Vikan - 09.06.1977, Síða 42
mm1
l(0)UoU
Hárlagningarvökvinn
í^, j fyrir blástur:
iiiíbrin
Inform í litlu, fjólubláu
og grænu glösunum.fær
hárið til að sitja alveg
eins og þú vilt hafa það,-
eðlilega og með lyftingu.
Inform - fyrir dömur
og herra.
HALLDÓR JONSSON HF.
Dugguvogi 8
m
#
W£LLA
Guillam skyldi vera á vakt þessa
nótt. Hann var kurteis og hugul-
samur náungi og fólki leið yfirleitt
vel í návist hans.
„Sérdeildin hringdi kl. 12. Eigin-
kona Fennans fór í leikhúsið og fann
ekki mann sinn fyrr en kortér í
ellefu, er hún kom heim. Síðan
hringdi hún í lögregluna.”
„Hann bjó einhvers staðar í
Surrey.”
„Já, í Walliston, rétt hjá
Kingston. Það er skammt fyrir utan
miðborgina. Þegar lögreglan kom á
staðinn fann hún bréf á gólfinu við
hliðina á líkinu, sem var stílað til
utanrikisráðherrans. Lögregluvarð-
stjórinn hringdi í lögreglustjórann,
sem hringdi í vakthafandi liðsfor-
ingja í innanríkisráðuneytinu. Það-
an var svo hringt í utanríkis-
ráðuneytið og loks fengu þeir leyfi
til þess að opna bréfið. Þá fyrst
byrjaði ballið.”
„Haltu áfram.”
„Starfsmannastjórinn í utan-
ríkisráðuneytinu hringdi til okkar.
Hann vildi fá uppgefið símanúmerið
heima hjá Ráðgjafanum, sagði.að
þetta yrði í síðasta skipti, sem
öryggisþjónustan kássaðist upp á
hans starfsfólk og að Fennan hafi
verið dyggur og hœfur liðsforingi,
bla...bla...bla.”
„Já, hann var það raunar líka.”
„Síðan sagði hann, að allt þetta
mál sýndi ljóslega, hversu langt
öryggisþjónustan vœri farin að fara
út fyrir sitt starfssvið, talaði um
Gestapóaðferðir bla...bla...
„Ég lét hann fá símanúmer
Ráðgjafans, en notaði siðan hinn
símann til þess að hringja sjálfur á
meðan hann lét móðann mása. Fyrir
einskœra heppni var ég með
utanríkisráðuneytið á annarri lin-
unni og Maston á hinni og ég sagði
honum fréttimar. Þá var klukkan
tuttugu minútur gengin í eitt.
Maston var kominn hingað klukkan
eitt og honum var heldur betur
mikið niðri fyrir. Hann verður að
gefa ráðherranum skýrslu í fyrra-
málið.”
Þeir þögðu smástund á meðan
Guillam setti kaffiduft i tvo bolla,
en hellti síðan sjóðandi vatni út í.
„Hvers konar maður var hann?”
spurði hann.
„Hver? Fennan? Þangað til i
kvöld hefði ég getað sagt þér það.
Nú botna ég ekkert i honum. Eftir
útlitinu að dæma var hann greini-
lega gyðingur. Hann var kominn af
sanntrúuðu fólki, en sagði skilið við
trúna í Oxford og gerðist þá
marxisti. Hann var bæði glöggur og
menntaður maður, enginn asi á
honum og hann kunni að hlusta. Sá
sem skrifaði nafnlausa bréfið hafði
rétt fyrir sér; hann var í kommún-
istaflokknum.”
„Hversu gamall var hann?”
„Fjörutíu og fjögra, en leit út
fyrir að vera eldri.” Smiley hélt
áfram að tala, en renndi um leið
augunum í kringum sig þama í
herberginu. „Andlitið bar vott um
tilfinninganæmi, hárið sléttgreitt,
vangasvipurinn eins og á tvítugum
manni, en þurr húðin minnti dálítið
á kalk. Hann fór töluvert mikið
einfömm.”
Þeir risu á fætur er Maston kom
inn.
„Ah, Smiley. Komdu inn.” Hann
opnaði dyrnar og rétti fram vinstri
höndina til þess að visa Smiley inn á
undan sér. Það var ekki einn einasti
hlutur í herbergi Mastons, sem
tilheyrði hinu opinbera. Hann hafði
einhvem tíma keypt vatnslita-
myndir frá því á 19. öld og sumar
þeirra héngu á veggjunum. Af-
gangurinn var hálfgert msl, en það
hæfði Maston svo sem ágætlega.
Hann var í fötum, sem vom einum
of ljós til þess að þau gætu talist
virðuleg. Bandið á einglyrni hans lá
þvert yfir ljósgula skyrtuna og
hann var með ljóst ullarbindi.
Þjóðverjum myndi líklega geðjast
að útliti hans, hugsaði Smiley.
Glæsilegur, það var orðið yfir hann,
alveg eins og vinnukonur ímynda
sér, að heldri menn eigi að vera.
„Ég hitti Sparrow. Hér er
greinilega um sjálfsmorð að ræða.
Það er búið að fjarlægja líkið og
lögreglustjórinn segir, að það verði
ekkert gert í málinu, utan þetta
venjubundna. Eftir einn eða tvo
daga fer fram málsrannsókn. Það
hefur verið samþykkt og ég get ekki
undirstrikað það nógu rækilega
Smiley, að blöðin mega ekkert fó að
vita um samband okkar við
Fennan.”
„Ég skil.” (Þú ert hættulegur,
Maston, veikur fyrir og hræddur.
Þú ætlar öðmm en sjálfum þér
snömna. Ég sé hvemig þú horfir á
mig rétt eins og þú sért að geta þér
til um, hvemig ég muni líta út í
gálganum.)
„Þú mátt ekki halda, að ég sé að
gagnrýna þig, Smiley. Þegar öllu er
á botninn hvolft, þá samþykkti
Stjórinn þetta viðtal, svo að þú
hefur ekkert að óttast.”
„Nema Fennan.”
„Rétt er það. Því miður láðist
Stjóranum að gefa út beiðni
varðandi þetta viðtal. Hins vegar
vænti ég þess að hann hafi
samþykkt það munnlega?”
„Já, og ég er viss um, að hann
mun staðfesta það.”
Maston leit aftur á Smiley,
hvasst og úthugsað og eitthvað fór
að angra Smiley í hólsinum. Hann
vissi að hann var ósamvinnuþýður
og að Maston kysi að nálgast hann
og ná betri tökum á honum.
„Þú veist, að skrifstofa Fennans
hefur haft samband við mig?”
„Já.”
„Það mun fara fram málsrann-
sókn og kannski verður ekki hægt
að halda blöðunum fyrir utan þetta.
Ég verð að fara á fund innanríkis-
ráðherra strax í fyrramálið.” (Já,
reyndu bara að hræða mig... ég er
að fara ó eftirlaun... er ekki
gjaldgengur á vinnumarkaðnum...
en ég ætla ekki að láta flækja mig í
þinn lygavef, Maston.) „Ég verð að
vita allar staðreyndir í málinu,
Smiley. Ég verð að gera skyldu
mína. Ef það er eitthvað, sem þér
finnst þú eigir að segja mér
varðandi þetta viðtal, eitthvað sem
þú hefur ekki minnst ó, segðu mér
það þá núna og leyfðu mér að dæma
um mikilvægi þess.”
„Ég hef engu við þetta að bæta.
Það sem ekki er í skýrslu minni, hef
ég þegar sagt þér. Ef til vill þætti
mér fengur að þeirri staðreynd, að
samtal okkar fór fram undir fremur
óformlegum kringumstæðum. Lík-
urnar fyrir sekt Fennans voru
afskaplega litlar. Hann var að visu
meðlimur í kommúnistaflokknum á
fjórða áratugnum og einhverjar
flugufregnir voru um, að hann
aðhylltist enn sömu stefnu. En hálf
ríkisstjórnin var í kommúnista-
flokknum á þessum árum.”
Maston hleypti brúnum.
,, Þegar ég kom á skrifstofu hans í
utanríkisráðuneytinu, reyndist vera
heldur þröngt á þingi þar, fólk
stöðugt að koma og fara, og ég
stakk þess vegna upp á því, að við
fengjum okkur göngu í skemmti-
garðinum.”
„Og hvað svo?”
„Nú, við gerðum það. Úti var
sólskin, heldur kalt, en að öðru leyti
notalegt veður. Við fórum að skoða
endurnar.
Maston lét í ljósi óþolinmæði.
„Við vorum um það bil hálfa
klukkustund í garðinum og hann
hafði orðið mest allan tímann. Hann
var skynugur maður og rak ekki svo
auðveldlega í vörðurnar. En hann
var eins og gefur að skilja einnig
dólítið taugaóstyrkur. Fólk eins og
hann hefur gaman af þvi að tala um
sjólft sig. Ég held, að hann hafi að
einhverju leyti verið feginn að fá
tækifæri til þess að leysa frá
skjóðunni. Hann sagði mér alla
sólarsöguna og hann var alls
óhræddur við að nefna ýmis nöfn.
Siðan fórum við ó „expresso”
kaffihús nálægt Millbank.”
„Fóruð hvert?”
„Á „expresso” kaffihús. Þeir
selja sérstaka tegund af kaffi fyrir
einn shilling á bolla. Við fengum
okkur sinn hvom.”
„Ég skil. Það var undir þessum..
óformlegu kringumstæðum, sem þú
sagðir honum að við myndum ekki
mæla með neinum aðgerðum í
mólinu.”
42VIKAN 23. TBL.