Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 15
ekki borgarstjóri
^9 ^ flH
_ J t i ifc/, X
Fyrstu þjónarnir á Hótel Borg árið
1930. Frá vinstri i neðri röð: Ó/afur
Jónsson, Kristján Petersen, Óskar
Eiríksson, Sigurgeir (pikkalo). /
neðri röð: Pjetur Daníelsson,
Guðmundur Guðmunds'Son,
Bergur (dyravörður) Kári Ás-
björnsson, Jakob Einarsson.
þeim við landfestar, og gengu
menn (land.
Þá gerðist það, að nokkrir menn
af Otri tóku aö sér að steypa upp
húsiö Bjarg á Seltjarnarnesi.
Vinnan var unnin í akkorði, eða
ákvæðisvinnu, eins og það er
nefnt í dag, og fengu þeir þá eina
krónu fyrir hvern sementspoka,
sem notaður var ( steypuna.
En hugur Pjeturs stóð ávallt til
sjávarins, og nú vildi hann reyna
að komast ( siglingar með skipum
Eimskipafélagsins. Stuttu síðar
kom Gullfoss til hafnar, og frétti
hann, aö þangaö vantaði bæði
messaguttaog káetudreng. Pjetur
snakaði sér um borð og hitti þar
að máli Jónas Lárusson bryta
(föður Magnúsar Más fyrrum
háskólarektors). Skemmst er frá
að segja, að Pjetur fékk þarna
skipspláss sem káetudrengur, en
starfið var í því fólgið að bursta
skó, hjálpa til við uppþvott,
hreinsa gubbubakka, pússa kopar
og vinna fleiri skítverk, en best,
var, að Gullfoss gat ávallt aflað sér
eldsneytis erlendis í ferðunum.
Pjetri þótti þá mikið til þess
koma að fara til Leith og
Kaupmannahafnar ( fyrsta sinn,
en skipið stansaði þar alltaf
nokkurn tíma til að losa sig og
ferma aftur.
Og nú var Pjetur „sigldur," eins
og kallað var og þótti mikil hefð í
þá daga.
Kaup hans var 35 krónur á
mánuði, sem að vísu þótti engum
mikið kaup, en þaö var þó betra
en að bíða atvinnulaus í landi og
kauplaus þar að auki. Nú, og auk
þess var að sjálfsögðu frítt fæði og
húsnæði um borð.
Eftir tveggja mánaða vinnu
þarnav vantaði annan þjón á 1.
pláss, og Petersen, danskur
maöur, sem var yfirþjónn þar,
sagði þá viö Pjetur: Ja, du skal