Vikan - 09.06.1977, Síða 15
skipuleggja og teikna fyrir fólk, þó
aðallega gömul hús. Um þessar
mundir er mér boðið til kaups
gamla Hótel Berg, sem var í mikilli
niðurníðslu, og seldi ég þá Helga-
fellið og hófst handa við endur-
bætur á hótelinu, og var það
opnað fjórum mánuðum síðar. Þar
sem ég hafði aldrei unnið við
hótelrekstur, leigði ég tveimur
aðilum hótelið, en reksturinn gekk
mjög brösuglega, og áttu þeir I
hinum mestu erfiðleikum meö að
greiða leiguna, sumpart vegna
þess að ég fékk ekki lán til að klára
efri hæð hússins, en þar voru
herbergin. Að vísu fékk ég svo lán
úr ferðamálasjóði, en það kom
bara of seint. Var ég nú svo gott
sem kominn á hausinn.
— Nú, þarna sem ég stend á
haus, birtist móðir mín allt í einu
með ferðatöskurnar sínar og
segist hvergi eiga heima. Sjaldan
eða aldrei hefir mér brugðið eins,
en hún var fljót að leiðrétta
misskilninginn. Jú, hún hafði selt
íbúðina sína í Reykjavík daginn
áður og bauðst nú til að kaupa af
mér hótelið eða ganga inn (
samninginn, sem gerður haföi
verið við fyrrverandi eiganda. Er
ekki að fjölyrða um það, hún varð'
hóteleigandi, en ég missti konuna,
sem nú var orðin þreytt á þessu
eilífa láni mínu í óláni, fór til
Danmerkur með dótturina, en ég
hélt stráknum. Voru nú aörir
leigjendur fengnir, en fyrrverandi
hóteleigandi fór í fiskvinnu, en
hélt þó áfram sinni fyrri iðju, það
er að segja, var alltaf að teikna.
„Það má segja, að Hveragerði sé nafli suður/andsins," segir Sigurður.
Hér sjéum við hús þeirra hjóna að Laufskógum 4 i Hveragerði.
Sigurður og Ragnhildur keyptu sér gamalt hús / Hveragerði og fóru um
það s/fkum höndum, að nú er a/lt sem orðið nýtt.