Vikan


Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 10

Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 10
POSTIRIM BRÉF TIL KVK. EÐA KK. SEM VITA ALLT Kæri Póstur minn! Oft er ég búin að hafa gaman af þér og blaðinu öllu. Það er eins og ég geti bara aldrei hætt að kaupa þig Vika góð, þó ég hafi alltaf ætlað að hætta því (til að spara), en þú ert alltaf jafn spennandi. Gerðu það nú fyrir mig að birta mjög góða sögu, hún heitir „Konan með hnífinn" eftir Harri- etta Arnow. Þetta er fín saga, ég man svolítið eftir henni, ég las hana fyrir mörgum árum, að ég held í gamalli Viku, en langar að lesa hana aftur. Svo mætti bæði Pósturinn og Vikan þykkna, ekki undir belti, en með fleiri smá- sögum. T.d. mættu þessar popp- síður og auglýsingar mjög gjarnan hverfa og eins eitthvað af þessum myndadellusögum. Mérleiðist líka þessar eilífu strákaspurningar í Póstinum frá öllum þessum fá- fróðu, heimsku stelpum, sem halda ætíð að verði heimsendir næsta dag. Er ekki lífið nógu langt til að læra á því, ég held þeim liggi ekki á að skríða upp í rúm til þeirra (það er víst engin hætta á að þær skríði, hm). En þetta unga fólk svokallaða nú til dags er víst búið að spila alveg út 18-19 ára gamalt, hvernig verður þetta fólk um fertugt — öldungar? Það á að meta meira líkama sinn og heilsu, sem er það besta sem hver á, ekki satt? Ég var að hugsa um strákana, sem ég sá í sjónvarpinu um V.m. daginn, alveg eins og 20 ára gamla, mikið var ég hrifin af þeim. Þetta voru gamlir versl- unarmenn Pálmi og Stebbi, þú manst? Þeir eru svo unglegir og sætir, finnst þér ekki? Ég ætla nú ekkert að fara að skamma þig eins og flestir gera, fólk er alltaf að finna að hjá öðrum, en sjálfum sér gleymir það alveg. Lífið er víst ekki spennandi nema fundið sé að því. Jæja Póstvika mín, ég vona nú, að þetta krafs fari nú ekki í þessa landsþekktu ruslakörfu. Væri ekki tilvalið að fara að fá sér eitthvað tæknilegra til að losna við stórgölluð bréf? Þú mátt mjög gjarna leiðrétta þessar línur, ég bara læri á því. Ein spurning enn, hvað lestu úr skriftinni. Mig langar að spyrja þig, áður en ég kveð þig, hvernig standi á því, að í hverri vísu, sem er búin til, eru alltaf notuð sömu nöfnin (oftast). Það er alltaf sungið um Maríu (Maju), Stínu, Gunnu, Jóa eða Sigga, eins og mörg önnur falleg nöfn eru til. Ertu ekki sammála mér? Það mætti nú breyta til. Það mætti bæta 4-6 síðum i blaðið. Lifðu ætíð heil Vika mín. Bæ, Bæ, Ein að velta ýmsu fyrir sér. P.s. Hvað lestu úr minni yndislegu skrift? Mikið er ég feginn að heyra, að þú getir ekki hætt að kaupa Vikuna! Blessuð haltu því áfram! Því miður kannast enginn hér við þessa sögu, svo senni/ega hef- urðu ekki /esið hana í Vikunni, og þvi getum við ekki birt hana fyrir þig, þó við fegin vildum. — Það væri nú sennitega svotítið erfitt fyrir Póstinn að þykkna undir be/ti, af eðlilegum orsökum (sem Póst- urinn einn veit), og enn erfiðara fyrir Vikuna. En eins og þú sérð nú, er Pósturinn farinn að þreiða fremur ve/ úr sér, svo a//t stendur tit þóta. Mér finnst ekki, að poppþátturinn mætti hverfa, og þaðan af síður ,,myndade//u- sögurnar" ____ og auglýsingarnar verða að vera ti/ staðar í þ/aðinu, svo verð Vikunnar fari ekki upp úr ö//u va/di - þér finnst hún nú nógu dýr samt/ Það eru eflaust fleirum en þér, sem leiðast þessar strákaspurningar, en eitthvert verða blessaðar stúlkurnar að leita. Persónulega finnst mér Hfið ekkert alltof langt - en það er rétt hjá þér, að það lengist ekki við að ,,skriða upp írúm"! Jú, jú, svo er ég alveg sammála þér, að það á að varðveita likama sinn og hei/su eftir bestu getu. Ég man nú ekkert eftir þessum verslunarmönnum þínum, svo ég veit ekki hvort mér finnst það sama og þér. Helga b/essunin er a/veg ágæt og hefur nú verið svo /engi hér, að ég sé enga ástæðu til að fá mér eitthvað ,,tæknilegra" ti/ að /osna við nafnlausu bréfin! ___ Þetta með vísurnar, Gunnu, Maju, Stínu o.s.frv. __ jú, það mætti a/veg breyta tH, en mér er alveg sama, hvað þær heita í þessum /ögum ...nú svo er til afskaplega fallegt kvæði, sem ber sama nafn og þú! Ég verð nú að segja eins og er, að mér finnst skriftin þín hreint ekkert yndisleg, bréfið er mjög illa skrifað, og skriftin ber vott um alveg gifudega fljótfærni og skapofsa. — Lifðu svo hei/ og sæ/ sjálf. ÝMSAR SPURNINGAR VARÐ- ANDI EITT OG ANNAÐ Ágæti Póstur! Er það rétt, að pillan lagfæri óhreina, bólótta húð? Fitna allar stelpur við að taka hana? Geturðu bent mér á einhver sérstök vítamín, sem gott væri að taka inn, ef maður ætlar í megrun? Væri rétt af mér að fara í Línuna, til að losna við 5 kg.? Hvar er hægt að komast í frönskunám utan skóla, og hvað myndi það kosta? Er hægt að komast á eitthvert námskeið I vetur hjá Karon samtökunum til að læra góða framkomu, fallegt göngulag og snyrtingu? (Ekki þó sem sýningar- stúlka). Þarf að uppfylla einhver skilyrði, t.d. hæð, útlit eða þyngd, og hvað myndi þetta kosta, ef það er hægt? Að síðustu kemur svo loka- og aðalvandamálið: Þannig vill til, að ég var í fáar vikur úti á landi í sumar og kynntist strák á balli, sem raunar er frændi bestu vinkonu minnar. Við byrjuðum saman, og sambandið stóð yfir í tvær vikur, en þá fór ég heim til Reykjavíkur. Ég var, og er enn, ofboðslega hrifin af stráknum, og ég veit, að hann var það líka, a.m.k þegar við kvöddumst. Strákurinn ætlar að koma til Reykjavíkur ásamt vinum sínum bráðlega og var raunar búinn að lofa að tala þá við mig, en hvað á eftir að gerast fram að þeim tíma frá hans hálfu, veit maður aldrei. Góði Póstur! Á ég að skrifa honum eða hringja til hans, eða leiðist strákum slíkt? Ég er svo hræðilega hrædd um að missa hann. Hvað get ég gert til að svo fari ekki? Strax næsta vor ætla ég til hans að vinna, en hvernig á ég að láta hann ekki missa áhugann á mér? Ég tek það fram, að hann er mjög traustur og grandvar — alls ekki lauslátur. Að lokum langar mig mikið til að vita, hve gamla þú álítur mig vera, hvað þú getur lesið úr skriftinni og hvernig sambandi þú spáir pilti úr sporð- dreka og stelpu úr fiskamerki. Hvernig vinur getur strákur úr sporðdreka reynst fiskastelpu? Einnig hvernig fara saman, piltur úr voginni og stelpa úr vatns- beranum? Ég óska þér ætíð góðs gengis og vona einlægt, að þú sjáir þér fært að svara þessu bréfi. Með kæru þakklæti, Blómarós. PiHan er fyrst og fremst ætluð sem getnaðarvörn, og þar sem Pósturinn er enginn sérfræðingur á sviði lækninga, treystir hann sér ekki til að upplýsa þig um þetta mál og ráðleggur þér að spyrja lækni um þetta. Ég tel mjög óliklegt, að allar stúlkur fitni við að taka hana, a.m.k veit ég ekki til þess. Hvað varðar vítamínin, tel ég bara hollt að taka vitamin svona yfir/eitt, hvort sem þú ætlar í megrun eða ekki. Þú verður aðeins að gæta þess, að það fæði, sem þú borðar í megrunarkúrnum, innihaldi öll þau efni, sem Hkaminn þarfnast. Ég held þú þurfir ekki að /eita til Línunnar tii að losna við 5 kg, — það ætti ekki að reynast þér svo erfitt, en ef þú hins vegar sérð engan árangur. ættirðu hiklaust að leita þangað. Frönskunám getur þú stundað t.d. í Málaskólanum Mími, og kostar námskeiðið þar kr. 25. OOO — Námskeiðið stendur yfir i þrjá mánuði, og er kennt tvö kvöld i viku, tvær k/st. hvert kvö/d. Ég náði ekki sambandi við Karon- samtökin, en það mun vera alveg upppantað hjá þeim i vetur. Þú gætir þó reynt að hringja sjálf til þeirra, siminn er 38126. Ég get ekki imyndað mér, að það þurfi að uppfylla nokkur skilyrði til þess að læra það sem þú spyrð um, en annað mál er, ef þú óskar eftir að gerast sýningarstúlka hjá þeim. Ég mundi láta ógert að hringja i piltinn eða skrifa honum, bíddu og sjáðu hvort hann hefur ekki samband við þig, þegar hann kemur í bæinn. Það er örugg/ega ekki til nein örugg aðferð til að halda við áhuga hjá fólki, annað- hvort hefur það áhuga eða ekki, svo þú skalt bara bíða og sjá hvað gerist. Þetta getur Hka a/lt komið, þegar þið hittist næsta vor og hafið meiri tima til að kynnast. Það er misjafnt, hvort strákar vilja láta stelpur hringja í sig og þvi um líkt, f/estir karlmenn eru nú fædd veiðidýr __ og vilja hafa fyrir hlutunum sjálfir! Þú ert svona 18-19 ára, og skriftin ber vott um heilbrigða skynsemi og sjálfstæði og bendir jafnframt f/7, að þú sért framagjörn persóna. Sporðdreka- strákur ætti að geta mótað lif fiskaste/pu ti/ góðs, og fiska- stelpan ætti að taka viljastyrk hans til fyrirmyndar. Samband þeirra ætti þvi að geta orðið gott _____ hvort heldur er I ástum eða vináttu. Vogarstrákur og vatns- berastelpa rug/a hvort annað í ríminu, en þau eiga auðvelt með að sýna hvort öðru ástúð og blíðu. 10VIKAN 43. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.