Vikan


Vikan - 09.06.1977, Side 55

Vikan - 09.06.1977, Side 55
Séu gúmmí- stígvé/in orðin hjálpar, ef þau eru smurð og nudduð vel með eggjahvítu. Þá verða þau aftur glansandi. Brauðsnakk 1 dós af lifrarkæfu hrærð með 1 msk. rjóma. Þessu er síðan smurt á sandwichbrauð og þar ofan á lagðar ostasneiðar. Skorið í hæfi- leg stykki eins og sést á myndinni. Hitað í ofni, þar til osturinn er bráðnaður. Skreytt með svörtum olívum, skornum í tvennt, og sveppum í skífum. Baðker úti í garði Að vísu nokkuð frumlegt, en alls ekki óhugsanlegt, jafnvel þó við búum á íslandi. Á skjólgóðum stað í garðinum væri hægt að koma fyrir gömlu baðkeri, sem fjölskyldan gæti verið búin að mála og skreyta með ýmsum myndum, sem féllu vel inn í umhverfið. Nota má garðslönguna til að fylla kerið með vatni, og frárennslið nýtist tilað vökva með flötinn í kring. Ekki er að efa, að þessi hugmynd félli krökkunum vel i geð, því öllum finnst þeim gaman að busla og hamast í vatni. HEFLUÐ AGÚRKA Bananaábæt/r Ef þú ert hvort sem er með ofninn í gangi, er fljótlegt að búa til góðan bananarétt f ábæti. Skerið nokkra banana eftir endilöngu, leggðu þá í eldfastfat stráöu púðursykri og kanil yfir. Safi úr einni sítrónu látinn yfir og smjörbitar hér og þar. Hafðu fatið ofni þar til púðursykurinn er bráðnaður. Pappírsþunnar agúrkusneiðar i salatið fáum við með því að nota ostahnífinn. Árangurinn er mjög góður, og svo er það fljótlegt. ★ Það er gott að eiga fáa vini og marga kunningja - og vita, hver er hvað. 23. TBL. VIKAN 55

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.