Vikan


Vikan - 26.05.1977, Side 50

Vikan - 26.05.1977, Side 50
Hrísgrjón á ýmsa ve Eins og sjá má á meðfylgjandi uppskriftum má bera fram hrís- grjón á marga vegu, með mis- munandi réttum. Það getur verið mjög skemmtilegt að bera fram hrísgrjón með réttum, sem ekki eru mikið kryddaðir, og nota þá hrísgrjónin til að fá sterka bragðið. Eldhús Vikunnar UMSJÖN: DRÖFN FARESTVEIT FRÖNSK HRÍSGRJÓNA- OG OSTARÖND 3 dl mjólk 30 gr smjör eða smjörlíki 1 1/2 dl fljótsoðin hrísgrjón 2 egg 150 gr rifinn ostur Sjóðið saman mjólk og smjör, setjið hrísgrjónin samanvið og látið sjóða í 5 mínútur. Kælið dálítið, áður en eggjarauðurnar og osturinn eru sett samanvið. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið saman við. Hellið mass- anum í vel smurt hveitistráð eldfast form (hringform). Bakið við 225° í ca. 40 mín. Berið fram heitt sem aðalrétt eða ábæti. Eða þá sem kvöldrétt með salati. Hrísgrjónabakstur með fiskibollum 2 dl aflöng hrísgrjón 1 dós fiskibollur. Sósa: 3 msk. smjör, 3 msk. hveiti, 4 dl vökvi, (kraftur úr dósinni ásamt mjólk eða rjóma), 3-4 msk. rauður kavíar, 2-3 msk. chilisósa og gjarnan grænt krydd, s.s. graslaukur eða fíntstrimluð púrra, ca. 1 dl rifinn ostur. Sjóðið hrísgrjónin og blandið saman við mörðum fiskibollunum. Búið til þykka sósu, sem krydduð er með kavíar, chilisósu og grænu. Setjið í smurt eldfast form og bakið við 250° i 20-30 mín., eftir því hvernig form er notaö. Osturinn settur ofan á. 50VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.