Vikan - 13.01.1977, Síða 44
Anna myndi alltaf muna
daginn þann þegar hún
keypti rúmið. Það var daginn
fyrir tuttugasta og þriðja
afmælisdaginn hennar. Þetta
var dýrt rúm, smíðað úr
breiðum fumborðum — og
það var fullkomið þar sem
það stóð í litlu íbúðinni
hennar. Þetta var gömul
íbúð, með útikamri og ein-
ungis köldu vatni í eldhús-
inu.
Það fólst samskonar ögmm
í því að kaupa rúmið og að
flytja að heiman.
— Hvers vegna viltu búa
ein, hafði móðir Önnu spurt
með tárin í augunum.
Þá hafði hún þegar skrifað
undir húsaleigusamninginn.
Hún hafði viljað hafa allt
klappað og klárt, mamma
átti létt með að tala um fyrir
manni.
— Það er nógu rúmt um
okkur hér, hélt móðir hennar
áfram með grátstafinn x
kverkunum.
Hús foreldra hennar var
sannarlega nógu stórt fyrir
þrjá, 200 fermetrar. Litla
tbúðin, sem hún tók á leigu í
Nönnugöm, var aðeins 24
fermetarar. En það var ekki
það sem málið snérist um,
það vissu mæðgurnar. Anna
vildi ráða stnu eigin lífi og
vera frjáls.
Þegar hún keypti rúmið
var hún ekki bara að hugsa
um svefngagn. Rúmið var
ekki mjótt einsmanns rúm,
eins og hæft hefði ógiftri og
ólofaðri stúlku, sem var ekki
einu sinni á fösm. Þetta var
tveggja metra langt rúm og
125 sm á breidd. Húsgagn,
sem hentaði fólki, sem hugs-
aði sér rúm ekki einungis sem
svefngagn og skammaðist sín
ekki fyrir að sýna það.
Anna var í rauninni hvorki
frjáls eða sérstaklega lífs-
reynd, þegar hún keypti
rúmið, en hún ætlaði sér að
öðlast reynslu. Hún hafði átt
tvö ástarævintýri, en þau
höfðu ekki leitt til eins né
neins.
Reyndar höfðu þessi ævin-
týri verið grátbrosleg og ekki
vel heppnuð, og þess vegna
fannst Önnu nú tími til
kominn, að eitthvað spenn-
andi færi að gerast.
Rúmið vakti mikla athygli,
það var ekki um annað taiað.
Foreldrar Önnu sáu það fyrst.
Það var sent heim frá verslun-
inni á afmælisdaginn henn-
ar. Allan daginn færði hún
það fram og afmr í herberg-
inu, án þess að finna því
viðeigandi stað. Þegar hún
þreytt og rauð af áreynslu
opnaði fyrir boðsgesmnum,
óskaði hún þess að hún hefði
reynt að koma því fyrir í
eldhúsinu, þó svo að hún
hefði þurft að setja það upp á
kant.
f versluninni hafði rúmið
verið breitt og glæsilegt á að
líta, en ekki tröllaukið. En í
litlu stofunni var það svo.
Það leiddi athyglina frá öllu
öðm sem í stofunni var.
Foreldmm Önnu varð
mikið um. En þau kunnu sig
vel og sögðu ekkert. Augu
föður hennar spegluðu undr-
un og kímni. Hjá móður
hennar mátti eitt augna.blik
sjá bregða fyrir fyrirlitningu
og hræðslu. En þau höfðu
vald á tilfinningum sínum og
reyndu að láta sem ekkert
væri.
Enginn þorði að nefna
rúmið á nafn, það var eins og
að sitja til borðs með fíl, án
þess að þykjast taka eftir því.
Það vom gerðar athugasemd-
ir við flest í stofunni, en
rúmið nefndu þau ekki.
Önnu var hælt fyrir smekk-
vísi, þeim þóttu glugga-
tjöldin falleg, kjóllinn, sem
hún hafði saumað sjálf, var
snotur, og pottrétmrinn, sem
hún bauð upp á, frábær, það
var bara rúmið, sem þau
forðuðust að nefna.
Faðir hennar spaugaði með
að hún væri nú vitlausu
megin við ána, en tókst ekki
vel upp.
Þau fóm snemma heim.
Sögðust vera þreytt, en Anna
hefði þorað að veðja, að
rúmið hræddi þau burtu.
Anna haföi ekki mikla lífsreynslu,
en hún vildi öðlast hana.
Fyrst flutti hún að heiman, síðan
keypti hún stóra rúmið og kom þvt
fyrir t miðju herherginu. En ekkert
varð eins og hana haföi dreymt um.
Það sannaðist líka næsta dag,
þegar móðir hennar hringdi
til skrifstofunnar: — Ég vildi
ekki segja neitt svo pabbi
heyrði, sagði móðir hennai
— en ég held, að þú ættir að
losa þig við þetta skelfilega
húsgagn.
Anna átti bágt með sig,
það var rétt eins og hún hefði
komið klósettskál fyrir í miðri
stofunni!
— Ertu að tala um rúmið?
sagði hún.
— Já, það fer ekki vel,
sagði móðir hennar.
— Ég kann vel við þetta
svona, sagði Anna þrjósku-
lega, þó að hún undir niðri
hefði verið farin að hugleiða
möguleikann á að biðja versl-
unina að taka það aftur. —
Það er fallegt að horfa á og
dásamlegt að liggja í því, hélt
hún áfram. Auk þess var það
dýrt.
— Það efa ég ekki, sagði
móðir hennar. — En hefur
þú hugleitt, hvað fólk muni
segja, þegar það sér það? Það
gæti fengið rangar hug-
myndir um þig, og það viltu
varla?
Það var líkt móður hennar
að tala undir rós. Anna vissi,
hvað hún var að fara og varð
ergileg.
— Ef einhverjiu álíta mig
44 VIKAN 2. TBL.