Vikan - 13.01.1977, Side 14
t
manni með nausynlegustu innrétt-
ingu, og eins og ég vildi helst hafa
hana útlits.
Nú, svo á ég nóg af kunningj-
um á Fossunum.Því ekki að láta þá
smygla fyrir sig efni í nokkrar
skvisur og lækka með því kostnað-
inn á hverju stykki á sirka sjö
hundruð krónur? — Fyrir vikukaup
með yfirvinnu gæti ég komið méi
upp kvennabúri með fimmtíu hisþ-
ursmeyjum.
Ég hjúfraði mig upp að vinkonu
minni. Ég reyndi að sofna, en það
var erfitt fyrir hugsunum, sem
ásóttu mig.
Þegar ég loksins sofnaði dreymdi
mig, að ég væri að hnoða saman
skvísum af öllum stærðum og
gerðum. Að sjálfsögðu hafði ég þær
af öllum hörundslitum og af ein-
tómri rælni hafði ég varaþykktina
mismunandi. Sem undantekningu
frá reglunni hafði ég eina mállausa.
En nú skeði það einkennilega.
Þótt þetta væri bara draumur, gekk
mér ekki vel að koma réttum
lífsanda í þær. Ýmist urðu þær
blóðlatar og ómögulegar á alla lund,
eða þær urðu gjörsamlega kolbrjál-
aðar. — Ég gat ekki með nokkru
móti fundið hinn gullna meðalveg.
Ég hrökk upp með andfælum. Ég
var útkeyrður á sál og líkama. Ég er
sannfærður um, að þótt mögulegt
sé að teikna draumadísina, ég hef
oft gert það, já og jafnvel verði
hægt að hræra þessum efnum saman
í skemmtilegt form, þá mun alltaf
vanta eitthvað í lífsanda þessarar
gerfikonu.
Ég get ekki almenniiega gert mér
grein fyrir þessu, en mér varð
ljóst, þar sem ég lá þarna í rúminu,
að mér er ómögulegt að teikna eða
móta þetta blíða og yndislega, sem
kemur fram i hverri konu, sem gerð
er á gamla mátann, ef hún er
strokin á réttan hátt.
Ég ákvað því að láta þetta aldrei
verða meira en vangaveltur, og í
framtíðinni ætla ég að halda áfram
að tilbiðja konur, sem gerðar eru af
gamalli hefð í sinni upprunalegu
mynd, enda hafa þær í raun og veru
reynst mér ágætlega. En....
Ég var rekinn úr þessum drauma-
heimum mínum. Alparósin min
hristi á mér öxlina.
,,Um hvað ertu eiginlega að
hugsa? — Þú heyrir ekkert, hvað ég
er að segja.”
,,Ha - - ég var að hugsa um að
búa til konu”.
,,Ertu fullur enn maður, — það
tekur alltaf sextán ár að koma sér
upp konu.”
,,Nei vina mín, þetta er alveg
satt. Ég ætla að biðja kunningja
minn á einum Fossinum að smygla
fyrir mig efni í eina, nei í margar —
það lækkar kostnaðinn um rúmar
hundrað krónur á hvert stykki”.
Hún horfði á mig stórum augum.
14 VIKAN 2. TBL.
Auminginn, hún skildi ekki, hvað
ég var að fara.
„Heldurðu að þú ættir ekki að
fara til læknis , elskan?”
„Ég skal útskýra þetta fyrir þér
vina mín.” Ég strauk henni blíðlega
um vangann, um leið og ég sagði
þetta. Hún hlustaði róleg ó frósögn
mina um fyrirhugaða framleiðslu.
Það varð ónotaleg þögn, þegar ég
hafði lokið við skýringarnar, því
auðvitað sagði ég henni ekki, að ég
væri hættur við þetta allt.
„Hvemig ætlar þú að gera þessar
gervikonur góðar?”
„Það þarf auðvitað að temja þær
eins og hvern annan gæðing”
„Hvernig ætlar þú að fó þessar
gervikonur til þess að elska þig?”
„Ég ætlast ekki til þess, að
þessar konur mínar hugsi neitt.
Eins og ég sagði áðan, eru allar
konur ærulausar.”
Hún þagði lengi, en ég held, að
hún hafi skilið mig, þvi að hún
spurði:
„Hvað heldur þú um mig, er ég
ærulaus eins og hinar?”
„Þú ert ágæt”.
Meinar þú þetta?”
„Já — ég þarf ekki að ljúga í
þetta skipti.”
„Þú ert ágætur, — meðan þú ferð
ekki að búa til gervikonur.”
Vinkona min brosti og kyssti
mig. Mér létti, málunum var borg-
ið, annars voru þau komin út ó
nokkuð hála braut.
„En segið mér nokkuð kona góð:
Hvað eruð þér að gera í íbúðinni
minni á sunnudagsmorgni og í
gömlu góðu náttfötunum mínum?”
„Ég er hér í boði þessa dela, sem
liggur héma fyrir framan mig.”
„A— ha”.
Ég hitti hann ó götunni hér fyrir
utan, og ekki vantaði kurteisina. Þú
kynntir þig, bauðst mér arminn og
teymdir mig inn á bar. Við skál-
uðum, og þú áttir engin orð til þess
að lýsa hamingju þinni”.
Bauð ég þér svo hingað?”
„Nei, ég bauð mér sjólf. Mig
langaði til þess að deila með þér
þessari yfimáttúmlegu hamingju
þinni.”
„Þú hefir doblað mig” — Ég
kleip hana i kinnina.
Hún stökk fram úr rúminu,
hlæjandi, og ég dóðist að baksvip
hennar þegar hún hvarf fram á
ganginn. Ég beið hennar rólegur,
því ég vissi, að hún mundi koma
aftur. Enda birtist hún von bráðar
með tvær kók í hendinni.
„Ætlar þú ekki að fara að hætta
þessu fyllirii maður, þú ert að gera
mig og krakkana vitlausa.” — Ég
vissi, að þetta var fyrsta skotið af
mörgum.
En það er gott að vakna hjá
kerlingunni sinni á sunnudags-
morgnum — þvi þá þarf maður ekki
að fara út í rigninguna.
F.Ax.
Bílas
Sjaldan hefur jafn mikið gersl
hér í málum bílaíþrótta eins og á
síðastliðnu ári. Samt eru áhuga-
menn um bílaíþróttir ekki ánægðir
og vilja, aö helmingi meira verði
gert á þessu ári, og ég er auðvitað
hjartanlega sammála því. En nú
skulum við líta aðeins á það, sem
geröist á síðasta ári.
Hinar ýmsu björgunarsveitir
héldu sínar árlegu jeppakeppnir til
styrktar starfsemi sinni. Mikill
munur er á þeim jeppakeppnum,
sem haldnar eru nú eöa þeim, sem
haldnar voru fyrir nokkrum árum.
Meirihluti jeppa, sem taka þátt i
þessum keppnum,eru útbúnir með
átta sýlindra vélum, sem varla sást
hér áður fyrr. Þar af leiðandi eru
flestar torfærurnar orðnar miklu
erfiðari en þær voru, og það er
alveg ótrúlegt, hvað þessi jeppa-
búr komast upp brattar og erfiðai
brekkur.
Jeppakeppnir draga að sér mik-
inn fjölda fólks, eins og aðrai
greinar bifreiðaíþrótta, svo ekki ei
hægt að segja að þetta sé della
örfárra mann. Ég sá tvær jeppa-
keppnir á síðasta ári, sem báðai
fóru skikkanlega fram og voru ansi
skemmtilegar. Þar voru lagöai
fyrir jeppana ýmsar erfiðar þrautir
og margvislegum brögðum beitt
til að reyna þolrifin í ökutækjum
og ökumönnum.
Ef við snúum okkur siðan að
Kvartmíluklúbbnum, þá hlaut
hann sina eldskirn ( sandspyrnu-
keppninni í ölfusinu. Keppni þessi
dró að sér hvorki meira né minna
en 5000 manns, og var það miklu
meira en nokkurn hafði grunaö.
Til leiks í keppnina mættu jeppar,
fólksbilar og mótorhjól. Mestur
spenningur var þó í kringum
jeppana og beðið eftir þeim með
óþreyju. Þótt þetta hafi verið
fyrsta keppnin, sem Kvartmdu-
klúbburinn hélt, og í fyrsta skipti,
sem keppni af þessu tagi var
haldin hér á landi, tókst hún með
ágætum í alla staði, og mega
kvartmílumenn vera ánægöir meö
eldskírn sína.
Og svo er það rallyiö sem FÍB
hélt meö miklum ágætum, þótt
sumir kæmu út úr þvi meö heldur
dapra bíla. Sumir voru dregnir til
byggða, aðrir höktu meö erfiöis-
munum siðasta spölinn, en flest-