Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.12.1976, Side 18

Vikan - 30.12.1976, Side 18
talaði hann ekki um annað en kapp- akstur. Suzy hafði verið fræg ljós- myndafyrirsæta og notið ómældrar athygli og aðdáunar — en nú var hún komin í skugga eiginmanns- ins og var ekki lengur miðpunktur athyglinnar. Því fór sem fór. Móður James Hunt kom síður en svo á óvart, að hjónabandið skyldi enda svo fljótt með skilnaði. „Það er sama. hverri hann hefði gifst — þetta hefði ekki getað farið öðru- vísi”, sagði hún. Foreldrar James voru ekki sér- lega hrifnir, þegar hann ákvað að stefna að því að komast í kapp- akstur. Þá var hann nýbyrjaður að læra læknisfræði og hafði fyrir til- viljun farið að horfa á kappakstur. Þegar hann kom út af kappaksturs- vellinum voru örlög hans ráðin. Hann bað foreldra sína að hjálpa sér að kaupa bíl, en þau neituðu. Hann ákvað því að reyna að afla pen- inga á sem fljótlegastan hátt og tók hvaða vinnu sem gafst; keyrði sendibíl, vann í byggingavinnu, við ræstingu á spítala o.s.frv. Námið lagði hann á hilluna. Jafnóðum og hann fékk útborgað kaup keypti hann nýja og notaða bílhluta og byggði sér þannig smám saman kappakstursútgáfu af Mini. Vinir hans héldu, að hann væri genginn af göflunum, því hann neitaði sér um flest það, sem eftirsóknarvert þykir ó unga aldri. Hann fór aldrei út að skemmta sér, og stúlkur um- gekkst hann ekki, nema þær féllust á, að hann færi aldrei með þeim út að skemmta sér. Nú hefur Hunt séð árangur erf- iðis sins. Hann er orðinn heims- meistari í kappakstri (Formula 1) 28 ára gamall. Hann þénar hótt í 100 milljón krónur á ári, en vegna skattpíningar heima í Englandi, hefur hann flust til Marbella ó Spáni, þar sem hann býr í næsta nágrenni við Sean Connery. Hunt gerir sér grein fyrir því, að daprar hugsanir; að hann kunni að deyja eða slasast svo illa, að hann nái sér aldrei aftur. „Hugsunin um dauðann hræðir mig”, segir hann. „Ég hugsa um, hvemig það sé að vera dáinn og hvort það sé líf eftir dauðann. Ég geri mér grein fyrir því, að hver kappakstur gæti orðið sá síðasti og endað með ósköpum. Þessar hugsanir sækja ekki á mig á kappakstursbrautinni, heldur heima í Marbella. Maður kæmist ekki langt á kappakstursbrautinni, ef maður væri að hugsa um dauð- ann. Hver ökumaður veit, að á kappakstursbrautinni ber hann ekki aðeins ábyrgð á eigin lífi, heldur og James Hunt með einni vinkvenna sinna, Carmel Lopez frá Portúgal. Nýtt frá Álafoss Værðarvoð veiðimannsins MIKIÐ URVAL VÆRÐARVOÐA, M.A. VÆRÐARVOÐ HESTAMANNSINS. /Ilafoss hf VESTURGOTU 2. til að ná góðum órangri í kapp- akstri þarf hann að vera vel ó sig kominn líkamlega. Hann gerir leik- fimiæfingar á hverjum morgm, leikur golf, þegar hann hefur tíma til, og hleypur 5 kílómetra ó dag — og hugsar um kappakstur á meðan. „Því meira sem maður hugsar um kappakstur, því betur gengur manni”, segir hann. „Þarna skiptir einbeitnin miklu.” Hunt reynir ekki að dylja sjálfan sig þess, að kappakstur er hættu- legur. Stundum sækja á hann lífi hinna ökumannanna. Ábyrgð okkar er gagnkvæm”. Það undrar marga, að Hunt skyldi ekki lóta skilnaðinn við Suzy hafa nein áhrif á sig. En hann segist vera þeim hæfileika gæddur að geta einbeitt sér að einu í einu og gleymt öllu öðru. Árangur hans á kappakstursbrautinni hafi ekkert með tilfinningalíf hans að gera. James lifir fyrir kappakstur, og sem stendur getur ekkert, hvorki kona né annað, komist upp á milli hans og bílsins. 4- 18 VIKAN 53. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.