Vikan


Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 07.04.1977, Blaðsíða 21
vesalings ræflinum allan þann ótta, sem hann hafði vakið hjá mér. Ég heyrði smágreinar brotna og stærri greinar svigna til hliðar undan þungu fótataki hests-nashyrnings- ins hægra megin við mig. Svo sá ég allt í einu, gegnum grænan marghyming, i hálfdimmunni undir hinum ríkulega gróðri, veslinginn, sem við vorum að elta. Ég nam staðar. 'Hann hafði hniprað sig saman, svo að sem minnst færi fyrir honum, og hin björtu augu hans litu yfir öxl hans og virtu mig fyrir sér. Það kann að virðast einkennileg mótsögn í eðli minu- ég get ekki skýrt staðreyndina — en núna, þegar ég sá skepnuna þarna í fullkomlega dýrslegum stellingum, með björt og ljómandi augu og andlitið, sem hafði ófullkomið mennskt form, afskræmt af skelfingu, skildi ég að nýju mannseðli hennar. Eftir andartak mundu aðrir leitarmenn sjá hana, og hún yrði borin ofurliði og tekin höndum, og svo mundi hún eiga i vændum enn einu sinni hinar hræðilegu píslir i garðinum. I skyndi dró ég upp skammbyssuna mína, miðaði milli hinna óttaslegnu auga skepnunnar og hleypti af. Unrleiðogégskautrsá hýenu-svínið skepnuna og kastaði sér æpandi yfir hana og læsti blóðþyrstum tönnum inn í hóls hennar. Hvarvetna umhverfis mig svignaði og brast grænn gróðurinn í þykkninu, þegar manndýrin þustu fram samtímis. Hvert andlitið kom i ljós á fætur öðru. ,,Dreptu hann ekki, Prendick,” hrópaði Moreau. ..Dreptu hann ekki!” Og ég sá, að hann laut niður, meðan hann tróðst áfram undir blöðum hinna stóru burkna. Augnabliki síðar b afði hann hrakið hýenu-svínið frá með handfanginu á svipunni sinni, og hann og Mont- gomery héldu hinum æstu, rándýrslegu manndýrum, og þá sérstaklega þjóninum, i nokkurri fjarlægð frá skrokknum, sem enn titraði. Grái maðurinn með siða hárið kom og þefaði af líkinu undir handlegg minum. Hin dýrin hrintu mér í sinum dýrslega ákafa til þess að geta séð betur. ,,Þú ert nú meiri þrjóturinn Prendick ’' sagði Moreau.,, Ég ætlaði að ná honum.” „Mérþykirþetta leitt,” sagði ég, þótt svo væri ekki. , ,Það var gert af hvöt augnabliksins.” Ég var sjúkur af áreynslu og geðshræringu • Ég sneri mér við og ruddi mér braut út úr manndýra- hópnum, fóreinsamall upp brekkuna og stefndi upp á höfðann. Ég heyrði, aðundirfyrirskipunum, sem Moreau kallaði upp, fóru hvítsveipuðu uxamennirnir þrír að draga fórnar- lambið i óttina niður að sjónum. Nú var auðvelt fyrir mig að vera einn. Manndýrin voru greinilega forvitin um líkið, á mannlega vísu, eltu það saman i hnapp, þefuðu af þvi og urruðu, þegar uxamennirnir drógu það niður eftir fjörunni. Ég fór út á höfðann og fylgdist með uxamönnunum, sem voru eins og svartar mannamyndir á kvöld- himninum, þegar þeir báru dauðan skrokkinn út í sjó, og þá skildist mér eins og bylgja færi um hug minn, hve ólýsanlega tilgangslaust lífið á eyjunni var. í fjörunni, milli klettanna fyrir neðan mig, var apamaðurinn, hýenu-svinið og nokkur fleiri af manndýrunum, og stóðu þau i kringum Montgomery og Moreau. Þau voru enn þá öll ákaflega æst og höfðu öll á hraðbergi hávaðasamar tjáningar um hlýðni við Lögmólið. Samt fann ég, að ég var sjálfur fullviss um, að hýenu-svínið hafði átt þátt í kanínudrápinu. Og ég fékk þá einkennilegu sannfæringu, að að undanskildum grófleika og afkáraleika likamsbyggingarinnar hefði ég þarna fyrir framan mig allt mannlifið i smækkaðri mynd, allan sannleik eðlishvata, skynsemi og örlaga, í sinu einfaldasta formi. Svo hafði viljað til, að hlébarðamaður- inn hafði liðið undir lok. Það var allur munurinn. Vesalings skepnurnar! Ég fór að sjó verri hliðina á grimmd Moreaus. Ég hafði ekki fyrr hugsað um sársaukann og vandræðin, sem biðu þessara vesalings fórnarlamba, eftir að þau voru komin úr höndum Moreaus. Ég hafði aðeins skelfst vegna hinna raunverulegu píslar- daga i garðinum. En nú virtist það skipta minna máli. Áður höfðu þeir verið dýr, þá höfðu eðlishvatir þeirra verið vel aðlagaðar umhverf- inu, og þeir höfðu verið eins hamingjusamir og lifandi verur geta verið. Nú hrösuðu þeir i fjötrum mannlegs gervis, lifðu i stöðugum ótta og voru óhamingjusamir vegna lögmáls, sem þeir skildu ekki; skopstæling þeirra á mannlegu lifi byrjaði með sárum þrautum, var aðeins löng innri barátta, langvinn hræðsla við Moreau — og til hvers? Það var tilgangsleysið, sem hafði áhrif á mig. Ef Moreau hefði haft einhvern skiljanlegan tilgang, hefði ég að minnsta kosti getað haft dálitla samúð með honum. Svo viðkvæmur er ég ekki fyrir sársauka. Ég hefði getað fyrirgefið honum dálítið, jafnvel þótt hann hefði verið knúinn af hatri. En hann var svo ábyrgðar- laus, svo fjarska kærulaus. Forvitni hans, hinar vitfirringslegu, til- gangslausu rannsóknir, ráku hann áfram, og manndýrunum var sleppt út og þau látin lifa eitt ár eða svo, til að berjast, hlaupa á sig og þjást; til að deyja að lokum á kvalafullan hátt. Þau voru sjálf vansæl, gamla dýrshatrið olli áreitni þeirra hvers við annað, og Lögmólið hindraði þau i að heyja ákafa, stutta baráttu og binda enda ó hinn náttúrlega fjandskap sinn. Á þessum tíma fór eins um ótta minn við manndýraþjóðina og hinn persónulega ótta minn við Moreau. Ég komst meira að segja í sjúklegt ástand, sem var djúpt og langvinnt og óskylt ótta, og hefur það skilið eftir varanleg ör á sál minni. Ég verð að jóta, að ég missti trúna á andlega heilbrigði heimsins, þegar ég sá, að til var hin sársaukafulla ringulreið þessarar eyjar. Blind örlög, stórfelld, miskunn- arlaus öfl, virtust sníða og mynda efnivið tilverunnar, og ég, Moreau (vegna rannsóknarástriðu sinnar), Montgomery (vegna drykkjufýsnar sinnar og manndýraþjóðin, með eðlishvatir sínar og sálarlegar takmarkanir, vorum sundurtætt og moluð, miskunnarlaust, óhjá- kvæmilega, í óendanlegri flækju hinna sístarfandi krafta. En þetta ástand kom ekki í einni svipan... Ég held jafnvel, að ég hafi hugboð um dálítið, þegar ég er nú að tala um það. Öfarir Tæpar sex vikur liðu, óður en ég hafði misst allar aðrar tilfinningar en ógeð og viðbjóð á þessum svívirðilegu tilraunum Moreaus. Hugmynd mín var að komast burt frá þessum hræðilegu skopmyndum af ímynd Skapara míns og hverfa aftur til hins unaðslega og holla félagsskapar manna. Samtíma- menn mínir, sem ég var þannig orðinn viðskila við, fóru að hafa til að bera unaðslegar dyggðir og fegurð i vitund minni. Fyrsta vinótta min við Montgomery óx ekki. Hinn langi viðskilnaður hans við mannkynið, hinn leyndi drykkjuskaparlöstur hans og aug- ljós samúð hans með manndýrunum sverti hann í minum augum. Alloft lét ég hann fara einan til þeirra. Ég forðaðist samskipti við þau, eins og hægt var. Ég eyddi vaxandi hluta af tíma minum í fjörunni og svipaðist um eftir einhverju frelsandi skipi, sem aldrei kom í ljós, þangað til við urðum dag nokkurn fyrir voðalegri ógæfu, sem gjörbreytti hinu ein- kennilega umhverfi mínu. Það var um sjö eða átta vikum eftirkomu mína — heldur meira, að ég held, þó að ég hefði ekki haft fyrir því að telja dagana — að þessi ógæfa skall yfir. Það gerðist snemma morguns — ég giska á, að klukkan hafi verið um sex. Ég hafði farið á fætur og borðað morgunverð snemma, þar sem ég hafði vaknað við að heyra til þriggja manndýra, sem voru að bera timbur inn i garðinn. Eftir morgunverð fór ég út i veggopið á garðinum og stóð þar, reykti vindling og naut svala morgunsársins. Moreau kom bráð- lega fyrir hornið á garðinum og heilsaði mér. Hann fór fram hjá mér, og ég heyrði, að hann opnaði rannsóknar- stofu sína að baki mér og fór þangað inn. Svo sljór var ég þá orðinn fyrir svívirðum staðarins, að ég hlustaði tilfinningalaus á púmuna. sem nú byrjaði nýjan písladag. Hún tók á móti ofsóknara sínum með ópi, sem var eins og það kæmi frá reiðum kvenvargi. Þá gerðist eitthvað. Ég veit ekki enn i dag nákvæmlega. hvað það var. Ég heyrði skerandi óp fyrir aftan mig, svo datt eitthvað, og þegar ég sneri mér við, sá ég hræðilegt andlit, sem kom æðandi í áttina til mín; það var ekki mennskt, ekki dýrsandlit. heldur helvískt, brúnt, alsett rauðum, samsettum örum, og sló út um það rauðum svitadropum, en augun, sem voru augnalokalaus, voru æðisleg. Ég lyfti handleggnum snöggt til að verjast högginu, sem tlevgði mér um koll og braut a mér framhandlegginn, og þessi stóra ó- freskja. sem var sveipuð léreftsdúk og með flaksandi blóðlitaðar um- búðir á sér, stökk yfir mig og æddi burt Ég kútveltist niður fjöruna, reyndi að setjast upp og hneig niður á brotinn handlegginn. Þá kom Moreau í ljós, og var hið holduga. hvita andlit hans enn hræðilegra vegna þess, að blóð seytlaði úr enni hans. Hann var með skammbyssu i annarri hendinni. Hann leit varla á mig, heldur þaut strax af stað til að elta púmuna. Ég prófaði hinn handlegginn og settist upp. Dúðaða veran fram- undan hljóp eftir fjörunni og stikaði stórum, og Moreau elti hana. Hún leit við og sá hann og sneri svo skyndilega til baka og fór í áttina til runnanna. Hún nálgaðist hann óðfluga. Ég sá, að hún stökk inn í runnana, og Moreau, sem hljóp á ská til að komast i veg fyrir hana, skaut án þess að hitta, um leið og hún hvarf. Svo hvarf hann líka í grænu þykkninu. Ég starði á eftir þeim, og þá óx sársaukinn í handlegg mínum mikið. Ég andvarpaði og staulaðist á fætur. Montgomery kom i ljós í dyragættinni; hann var klæddur og _með skammbyssuna i hendinni. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.