Vikan


Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 37

Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 37
að einn góðan veðurdag hefðirðu enga hlýja hönd til að halda í á kaldri nóttu. Varaðu þig, ef þú endurtekur hvað eftir annað sömu teikning- arnar — það gæti merkt, að þú sért að skapa þér einhverja meinloku eða þvingaðar venjur, eins og að geta ekki staðist að slökkva Ijós, sem þú sérð. Þetta stafar vanalega af sektartilfinn- ingu, sem þú gætir hafa fengið sem barn, eins og til dæmis ef þér hefur verið sagt, að kynlíf væri óþverri. Komdu þessum gamal- dags hugsunum út úr kollinum á þér og láttu ást þína í Ijósi á óþvingaðan hátt. Ef þú finnur til sektar í sambandi við kynlíf þitt, talaðu þá um það við maka þinn — þegar þú hefur rætt um vandamál þín opinskátt, virðast þau fáránleg og ekki eins skelfileg. Skarpar, ójafnar línur eða strik tákna, að reiði er byrjuð að hlaðast upp innra með þér — og hún mun brjótast upp á yfirborðið, ef þú léttir ekki á þrýstingnum. Ef þú byrgir óánægju þína innra með þér — hleyptu henni þá út sem fyrst. Léttirinn verður áreynslunnar virði. (Wífæsw Endurtekningarnar í þessu kroti koma upp um þráhyggju, og þótt teiknarinn sé ekki árásargjarn — strikin eru hvorki hyrnd né odd- hvöss — finnur hann sig ti/neydd- an að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur tii acI fullvissa sig um, að aiit sé í iagi. Eins og að stíga alltaf á línurnar á gang- stéttarhellunum, ef ske kynni, að eitthvað hræðiiegt gerðist. Að teikna upp skip, flugvélar, lestir eða hvers kyns farartæki, merkir leynda þrá þína til ævintýra og rómantíkur. Þér finnst lífið leiðinlegt og vanabundið — reyndu því að fara meira út og ferðast um. Meira að segja þessi iitiu hús virðast vera brosandi. Þau eru teiknuð hratt og eins og af til- viijun, sem sýnir glöggt, að teikn- arinn hefur hugann við heimiii og fjölskyldu. Hringiaga iínurnar sýna ástog þörf fyrir öryggi. Teiknarinn getur bæði gefið og þegið ást. Hræðsia og löngun til að vera einn sjást í þessari teikningu, sem er dökk og hvöss. Hún segir fóikt að haida sig í fjarlægð, þar sem höfundurinn vill einveru. Krotið i miðjunni táknar grindur fangels- isins, sem teiknaranum finnst hann iokaður inn /'. Þetta ósamræmda krot, sem hefur hvorki form né jafnvægi, sýnir mjög ruglingslegan huga. Sértu ástfanginn af ástinni, þá teiknarðu hjörtu, blóm, stjörnur og hringlaga strik með hringjum, því hringurinn er og hefur aiitaf verið tákn eiiifðarinnar. Ef þú setur fornafn HENNAR innan í hjartað, — þá ertu orðinn langt ieiddur! Sá sem svona krotar er greiniiega hamingjusamur og ekki árásar- gjarn, þessi hringiaga og fremur vel teiknuðu form sýna að teikn- arinn er vingjarntegur, góður, tii- finninganæmur og ástúðlegur, og mjög viðkvæmur. Brosandi and- litið sýnir, að teiknarinn er félags- lyndur, elskulegur og blátt áfram að eðlisfari. <3> 0 (3 O Ef þú krotar i sífellu augu, gefur það til kynna ofsóknarkennd. Þér gæti fundist fólk sífe/lt vera að horfa á þig og tala um þig. Þetta veldur því, að þú óttast fólk og forðast að fara út og hitta það. Teiknaðu fagurt, hamingjusam- legt andlit I kringum augun, og sú tilfinning, að allir séu að horfa á þig eða ofsækja þig, mun hverfa. Hins vegar tákna fýluleg and/it, að þú sért ekki nógu ánægður með lifið, þér finnst allur félagsskapur leiðinlegur, þvi þú mátt ekki vera að þvi að gera tilraun til að um- gangast fólk. Bættu brosandi vörum og óskammfeilnu nefi fyrir neðan augun, og sjáðu muninn, jafnvel þú ferð að brosa! Þetta uppfyllta völundarhús sýnir árekstra og vandræði sem teikn- arinn á við að glíma. Skyggingin er mikil, sem sýnir, að teiknarinn er undir spennu og gengur illa að losna við þunglyndið. Hann reynir að finna leið út úr erfiðleikunum, og þetta krot sýnir tilraun hans. Rökvisi og skynsemi koma fram í þessari teikningu. Hún sýnir, að teiknarann skortir tilfinningasemi og ástúð, og að heili hans stjórnar yfirleitt hjartanu. Hyrndu strikin sýna reiði og ofbeldishneigð. Teiknarinn krotar sams konar línur hvað eftir annað. Ennfremur sýna grindverkin og þrihyrningarnir vonleysi og þörf fyrir að láta reiðina fá útrás á einhverju eða einhverjum. 14. TBL. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.