Vikan


Vikan - 09.06.1977, Qupperneq 43

Vikan - 09.06.1977, Qupperneq 43
„Já, þannig höfum við það oft, en venjulega látum við þess ekki getið í skýrslunni.” Maston kinkaði kolli. Þetta voru hlutir, sem hann skildi, hugsaði Smiley. Guð minn góður, hvað hann var fyrirlitlegur. Það var að sumu leyti athyglisvert að sjá Maston svona vandræða- legan. ,,Og ég skil það þá svo, að sjálfsmorðið og auðvitað bréfið komi algjörlega flatt upp á þig. Þú hefur enga skýringu á reiðum honum. ,,Það væri undarlegt, ef svo væri.” ,,Þú hefur ekki nokkra hugmynd um, hver kom upp um hann?” ,,Nei.” ,,Eins og þú veist, þá var hann kvæntur.” ,,Já.” ,,Mér var að detta í hug... það er hugsanlegt, að konan hans geti fyllt út í eitthvað af eyðunum. Ég er í vafa um það, en kannski ætti einhver úr stjómardeildinni að spjalla við hana og, að svo miklu leyti sem tilhlýðilegt þykir, að spyija hana um allt þetta.” ,,Núna?" Smiley leit á hann svipbrigðalaust. Maston stóð við skrifborð sitt og fitlaði ýmist við bókahnif, síga- rettubox eða kveikjtu-a. Hann reynir að sýna alla þá stillingu, sem hann hefur til að bera, hugsaði Smiley og dáðist að hvítum höndum hans. Maston leit upp og i andliti hans brá fyrir samúð. „Smiley, ég veit hvemig þér er innanbrjósts, en þrótt fyrir þennan sorglega atburð verðum við að reyna að kafa til botns í þessu. Innanríkisráðherrann mun krefjast nákvæmra upplýsinga um þetta mál og það er í mínum verkahring að afla þeirra. Sérstaklega allt er varðar hugarástand Fennans strax eftir viðtalið við... við okkur. Kannski að hann hafi rætt við konu sína um það. Hann hefði ekki átt að gera það, en við verðum að vera raunsæjr.” „Viltu þá að ég fari og heimsæki hana?” , .Einhver verður að gera það. Hér er einnig spurning um málsrann- sóknina. Innanríkisróðherrann verður vitaskuld að ákveða sjálfur allt varðandi hana, en eins og er höfum við ekki fullnægjandi upp- lýsingar. Timinn er naumur og þú þekkir þetta mál. Okkur gefst ekki tími til þess að'setja annan mann inn í það. Ef einhver á að taka þetta að sér, þá verður það að vera þú.” „Hvenær viltu að ég fari?” „Frú Fennan er greinilega ó- venjuleg kona. Erlend. Gyðingur að mér skilst og varð illa úti í stríðinu, sem gerir málið enn viðkvæmara. Þetta er viljasterk kona og lót mannsins hennar virðist hafa fengið tiltölulega lítið á hana. En það er sjálfsagt bara á yfirborðinu. Hún er skynsöm og ó auðvelt með að tjá sig. Mér skilst á Sparrow, að hún hafi verið mjög samvinnuþýð og muni að öllum likindum vera reiðubúin að ræða við þig strax. Surreylögreglan getur sagt henni frá komu þinni og þú ættir þó að geta hitt hana strax í fyrramálið. Ég mun svo hafa sambandi við þig þar seinna um daginn.” Smiley bjóst til að fara. „Og...Smiley....” Hann fann að Maston lagði höndina á arm hans og hann snéri sér við og leit ó hann. Maston setti upp brosið, sem var venjulega ætlað hinum eldri konum í þjónustunni. „Smiley, þú getur reitt þig á mig. Ég skal veita þér allan minn stuðning.” Guð minn góður, hugsaði Smiley, þú vinnur svei mér allan sólar- hringinn. 24 tíma skrípaleikur, það eru þinar ær og kýr. „Við lokuðum aldrei.” Hann gekk út á götuna. 3. KAFLI ELSAFENNAN Merridale Lane er ein af þessum götum í Surrey, þar sem íbúamir heyja endalaust stríð gegn óvirðu- leika stórborgarinnar. Tré vaxa í sérhverjum forgarði og byrgja sýnina að húsunum. sem að baki standa. Búramennskan er enn frekar undirstrikuð með viðarugl- um, er tróna sem einhvers konar vemdarenglar yfir nöfnum húsanna og svo molnuðu dvergamir, er standa við litlar gullfiskatjarnir. íbúamir við Merridale Lane mála ekki dvergana sina, líta raunar á slíkt sem löst stórborgarinnar. Af sömu ástæðu bera þeir gljókvoðu ó uglumar. Síðan biða þeir þess, að veðrunin geri eignir þeirra fomfó- legar og að lokum hýsa uppistöður bilskúranna bæði bjöllur og viðar- orma. Framhald í næsta blaði. LADA 1200 Verð ca kr. 1145 þús. m. ryðvörn LADA 1200 STATION Verð ca kr. 1233 þús. m. ryðvörn LADA 1500 S TOPAS Verð ca kr. 1357 þús. m. ryðvörn. Hagstætt varahlutaverð Góð viðgerðaþjónusta Hátt endursöluverð Hagstæðir greiðsluskilmálar ^Bi Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hi. iaðnrlanásbranl 11 • Reykjavík • Simi 38600 23. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.