Vikan

Issue

Vikan - 30.12.1976, Page 21

Vikan - 30.12.1976, Page 21
„Þetta er svei mér vel af sér vikið,” sagði Bohn. Sólin var í þann veginn að ganga til viðar. „Ekki af okkur heldur honum.” „Dave?” Já, Dave hafði ekið mjög hratt. Engin nánari lýsing hafði Pavel sagt. En hvað merkti það eiginlega? Lýsing á ökumann- inum? Hugsanlega. Hrádek hafði skilið það þannig. Það féll vel að þeirri skoðun hans að Mennery væri einn á ferð. Og ég ætla mér ekki að lenda í deilum vegna þess aftur, hugsaði Bohn. Sérstaklega ekki núna, þegar Hrádek virðist eiga við nóg annað að stríða. „En ekki hver?” sagði Hrádek argur. „En hvað skyldi hafa valdið því að honum hefur seinkað? Hann hefði átt að vera kominn hingað fyrir klukkutíma.” „Laugardagsumferðin,” sagði Bohn. „Hún virðist ekki hafa tafið hann, þegar hann var loksins kominn yfir landamærin.” Seinkun- in hefur orðið áður en hann kom til Sviss. En hvað olli? „Léstu ekki veita honum eftir- för?” „Nei,” sagði Hrádek stuttur í spuna. Ludvik hafði gert hvert glappaskotið á fætur öðru. Mennery hafði yfirgefið bílageymsl- una í Merano áður en nokkur var til taks að elta hann. Ludvik hafði átt í mjög miklum brösum varðandi bil Kriegers. Og hið eina sem hann hafði haft upp úr krafsinu var þetta ómerkilega sárabindi um hönd hans. „Það var ástæðulaust. Stefan var það vel staðsettur.” Og hvað snertir Ludvik þá fær hann að kenna á því seinna. „Hver er Stefan? Hvemig kom hann inn í myndina? „Ég setti hann þar.” „Þetta er engin hnýsni hjá mér,” sagði Bohn afsakandi. Ég er aðeins svolítið undrandi. ” Og það var satt. „Ég get ekki annað en dáðst að þér Jiri.” Hrádek brosti ánægjulega. „Stefan kom til Merano í morgun. Eftir hádegið sendi ég hann til Sviss. Hann undirbjó jarðveginn og gætti þess að nokkrir vel valdir náungar hefðu augun hjá sér. Nú er hann að elta Mercedesbílinn að ákvörðunarstaðnum.” Hrádek leit á úrið sitt. „Við ættum að frétta af honum þá og þegar.” „Og hvað svo?” Bohn var aftur orðinn taugaóstyrkur. „Hann heldur sig í námunda við hús Kusaks og segir okkur hvernig við eigum að komast þangað. Við bíðum þangað til fer að skyggja, en þó enn nógu bjart til þess að við finnum húsið. Þegar aldimmt er orðið látum við skarar skríða.” Hann þagnaði sem snöggvast. „Mjög einfalt. Hið óvænta er það sem úrslitum ræður.” Látum til skarar skriða. . Bohn likaði ekki þetta orðalag. Þó gat hann alveg eins horfst í augu við sannleikann. Það yrði áreiðanlega að beita töluverðum sannfæringar- krafti til þess að koma Jaromir Kusak út í bíl og síðan út á flugvöll. Hann starði annars hugtir á veginn framundan. Þeir nálguðust nú beygju og þar hjá var þéttvaxinn skógur. Bohn var þurr i munninum. Hann hefði aldrei átt að takast þessa ferð á hendur. Hann hefði átt að neita. En hvernig? Hann gat það ekki vegna þess að þá hefði hann glatað öllu. Fortíð hans hefði verið dregin fram í dagsljósið. Jiri hefði séð til þess að amerísk blöð hefðu komist á snoðir um sitt af hverju. Framtíðin... nei, hann þorði ekki einu sinni að hugsa út í það. „Og eftir að við látum til skarar skríða,” sagði hann, „hvað þá?” Hrádek leit á hann eins og hann væri ungbarn. „Þá gerum við það sem með þarf,” sagði hann hægt. „Ég er ekki kominn hingað til þess að láta mér mistakast.” En svo leit hann framan í Bohn og bætti óþolinmóður við. „Þú hefur þitt eigið verk að vinna. Hafðu ekki neinar áhyggjur af okkur. Það er ekki þín deild, eins og þér er svo tamt að segja. 1 sömu andrá heyrðist í talstöð- inni og athygli Hrádeks beindist að ákafri rödd Stefans. Hann lækkaði á tækinu, þannig að hann einn heyrði hvað sagt var. „Talaðu skýrt. Já, þetta er betra.” Svo hlustaði hann með athygli á skýrsl- una. .vFarðu þann veg. Já, undir eins. Áður en dimrnir um of. Og láttu engan sjá þig fyrr en við komum.” Nú er eitthvað að, hugsaði Bohn. En Hrádek virtist enn rólegur og skjótráður er hann skipaði bílstjór- anum að setja bílinn i gang og koma sér af stað. Nær samtímis gaf hann þeim Pavel og Vaclav nýjar fyrir- skipanir. Þeir óku hratt eftir hlykkjóttum veginum, sem mjókkaði óðum, og hæðirnar og þéttvaxinn skógurinn virtust ætla að gleypa hann. Nú snéri Hrádek sér að Bohn og sem snöggvast missti hann stjórn á skapi sínu. Hár.P hnýtti saman hinum ólikleg- ustu blótsyröum á tékknesku og Bohn varð hálflamaður þarna í aftursætinu. En svo náði Hrádek aftur ta'jm- haldi á skapi sínu. „Stefan missti af Mercedesbílnum við einhverja beygjuna á þessum andskotans vegi. Hann hélt áfram þangað tO hann hafði næstum mætt bU Pav- els. Þá uppgötvaði hann að Merced- esbUlinn hlaut að hafa farið yfir ána skömmu áður og komist á einhvem afleggjara á hægri bakka árinnar.” Stefan hafði lika fært honum nýjar fréttir. Það voru að minnsta kosti D badedas Badedas þekkja allir. Fæst í öllum snyrtivöru verslunum og apótekum á landinu. 53. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.