Vikan


Vikan - 13.01.1977, Page 10

Vikan - 13.01.1977, Page 10
TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Vonarlandi V'Sogaveg — Simor 84510 og 84511 „Mér er mikið ánægjuefni að staðfesta að Trabant Station 1976 er ég keypti hefur kom- ið mér þægilega á óvart með hagkvæmni i rekstri. Billinn fer vel á vegi og er sérlega snarpur i akstri. Trabantinn fer meö benzfn fyrir kr. 1.470 til 1.540 á 418 km vegalengd, sem ég ekoft, en þurfti áöur — meöan ég átti nýj- an lúxusbD — aö greiöa kr. 10.500 á sömu vegalengd. Aö lok- um: Stiilingar og önnur þjónusta fyrirtækisins Ingvar Helga- sonh.f. hefur reynztmér bæöilipurog örugg. " Leifur Núpdal Karlsson Starhólma 2, Kópavogi (Y-1419). PÓSTURIM L.ANGAR ÚT. Kæri Póstur! Við erum hérna tvær 16 ára stelpur, og okkur langartil þess að leggja fyrir þig nokkrar spurning- ar, sem við vonum að þú munir svara. Okkur langar mjög mikið til þess að fara til Frakklands í vist eða einhverja vinnu, þar sem tungumálið skiptir ekki svo miklu máli. Getur þú nokkuð gefið okkur upplýsingar um það, hvert við ættum að snúa okkur? Viö erum að Ijúka seinasta vetri okkar í gagnfræðaskóla, svo að við erum að verða 17 ára. Og svo eitt enn. Hvernig eiga saman: Vatnsberi (stelpa) og Ijón (stré’ ur) og dreki (stelpa) og dreki (strak- ur). Hvað lestu svo úr skriftinni (eins og allir biðja um). Vonandi lendir þetta bréf ekki í þinni frægu ruslakörfu, eins og svo rhörg bréf okkar til þín hafa áður gert. Þökkum fyrirfram birtinguna. Tvær með útþrá. Jahá, svo þið viljið komast tiI Frakklands stúlkur minar. Þá held ég sé best fyrir ykkur að snúa ykkur til franska sendiráðsins og biðja það að greiða götu ykkar í þessum efnum. Yfir/eitt veita sendiráðin upplýsingar um svona mál og geta einmitt oft útvegað fólki vinnu. Vatnsberi (stelpa) og dreki (strákur) eiga ekki vel sam- an, því að þau eru svo ó/ík. Dreki (stelpa) og Ijón (strákur) eiga annaðhvort mjög ve/ eða mjög illa saman, en ekkert þar á milli. Tveir drekar geta átt ágætlega saman, ef þeir keppa ekki hvor við annan. Úr skriftinni les ég göfuglyndi og framtakssemi. 'tVIÓÐIR TERESA. Kæri Póstur! Eg hef skrifað þér áður í þeim tilgangi að fá heimilisfang móður Teresu. Nú er orðið svo langt síðan, að ég hef víst glatað blaðinu með heimilisfanginu. Gætir þú nú vinsamlegast gefið mér heimilisfangið upp aftur. G.K. Ekkert sjálfsagðara góða mln. Heimilisfangið er eftirfarandi: Mother Teresa, Missionaries of Charity, 54 A, Lower Circular Ftoad, Calcutta 16, INDIA. ÖLL1 BOLUM Kæri Póstur! Þakka þér kærlega fyrir allt gamalt og gott. Þannig er mál með vexti, að ég leita til þín í vandræðum mínum. Ég er nefni- lega, eins og kannski margir aðrir, öll útsteypt í bólum í andlitinu. Geturðu gefið mér nokkur góð ráð til þess að losna við þær. Ég hef reynt ýmislegt, en ekkert hefur gagnað ennþá. Sumir segja, að • háfjallasól hafi góð áhrif á húðina og geti losað mann við bólur. Er það satt? Er ef til vill einhver snyrtistofa, sem hefur skilyrði til þess að taka þessar bólur? Ég vona að þú getir hjálpað mér. Með fyrirfram þökk, Lína. Það er mjög a/gengt, að ungl- ingar á gelgjuskeiði fái bólur í andlitið. Fyrst og fremst stafar það af hormónaskiptum í likaman- um og eru þær þvi oftast bundnar við ákveðið aldursskeið og hverfa með tímanum. Bólur geta einnig orsakast af óhollu mataræði, t.d. mik/u sæ/gætisáti og þar fram eftir götunum. Þeir sem eru með slíkar bólur ættu þvi að forðast fæðu, sem innihe/dur mikið sykurmagn og fitu. Snyrtistofur bjóða yfirleitt upp á sérstaka húðhreinsun, sem getur hjálpað mörgum og er talin heilsusamleg. HÁR, HÁR, HÁR... Kæri Póstur! Ég vona, að þú snarir þessu bréfi mínu, því að það er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég er einum of loðin miðað við það að ég á að kallast kvenmaður. Ég get ekki annað en hugsað um þetta og hef prófað allt mögulegt, en það eykur bara hárvöxtinn. Eg er meira að segja svona í andlitinu líka (með skegg). Ég hafði mikla 10 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.