Vikan


Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 14

Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 14
Borgarstjórinn cr Borgarstjórinn þarf ekki náuösyn- lega að vera borgarstjóri, þótt sumum kynni eflaust aö þykja það handhægara og fyrirhafnarminna. Hvaö um það — undanfarið hefur þótt betra að hafa borgarstjórana tvo og að hvor þeirra sinni sínu ákveðna hlutverki án afskipta hins, og það er vafalaust rétt, þrátt fyrir að vinnustaður beggja sé í sömu götu, aðeins eitt hús þar á milli og viðskipti þeirra hvor við annan ávallt jöfn og góð. Til að gera þessa gátu aöeins skiljanlegri er auövitaö rétt að skýra hana betur. Borgarstjórinn í Reykjavík heitir nú sem stendur Birgir ísleifur Gunnarsson. En Borgarstjórinn í Reykjavík heitir Pjetur Daníelsson. Og það er ekki aðeins nú sem stendur, því að Pjetur gekk til vinnu á Borginni löngu áður en Birgir ísleifur fæddist og varð Borgarstjóri löngu áður en Birgir tók við sinni borgarstjórastöðu. En kannski að ég sé bara að gera málið ennþá flóknara... Líklega er þá best að taka annan þeirra fyrir og segja glefsur úr ævisögu hans. Og til að sýna þeim eldri sjálfsagða virðingu, þá vel ég að þessu sinni Borgarstjórann Pjetur Daníelsson, en hann fædd- ist á Stokkseyri, eins og margir þekktir menn. Hann fæddist í húsi, sem ennþá stendur þar. Húsinu Björgvin daginn 4. febrúar 1906. Foreldrar hans voru þau hjónin Daníel Arinbjarnarson og Þóra Pétursdóttir, sem þar bjuggu. Pjetur varð þessvegna 71 árs snemma á þessu ári. Það er nauðsynlegt að taka það greini- lega fram, því að Pjetur leynir aldrinum. Pétur nafni hans eöa Páll mundu nefnilega halda, þegar þeir sjá Pjetur á stjái á Borginni, að hann væri ekki deginum eldri en 50, en það mundu þeir áætla fyrst, þegar þeir sæju manninn og færu þeir að tala við hann. Sömuleiöis þega. þeir skoöuðu háralit hans, augnabrúnir og skegg, sem ennþá skartar sínum dökka lit, og síöan er þeir færu að athuga hreyfingar hans, hvikar og léttar þegar hann hleypur upp og niður stiga Borgarinnar án þess að blása úr nös. Síðast en ekki síst mundu þeir styrkjast í áliti sínu, þegar þeir færu að skoða einstaklega snyrti- legan, jafnvel höfðinglegan klæönaö hans og skerpulegt, en alþýðlegt viðmót allt. Litið inn á Hótel Borg og Pjetur Daníelsson látinn standa fyrir sínu máli. Hann er semsagt kominn vel framyfir þann aldur, er opinberum starfsmönnum er boöið að fara heim að leggja sig og njóta hvíldar. Pjetur stundar enn sína atvinnu og er mættur þar klukkan níu á hverjum morgni og fer venjulegast ekki heim fyrr en séð hefur verið fyrir kvöldmat gest- anna. Pjetur Daníelsson fæddist, eins og ég sagði, í húsinu Björgvin á Stokkseyri og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Lék sér þar í fjöru- borðinu líkt og Páll ísólfsson á svipuöum tíma, gekk þar I barna- skóla og stundaði sjómennsku á árabátum með föður sínum í æsku. Stokkseyri var þá miklu lengra í burtu frá Reykjavík en í dag. En svo einn góðan veðurdag eignaðist Pjetur nýmóðins farar- tæki, sem kallað var reiðhjól. Það var í þá daga álíka farartæki og unglingarnir nefna nú á dögum sex gata tryllitæki, og á því var hægt að ferðast um allan heim. Og það varð til þess, að Pjetur steig dag nokkurn á bak, veifaöi til pabba og mömmu og þaut áleiðis út í heiminn. Á leiðinni staldraði hann aðeins við í Reykjavlk, þar sem honum bauöst pláss á bátnum Mars, sem veiddi ,,silfur hafsins" og slengdi sfld á land á Siglufirði, en uppúr því hafði Pjetur 400 krónur, sem var ,,heil formúa" í þá daga. Pjetur notaði þessa peninga til að ,,gera klárt" hjá sinni einkaútgerð, borga skuldir, ef einhverjar voru, fá sér ný föt og sjóklæði og til að skreppa austur að Stokkseyri og segja „farvel" við fjölskylduna, því nú þóttist hann vera orðinn þess umkominn að sjá fyrir sér sjálfur og leggja einn út í lífiö. Pjetur hélt síðan aftur til Reykjavíkur eftir að hafa kvatt foreldra sína og þar var hann svo heppinn að fá loforð um pláss á togaranum Otri, sem var þá mikið skip og gott, enda var vinna þar eftirsótt, því togarasjómenn gátu þá haft gott kaup miðaö við þá, sem í landi voru. Það var þá líka álit manna, að slík skip gætu staðið af sér allan sjó og væru því þar eins örugg og hús á landi. En eins og á stóð var þar ekkert pláss, en Pjetur ásetti sér að bíða þess og hélt enn austur á æskustöðv- arnar á Stokkseyri. Þá gerðist það um haustið, að Otur fékk á sig sjó, og slösuðust við það nokkrir menn, en þá komst Pjetur ekki suður vegna snjóalaga. Þaö var svo í byrjun næsta árs, að hann braust suður ásamt öðrum ver- mönnum. Þeir voru slíkum ferðum vanir og kærðu sig kollótta um færðina. Þegar Pjetur kom til Reykja- víkur, var Otur nýkominn úr söluferö til Englands. Á meöan hann stóö við í landi, skall á fárviðri mikið, sem síðan hefur orðið frægt og almennt nefnt Halaveðrið, og fórust þá tveir togarar, en þeir höfðu verið á veiðum úti fyrir Vestfjörðum, einmitt þar sem veðursins gætti mest. Otur fór þá strax út, eftir að veðrinu haföi slotað, og leitaði ásamt öörum skipum að þessu togurum, Leifi heppna og Rob- ertsson. Þessi árangurslausa leit varð fyrsta ferð Pjeturs á togara. Og eftir þaö vissu menn, að togarar gátu vissulega sokkið. Árið eftir skeði það, aö kola- námumenn í Bretlandi fóru I verkfall, og fengust þá engin kol til togaranna, svo að varð að leggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.