Vikan - 13.01.1977, Page 18
Erfitt að slíta sig
frá þessu
— Tónlistafsmekkur fólks hefur
náttúrulega breyst gífurlega. Það er
miklu minni áhugi á þjóðlaga-
tónlist, en mér finnst það virðingar-
vert að fólk, sem er við tónlistar-
nám, ein og t.d. Diabolus in
musica, fái tækifæri til þess að
koma fram.
Unga kynslóðin
er dálítið ósvífin
með. Mér finnst fólk svo skrítið og
ófeimið. Það getur átt það til, að
benda á mig í búðinni, þar sem ég
vinn, og segja: „Nei, ert þetta ekki
þú, sem syngur á þessari plötu?”
Ég kann hræðilega illa við þetta.
Einu sinni kallaði líka einhver
strákur á eftir mér niðri í bæ. „Ég
get sko málað minn eigin heim”.
— Þú ert sem sagt ekkert hrifin
af því að vera fræg?
— Ég hef nú aldrei hugsað út i
það, að ég sé fræg. Mér finnst
það ber bara oftast mest á honum.
Ég held lika, að ég kunni betur við
það að vinna í litlu stúdíói, innan
um fátt fólk. Það er einhvem veginn
vistlegra.
— Ertu ánægð með útkomuna á
nýju plötunni?
— Já, ég er bara nokkuð ánægð
með hana. Hún er nú eiginlega
fyrsta tilraun mín í þessum dúr. Ég
vona að minnsta kosti, að mér hafi
farið fram. Mér finnst nauðsynlegt,
að öll fjölskyldan geti hlustað á
gera í framtíðinm? Ætlarðu að
verða óperusöngkona?
— Nei það er nú alls ekki
ætlunin. Ég vil geta notfært mér
nám mitt til kennslu síðar meir.
Mig langar til þess að vinna að
tónlist heimafyrir og njóta hennar
sjálf á meðan ég hef tækifæri til.
—• Hefurðu ekki áhuga á því að
koma þínu eigin efni á framfæri?
— Ég veit það ekki vel enn sem
komið er. Ég á að vísu nóg efni, en
mig langar ekki til þess að bjóða
fram eitthvað, sem fólk langar
kannski ekkert til þess að heyra.
— Hvemig líst þér á ungu
kynslóðina í dag?
— Ég veit ekki hvort ég er að
verða gömul eða hvað, en mér finnst
unglingarnir leyfa sér miklu meira
nú i dag en ég og minir jafnaldrar á
sinum tíma. Unga kynslóðin er
dálitið ósvífin. Alls kyns læti og
skemmdarverk vaða uppi, og eng-
inn virðist ráða við neitt. Þegar ég
var á þessum aldri, var algengt, að
krakkar kæmu saman til þess að
spila og syngja eða skemmta sér á
einhvem svipaðan hátt.
— Svo við snúum okkur að öðm.
Hvert var upphaf söngfuglanna
frægu?
— Ég vil nú helst gleyma öllu um
þá. Það var að vísu alveg yndislegt
að vinna með Árna Blandon, en
sjónvarpið stóð ekki við sína samn-
inga við okkur, og það gerði okkur
gramt í geði. Ég kynntist Árna
reyndar i sjónvarpsþætti hjá Jónasi
R., og upp úr þvi hófst svo samstarf
okkar. Við gerðum nokkra þætti
fyrir sjónvarpið og sungum svo inn
á barnaplötu, sem ég er ekki ánægð
maður verða að vinna eitthvert
vemlegt afrek til þess.
— Hvemig varð jólaplatan svo
til?
— Svavar Gests kom til mín í
sumar og sagðist vera tilbúinn til
þess að gefa út jólaplötu með mér,
ef ég vildi. Ég var dálítið hikandi í
fyrstu, en Svavar bauð mér svo góð
kjör, og svo hafði ég í rauninni engu
að tapa.
Gaman að vinna í
stúdíói
— Hvemig likar þér að vinna í
stúdíói?
— Það er mjög undarleg tilfinn-
ing að koma inn í stúdíó og heyra þá
kannski undirspil, sem búið er að
æfa og taka upp. Margir halda, að
undirleikurinn sé aukaatriði og
telja sönginn aðalatriðið. Ég held,
að það sé misskilningur. Söngurinn
er aðeins lítið brot af heildinni, en
Folkio mitt hlýtur sko að vera fegiö
að vera laust við mig. Það
er farið að senda mér peninga'
óumbeðið. ~ < —~7
sömu tónlist, sérstaklega á jól-
unum, því að til að regluleg
jólastemmning ríki þarf fjölskyldan
að vera samheldin og heilsteypt.
Það væri vissulega gaman að því, ef
hinir ýmsu aldurshópar gætu hlust-
að á sömu tónlist sér til skemmtun-
ar. Unga fólkið vill oft kenna hinum
eldri um, og það er líklega nokkuð
til í því, að fólk staðni á vissum
aldri og hætti þá að taka við
nýjungum.
— Hvað hefurðu hugsað þér að
Langar þig til þess að koma fram
og syngja, t.d. með hljómsveit?
— Mér hefur oft verið boðið að
syngja með hljómsveitum, sem hafa
verið að byrja, en ég hef ekki haft
áhuga. Hins vegar gæti ég vel
hugsað mér að syngja með einhverri
góðri hljómsveit. Annars veit
maður aldrei hvað getur gerst. Ég
held, að það sé mjög erfitt að slíta
sig frá þessu, þegar maður er á
annað borð byrjaður.
— Að lokum Kristín. Hverjir eru
helstu framtiðardraumarnir?
—Að geta kennt manninum min-
um að dansa, en það er nú meira í
gríni (Stefán samþykkir þetta þegj-
andi). Mig langar til þess að geta
flutt bæði sígilda- og dægurlaga-
tónlist með sæmilegum hætti. Það
væri vissulega líka gaman að geta
sungið fyrir alla aldursflokka. Svo
vildi ég gjama, að maðurinn minn
tæki meiri þátt í þessu með mér.
Hann hefur nefnilega mestan
áhuga á skíðaíþróttum og húsa-
gerðarlist.
Þar með sló ég botninn í samtalið
við Kristínu og sneri mér að
Stefáni, sem hafði setið þolinmóður
á meðan við spjölluðum saman.
— Hvað finnst þér svo um allt
þetta, Stefán?
— Ja, mér finnst alveg ágætt að
vera bara maðurinn hennar Stínu.
A.Á.S.
18 VIKAN 2. TBL.