUNNARA.” Hercule Poirot hristi höfuðið. Hann, sem gat skýrt allt, gat ekki skýrt þetta! Niðurlægjandi. Hver hafði skrifað þetta? Hvers vegna hafði hann skrifað það? Þar til hann yrði þess vísari hefði hann enga eirð í sínum beinum. Hann var truflaður í hugleiðingum sínum þegar hann heyrði einhvem taka andköf. Hann leit niður í skyndi. Á gólfinu kraup stúlka með hár eins og væri það úr hampi og var hún í rósóttum samfestingi. Hún hafði verið önnum kafin við að sópa gólfið með kústi. Hún starði á pappirssnepilinn í hendi hans stór- um augum. „ö, herra minn,” sagði stúlkan, sem hafði birst Poiroti svo skyndi- lega. „0, herra, Fyrirgefið mér, herra.” „Og hver ert þú, mon enfant?” spurði Poirot blíðlega. „Annie Bates, herra, fyrirgefið, herra minn. Ég kom hingað til að hjálpa ftú Ross. Ég ætlaði mér ekkert, herra, ég ætlaði ekki að gera neitt — neitt af mér. Ég hafði gott eitt í huga, herra. Fyrir yður á ég við.” Poirot létti. Hann hélt fram miðanum skítuga. „Skrifaðir þú þetta, Annie?” „Ég ætlaði mér ekkert illt með þvi, herra. Það er alveg satt.” „Auðvitað ætlaðir þú ekki að gera neitt af þér, Annie.” Hann brosti til hennar. „Segðu mér samt frá því. Hvers vegna skrifaðir þú þetta?” „Jú, það vom þau tvö, herra Sigrún Gunnlaugsdóttir hefur gert þessar óvenjulegu fígúmr. Stærri jólasveinninn kostar kr. 1.450, en sá minni kr. 1.150. Tröllin em úr hvítum og dökk- gráumlopaogkostakr. 1.500, en peysufatakonan með prjónana sína kostar kr. 1.800. Mjög listrænir og fallega unnir hlutir og fást í versluninni Álafossi, Vesturgötu 2. Skálar sem þessar em góðar í ára- mótaveisluna. Setjið is íþá neðri, en þann rétt, sem á að haldast vel kaldur í þá efri. Kjörið til dæmis undir kavíar og rækjur. Skálarn- ar em úr sænskum kristal og fást í KOSTA BODA, Verslanahöll- inni. og kostar kr. 3.115 stk. Þessir gjafakassar með ilm- vatniogsápu með sama ilmi fást í versluninni Oculus, Austur- stræti 7. Kassinn frá Lancome efst til vinstri kostar kr. 3.295, kassinn frá Fidji kr. 2.830, en fremst á myndinni er einn frá Cöurréges, sem kostar kr. 2.695.’ Tilvalin jólagjöf handa öllum konum. I Leikfangamarkaðnum i Silla- og Valdahúsinu, Austurstræti 4. fæst þessi sjálftrekkti bíll úr plasti. Hann er amerískur og sérstaklega sterkbyggður, mosa- grænn að lit. Upplagt leik- fang fyrir börn til 10 ára aldurs. ETnnig má fá jarðýtu og malar- bila af sömu gerð. Bílarnir kosta kr. 4.900 og em því sem næst óslítandi. I Parisarbúðinni, Austur- stræti 8, fást velúrsloppar úr bómull frá Danmörku og Sví- þjóð frá kr. 12.000. 52. TBL VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.